Til varnar blaðamönnum 13. október 2005 15:31 Um síðustu helgi birtist hér í Fréttablaðinu athyglisverð grein eftir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Greinin var nokkurs konar ritdómur um áramótaannál sem Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifaði fyrir Fréttablaðið um helstu atburði síðasta árs þar sem Davíð Oddsson og fjölmiðlamálið komu meðal annars mjög við sögu. Fannst Kára lítill sómi að annál Hallgríms og færði ýmis rök fyrir þeirri skoðun sinni. Grein Kára var um margt bráðskemmtilegt innlegg í umræðu dagsins, sérstaklega þegar haft er á bak við eyrað að hann er í þeirri óvenjulegu stöðu að teljast til eins af einkavinum Davíðs Oddssonar en að hafa jafnframt tekið þá ákvörðun á sínum tíma að kaupa hlut í fjölmiðlafyrirtæki sem þessi sami vinur hefur lengi haft á opinbera andúð. Nú er Kári að vísu ekki lengur hluthafi í fyrirtækinu sem gefur út Fréttablaðið og rekur Stöð 2, en hann var í hluthafahópnum þegar átökin um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddsonar stóðu sem hæst á síðasta ári. Og um þau hatrömmu átök hafði Kári þetta að segja í grein sinni: "Það er svo önnur spurning hvers vegna fjölmiðlafrumvarpið var svona óvinsælt. Ein ástæðan er vafalaust sú að frumvarpið var meingallað, önnur að Davíð rak málið af óbilgirni og smekkleysi og sú þriðja sem vegur ekki minnst er sá linnulausi áróður sem ákveðnir fjölmiðlar ráku gegn frumvarpinu. Þetta var áróður af því magni og þunga að hann hefði sjálfsagt nægt til að breyta fjalli og er í sjálfu sér ástæða þess að sett séu lög um fjölmiðla á Íslandi í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þeir beygli heimsmynd þjóðarinnar til þess að þjóna þröngum hagsmunum fárra." Það eru vonbrigði að Kári Stefánsson setji á prent viðlíka fullyrðingar og koma fram í þriðja lið þessarar tilvitnunar og full ástæða til þess að rísa upp til varnar íslenskum blaðamönnum. Með því að segja að þörf sé á lögum um fjölmiðla svo þeir geti ekki þjónað "þröngum hagsmunum fárra" lætur Kári liggja að því að íslensk blaðamannastétt meti meira hagsmuni þeirra sem eiga fjölmiðlana en eigin prinsipp. Þetta er gróf móðgun sem ekki er hægt að sitja þegjandi undir. En þetta er svo sem ekki ný skoðun sem birtist í orðum Kára. Ýmsir stjórnmálamenn hafa lengi haldið álíka málflutningi á lofti. Stjórnmálamönnunum er hins vegar ákveðin vorkunn þar sem þeir falla í þá gryfju að halda að vinnuumhverfið á fjölmiðlum sé eins og þeirra þar sem þeir mega eiga von á því að þurfa að kyngja eigin sannfæringu þegar hún rekst á flokkslínuna, eða eiga ella yfir höfði sér andúð flokksfélaganna eða jafnvel útskúfun. Kæri Kári, ég get fullyrt að íslenskir blaðamenn eru almennt sjálfstæðari en íslenskir þingmenn sem virðast sumir hverjir ekki víla fyrir sér að styðja mál sér þvert um geð til þess að geta spilað með sínu liði. Ekki ætla okkur blaðamönnum slíkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun
Um síðustu helgi birtist hér í Fréttablaðinu athyglisverð grein eftir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Greinin var nokkurs konar ritdómur um áramótaannál sem Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifaði fyrir Fréttablaðið um helstu atburði síðasta árs þar sem Davíð Oddsson og fjölmiðlamálið komu meðal annars mjög við sögu. Fannst Kára lítill sómi að annál Hallgríms og færði ýmis rök fyrir þeirri skoðun sinni. Grein Kára var um margt bráðskemmtilegt innlegg í umræðu dagsins, sérstaklega þegar haft er á bak við eyrað að hann er í þeirri óvenjulegu stöðu að teljast til eins af einkavinum Davíðs Oddssonar en að hafa jafnframt tekið þá ákvörðun á sínum tíma að kaupa hlut í fjölmiðlafyrirtæki sem þessi sami vinur hefur lengi haft á opinbera andúð. Nú er Kári að vísu ekki lengur hluthafi í fyrirtækinu sem gefur út Fréttablaðið og rekur Stöð 2, en hann var í hluthafahópnum þegar átökin um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddsonar stóðu sem hæst á síðasta ári. Og um þau hatrömmu átök hafði Kári þetta að segja í grein sinni: "Það er svo önnur spurning hvers vegna fjölmiðlafrumvarpið var svona óvinsælt. Ein ástæðan er vafalaust sú að frumvarpið var meingallað, önnur að Davíð rak málið af óbilgirni og smekkleysi og sú þriðja sem vegur ekki minnst er sá linnulausi áróður sem ákveðnir fjölmiðlar ráku gegn frumvarpinu. Þetta var áróður af því magni og þunga að hann hefði sjálfsagt nægt til að breyta fjalli og er í sjálfu sér ástæða þess að sett séu lög um fjölmiðla á Íslandi í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þeir beygli heimsmynd þjóðarinnar til þess að þjóna þröngum hagsmunum fárra." Það eru vonbrigði að Kári Stefánsson setji á prent viðlíka fullyrðingar og koma fram í þriðja lið þessarar tilvitnunar og full ástæða til þess að rísa upp til varnar íslenskum blaðamönnum. Með því að segja að þörf sé á lögum um fjölmiðla svo þeir geti ekki þjónað "þröngum hagsmunum fárra" lætur Kári liggja að því að íslensk blaðamannastétt meti meira hagsmuni þeirra sem eiga fjölmiðlana en eigin prinsipp. Þetta er gróf móðgun sem ekki er hægt að sitja þegjandi undir. En þetta er svo sem ekki ný skoðun sem birtist í orðum Kára. Ýmsir stjórnmálamenn hafa lengi haldið álíka málflutningi á lofti. Stjórnmálamönnunum er hins vegar ákveðin vorkunn þar sem þeir falla í þá gryfju að halda að vinnuumhverfið á fjölmiðlum sé eins og þeirra þar sem þeir mega eiga von á því að þurfa að kyngja eigin sannfæringu þegar hún rekst á flokkslínuna, eða eiga ella yfir höfði sér andúð flokksfélaganna eða jafnvel útskúfun. Kæri Kári, ég get fullyrt að íslenskir blaðamenn eru almennt sjálfstæðari en íslenskir þingmenn sem virðast sumir hverjir ekki víla fyrir sér að styðja mál sér þvert um geð til þess að geta spilað með sínu liði. Ekki ætla okkur blaðamönnum slíkt.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun