Ástandið í Írak ógnvekjandi 29. janúar 2005 00:01 Ástandið á götum Íraks er ógnvekjandi. Þar er í raun stríðsástand og byssuskot heyrast nánast hvert sem er farið. Þetta segir Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðarmaður sem er nýkominn frá Írak. Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem verið hafa í Írak frá því að stríðið þar hófst. Jón Ársæll var þar á ferð í vikunni ásamt Inga Ragnari Ingasyni myndatökumanni og hann segir ástandið eldfimt. Bandaríkjamenn séu undir daglegum, stöðugum árásum og fólk sé hrætt og taugaveiklað. Í Bagdad þar sem þeir félagar voru heyrast skothvellir nánast hvert sem farið er. Jón og Ingi voru á ferð með bandarískum hermönnum og bjuggu við sömu aðstæður og þeir. Í eyðimörkinni er ískalt á næturnar og heitt í sólinni yfir daginn. Þrátt fyrir ástandið segist Jón ekki hafa haft þá tilfinningu að hann væri í hættu. Aðspurður hvernig tilfinningin sé að vera á svona átakasvæði segir Jón það fyrst og fremst vera óöryggi. Þeir Ingi hafi hins vegar reynt að einbeita sér að verkefni sínu: að fylgjast með liðþjálfanum Steinunni Truesdale sem er frá Keflavík. Hún slasaðist í haust þegar bíll hennar varð fyrir sprengju og er að bíða eftir að komast heim. Jón segir fjölda augnablika sitja eftir í huga sér eftir ferðina. Ferðin heim hafi t.a.m. verið ævintýraleg því með í för hafi verið lík bandarísks hermanns sem fórst í vikunni og hermennirnir í vélinni hafi verið grátandi. Þáttur Jóns Ársæls um ferðina til Íraks er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Ástandið á götum Íraks er ógnvekjandi. Þar er í raun stríðsástand og byssuskot heyrast nánast hvert sem er farið. Þetta segir Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðarmaður sem er nýkominn frá Írak. Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem verið hafa í Írak frá því að stríðið þar hófst. Jón Ársæll var þar á ferð í vikunni ásamt Inga Ragnari Ingasyni myndatökumanni og hann segir ástandið eldfimt. Bandaríkjamenn séu undir daglegum, stöðugum árásum og fólk sé hrætt og taugaveiklað. Í Bagdad þar sem þeir félagar voru heyrast skothvellir nánast hvert sem farið er. Jón og Ingi voru á ferð með bandarískum hermönnum og bjuggu við sömu aðstæður og þeir. Í eyðimörkinni er ískalt á næturnar og heitt í sólinni yfir daginn. Þrátt fyrir ástandið segist Jón ekki hafa haft þá tilfinningu að hann væri í hættu. Aðspurður hvernig tilfinningin sé að vera á svona átakasvæði segir Jón það fyrst og fremst vera óöryggi. Þeir Ingi hafi hins vegar reynt að einbeita sér að verkefni sínu: að fylgjast með liðþjálfanum Steinunni Truesdale sem er frá Keflavík. Hún slasaðist í haust þegar bíll hennar varð fyrir sprengju og er að bíða eftir að komast heim. Jón segir fjölda augnablika sitja eftir í huga sér eftir ferðina. Ferðin heim hafi t.a.m. verið ævintýraleg því með í för hafi verið lík bandarísks hermanns sem fórst í vikunni og hermennirnir í vélinni hafi verið grátandi. Þáttur Jóns Ársæls um ferðina til Íraks er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira