Ingibjörg Sólrún hefur vinninginn 3. febrúar 2005 00:01 Fyrsti áfangi kapphlaups þeirra Össurar Skarphéðinssonar formanns Samfylkingarinnar og Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur varaformanns um formannsstólinn í Samfylkingunni er hafinn fyrir alvöru. Með birtingu á niðurstöðum í skoðanakönnun Fréttablaðsins um afstöðu kjósenda til þeirra má segja að fyrsti spretturinn sé að baki. Eins og fram kemur í könnuninni sem gerð var í fyrrakvöld, þá hefur Ingibjörg Sólrún umtalsvert forskot á Össur nú í upphafi kapphlaupsins. Bæði hafa þau verið töluvert í fjölmiðlum að undanförnu og í umræðunni. Hér í blaðinu hafa verið birt löng viðtöl við þau hvort í sínu lagi þar sem þau hafa lýst viðhorfum sínum til ýmissa mála, en ekki hefur komið fram hjá þeim verulegur skoðanamunur um einstök mál. Þá hafa fylgismenn þeirra verið duglegir við að reka áróður fyrir þau, þannig að þau standa jafnt að vígi hvað það snertir. Össur nýtur þess að vera formaður og á því oft á tíðum greiðari leið í fjölmiðla vegna ýmissa mála sem eru efst á baugi í þjóðfélaginu hverju sinni, en það virðist ekki duga honum í kapphlaupinu við Ingibjörgu Sólrúnu. Fyrsti sameiginlegi fundur þeirra Ingibjargar og Össurar átti að vera á Akureyri um helgina, en af einhverjum ástæðum komst aðeins Össur á fundinn í fylgd Kristjáns Möller, þingmanns Samfylkingarinnar, en Ingibjörg sat eftir í Reykjavík. Kannski er þetta einkennandi fyrir ástandið í Samfylkingunni að menn neyta allra bragða til að hygla sínum. Að vísu var ávarp varaformannsins lesið upp á fundinum og Össur lét klappa fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Í könnun Fréttablaðsins tóku á sjöunda hundrað manns afstöðu til spurningarinnar: "Hver telur þú að verði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi?" Um tveir þriðju aðspurðra völdu Ingibjörgu Sólrúnu og einn þriðji Össur. Þess ber að geta að spurningin var lögð fyrir fólk úr öllum flokkum, karla og konur um land allt. Kosning formanns Samfylkingarinnar er bundin við félaga í flokknum, og hafa um fjórtán þúsund manns kosningarétt. Ef aðeins eru teknir þeir sem fylgja Samfylkingunni að málum í könnuninni, kemur í ljós að þar eru yfirburðir Ingibjargar Sólrúnar enn meiri, en þá ber þess að geta að úrtakið er orðið mjög lítið, og því ekki eins marktækt. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, þarf nú að gera það upp við sig hvort hann ætlar að berjast áfram eða hreinlega afhenda Ingibjörgu Sólrúnu formannsstólinn. Enn er að vísu langt í landsfundinn sem ráðgert er að halda síðari hluta maímánaðar og margt getur gerst á þeim tíma, en skynsamlegast virðist fyrir Samfylkinguna að fara að ráði ungu þingmannanna sem lagt hafa til að fundinum verði flýtt, svo óvissunni um næsta formann flokksins verði eytt sem fyrst þannig að flokkurinn geti óskiptur haldið áfram að kljást við stjórnarflokkana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Fyrsti áfangi kapphlaups þeirra Össurar Skarphéðinssonar formanns Samfylkingarinnar og Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur varaformanns um formannsstólinn í Samfylkingunni er hafinn fyrir alvöru. Með birtingu á niðurstöðum í skoðanakönnun Fréttablaðsins um afstöðu kjósenda til þeirra má segja að fyrsti spretturinn sé að baki. Eins og fram kemur í könnuninni sem gerð var í fyrrakvöld, þá hefur Ingibjörg Sólrún umtalsvert forskot á Össur nú í upphafi kapphlaupsins. Bæði hafa þau verið töluvert í fjölmiðlum að undanförnu og í umræðunni. Hér í blaðinu hafa verið birt löng viðtöl við þau hvort í sínu lagi þar sem þau hafa lýst viðhorfum sínum til ýmissa mála, en ekki hefur komið fram hjá þeim verulegur skoðanamunur um einstök mál. Þá hafa fylgismenn þeirra verið duglegir við að reka áróður fyrir þau, þannig að þau standa jafnt að vígi hvað það snertir. Össur nýtur þess að vera formaður og á því oft á tíðum greiðari leið í fjölmiðla vegna ýmissa mála sem eru efst á baugi í þjóðfélaginu hverju sinni, en það virðist ekki duga honum í kapphlaupinu við Ingibjörgu Sólrúnu. Fyrsti sameiginlegi fundur þeirra Ingibjargar og Össurar átti að vera á Akureyri um helgina, en af einhverjum ástæðum komst aðeins Össur á fundinn í fylgd Kristjáns Möller, þingmanns Samfylkingarinnar, en Ingibjörg sat eftir í Reykjavík. Kannski er þetta einkennandi fyrir ástandið í Samfylkingunni að menn neyta allra bragða til að hygla sínum. Að vísu var ávarp varaformannsins lesið upp á fundinum og Össur lét klappa fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Í könnun Fréttablaðsins tóku á sjöunda hundrað manns afstöðu til spurningarinnar: "Hver telur þú að verði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi?" Um tveir þriðju aðspurðra völdu Ingibjörgu Sólrúnu og einn þriðji Össur. Þess ber að geta að spurningin var lögð fyrir fólk úr öllum flokkum, karla og konur um land allt. Kosning formanns Samfylkingarinnar er bundin við félaga í flokknum, og hafa um fjórtán þúsund manns kosningarétt. Ef aðeins eru teknir þeir sem fylgja Samfylkingunni að málum í könnuninni, kemur í ljós að þar eru yfirburðir Ingibjargar Sólrúnar enn meiri, en þá ber þess að geta að úrtakið er orðið mjög lítið, og því ekki eins marktækt. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, þarf nú að gera það upp við sig hvort hann ætlar að berjast áfram eða hreinlega afhenda Ingibjörgu Sólrúnu formannsstólinn. Enn er að vísu langt í landsfundinn sem ráðgert er að halda síðari hluta maímánaðar og margt getur gerst á þeim tíma, en skynsamlegast virðist fyrir Samfylkinguna að fara að ráði ungu þingmannanna sem lagt hafa til að fundinum verði flýtt, svo óvissunni um næsta formann flokksins verði eytt sem fyrst þannig að flokkurinn geti óskiptur haldið áfram að kljást við stjórnarflokkana.