Um 55% bóta eftir læknismeðferð 10. febrúar 2005 00:01 Um 55 prósent bótamála sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var," eins og Una Björk Ómarsdóttir orðar það á vef TR. Af þeim málum sem samþykkt voru bótaskyld samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu 2001 - 2004 féllu 42 undir ofangreindan flokk en 35 undir að "um væri að ræða fylgikvilla meðferðar sem ekki hefði verið hægt að komast hjá." Flest málanna vörðuðu bæklunarskurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu TR 2001 - 2004 um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði vegna fjölda bótamála eftir læknismeðferð að þessi mál væri ekki hægt að flokka á einu bretti undir læknamistök þar sem grunur léki á stórkostlegri vanrækslu heilbrigðisstarfsmanns í starfi og jafnvel málshöfðun. Þarna væri spurningin um bætur vegna þess að meðferð hefði eftir á að hyggja getað verið öðruvísi og hugsanlegt að hlutirnir hefðu komið betur út. Í einstökum tilvikum gætu einstaklingar leitað bæði til TR og landlæknisembættisins með mál sín, en það væri ekki algilt. Lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001 og samkvæmt þeim eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Alls bárust Tryggingastofnun 84 umsóknir árið 2004 og voru 45 þeirra samþykktar, en 39 synjað. Heildarbótagreiðslur námu ríflega 37 milljónum króna. Tryggingastofnun gagnrýnir að hámark bóta sé ekki hærra en raun ber vitni, en það er tæpar 5,7 milljónir króna. Þetta þýði að þeir sem verði fyrir miklu tjóni fái það ekki bætt að fullu, en hinir sem verði fyrir minna tjóni fái það að fullu bætt. HEILDARBÓTAGREIÐSLUR 2001 76.268 2002 1.507.056 2003 11.596.014 2004 37.634.679 Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Um 55 prósent bótamála sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var," eins og Una Björk Ómarsdóttir orðar það á vef TR. Af þeim málum sem samþykkt voru bótaskyld samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu 2001 - 2004 féllu 42 undir ofangreindan flokk en 35 undir að "um væri að ræða fylgikvilla meðferðar sem ekki hefði verið hægt að komast hjá." Flest málanna vörðuðu bæklunarskurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu TR 2001 - 2004 um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði vegna fjölda bótamála eftir læknismeðferð að þessi mál væri ekki hægt að flokka á einu bretti undir læknamistök þar sem grunur léki á stórkostlegri vanrækslu heilbrigðisstarfsmanns í starfi og jafnvel málshöfðun. Þarna væri spurningin um bætur vegna þess að meðferð hefði eftir á að hyggja getað verið öðruvísi og hugsanlegt að hlutirnir hefðu komið betur út. Í einstökum tilvikum gætu einstaklingar leitað bæði til TR og landlæknisembættisins með mál sín, en það væri ekki algilt. Lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001 og samkvæmt þeim eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Alls bárust Tryggingastofnun 84 umsóknir árið 2004 og voru 45 þeirra samþykktar, en 39 synjað. Heildarbótagreiðslur námu ríflega 37 milljónum króna. Tryggingastofnun gagnrýnir að hámark bóta sé ekki hærra en raun ber vitni, en það er tæpar 5,7 milljónir króna. Þetta þýði að þeir sem verði fyrir miklu tjóni fái það ekki bætt að fullu, en hinir sem verði fyrir minna tjóni fái það að fullu bætt. HEILDARBÓTAGREIÐSLUR 2001 76.268 2002 1.507.056 2003 11.596.014 2004 37.634.679
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira