Rómantík í Þingholtunum: Frönsk súkkulaðikaka Ingibjargar 20. janúar 2005 00:01 „Það er algjör snilld að geta kíkt á fallegar vörur á meðan maður bíður eftir teinu sínu. Ég kynntist þessu formi úti í Danmörku því ég fór oft á testofu þar. Ég drekk yfirleitt ekki te heima hjá mér en í Danmörku fór ég á kaffistofuna til að láta allt sem ég vildi eftir mér og var alls ekkert að spara. Þá fékk ég mér te og eitthvað sætt að borða því það passar rosalega vel saman," segir Ingibjörg Grétarsdóttir, eigandi Frú fiðrildis. Ingibjörg leggur áherslu á te og skonsur og býður einnig upp á pressukönnukaffi. "Ég er ekki með neina kaffivél þannig að ég býð bara upp á venjulegt, lífrænt kaffi. Síðan er ég alltaf með skonsur með sætu sítrónusmjöri og te en ég nota jurtir frá Te og kaffi. Ég er með svart, grænt, jurta og ávaxtate svo eitthvað sé nefnt. Síðan er ég oftast með franska súkkulaðiköku og hindberjapæ í boði en ég skipti þeim stundum út fyrir til dæmis hjónabandssælu." Rómantíkin er alls ráðandi í Frú fiðrildi en það er reyklaus testofa uppfull af gamaldags mublum. Tónlistin er líka gamaldags og blandar Ingibjörg saman dönskum stíl og frönskum sveitastíl. Vörurnar sem til sölu eru í testofunni eru frá Danmörku. Þar er hægt að kaupa allt frá kertum til skarts og selur Ingibjörg bara það sem henni líkar. "Ég kaupi mér aldrei dýra muni heldur leita alltaf í nokkrum búðum áður en ég finn eitthvað sem ég vil á góðu verði."Frönsk súkkulaðikaka Ingibjargar: 3 egg 100 g sykur eða hrásykur 100 g 70% súkkulaði 100 g brætt smjör 45 g hveiti eða spelt 1 tsk. vanillusykur Eggjum og sykri er hrært létt saman með gaffli - ekki stífþeytt. Súkkulaði og smjör er brætt saman og hellt rólega út í eggin og sykurinn. Þessu er blandað létt saman með gaffli eða sleif. Hveiti er bætt út í ásamt vanillusykri og hrært rólega með sleif. Sett í lítið, smurt form um það bil tuttugu sentímetra að stærð. Bakað við 175 °C í 15 til 25 mínútur eftir ofni. "Fólk verður svolítið að prufa sig áfram með ofninn. Hægt er að stinga hníf í miðjuna og ef ekkert af kökunni helst á honum þá er hún tilbúin. Mér finnst hún best klesst og blaut," segir Ingibjörg. Krem: 100 g suðusúkkulaði og 50 g smjör brætt saman. Hægt er að skreyta kökuna með kókos og einnig bæta hnetum eða möndlum við uppskriftina. "Þegar kremið er komið á finnst mér best að setja hana aðeins inn í ísskáp því þá stífnar kremið fyrr," segir Ingibjörg. Stefán Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Það er algjör snilld að geta kíkt á fallegar vörur á meðan maður bíður eftir teinu sínu. Ég kynntist þessu formi úti í Danmörku því ég fór oft á testofu þar. Ég drekk yfirleitt ekki te heima hjá mér en í Danmörku fór ég á kaffistofuna til að láta allt sem ég vildi eftir mér og var alls ekkert að spara. Þá fékk ég mér te og eitthvað sætt að borða því það passar rosalega vel saman," segir Ingibjörg Grétarsdóttir, eigandi Frú fiðrildis. Ingibjörg leggur áherslu á te og skonsur og býður einnig upp á pressukönnukaffi. "Ég er ekki með neina kaffivél þannig að ég býð bara upp á venjulegt, lífrænt kaffi. Síðan er ég alltaf með skonsur með sætu sítrónusmjöri og te en ég nota jurtir frá Te og kaffi. Ég er með svart, grænt, jurta og ávaxtate svo eitthvað sé nefnt. Síðan er ég oftast með franska súkkulaðiköku og hindberjapæ í boði en ég skipti þeim stundum út fyrir til dæmis hjónabandssælu." Rómantíkin er alls ráðandi í Frú fiðrildi en það er reyklaus testofa uppfull af gamaldags mublum. Tónlistin er líka gamaldags og blandar Ingibjörg saman dönskum stíl og frönskum sveitastíl. Vörurnar sem til sölu eru í testofunni eru frá Danmörku. Þar er hægt að kaupa allt frá kertum til skarts og selur Ingibjörg bara það sem henni líkar. "Ég kaupi mér aldrei dýra muni heldur leita alltaf í nokkrum búðum áður en ég finn eitthvað sem ég vil á góðu verði."Frönsk súkkulaðikaka Ingibjargar: 3 egg 100 g sykur eða hrásykur 100 g 70% súkkulaði 100 g brætt smjör 45 g hveiti eða spelt 1 tsk. vanillusykur Eggjum og sykri er hrært létt saman með gaffli - ekki stífþeytt. Súkkulaði og smjör er brætt saman og hellt rólega út í eggin og sykurinn. Þessu er blandað létt saman með gaffli eða sleif. Hveiti er bætt út í ásamt vanillusykri og hrært rólega með sleif. Sett í lítið, smurt form um það bil tuttugu sentímetra að stærð. Bakað við 175 °C í 15 til 25 mínútur eftir ofni. "Fólk verður svolítið að prufa sig áfram með ofninn. Hægt er að stinga hníf í miðjuna og ef ekkert af kökunni helst á honum þá er hún tilbúin. Mér finnst hún best klesst og blaut," segir Ingibjörg. Krem: 100 g suðusúkkulaði og 50 g smjör brætt saman. Hægt er að skreyta kökuna með kókos og einnig bæta hnetum eða möndlum við uppskriftina. "Þegar kremið er komið á finnst mér best að setja hana aðeins inn í ísskáp því þá stífnar kremið fyrr," segir Ingibjörg. Stefán
Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira