Ólögmæt handtaka á mótmælanda 17. febrúar 2005 00:01 Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu. Þann 15. júní árið 2002 var Einar Örn Eiðsson handtekinn við Geysi í Haukadal ásamt þremur félögum sínum. Þeir höfðu unnið sér það til saka að taka þátt í mótmælum vegna komu Kínaforseta til landsins. Mótmælin voru vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda gegn meðlimum Falun Gong. Mennirnir voru handteknir laust fyrir klukkan þrjú síðdegis, þeir settir inn í lögreglubíl og ekið á brott frá Geysi. Þeim var sleppt fimm stundarfjórðungum síðar. Í dóminum segir að mennirnir hafi verið á þeim stað sem mótmælendum var ætlað þegar handtakan fór fram, þeir hafi ekki brotið fyrirmæli lögreglunnar, enda engin fengið, og var handtakan gerð umsvifalaust og án nokkurs fyrirvara. Dómurinn segir að handtaka og frelsissvipting sé alvarleg aðgerð gegn persónu manna og að hana beri að forðast í lengstu lög. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og því hafi lögreglan með handtökunni brotið gegn lögum. Einar Örn fékk símtal og þrjú ógnandi sms-skilaboð úr síma lögreglumanns nokkrum dögum eftir handtökuna. Sá lögreglumaður þrætti fyrir það fyrir dómi að standa á bak við sendingarnar. Dóminum þótti skilaboðin þó þess efnis að þau hljóti að hafa verið send af lögreglumanni, hver svo sem hann hefur verið, eins og segir í dómi Héraðsdóms. Einar Örn segist telja að dómurinn komi til með að hafa fordæmisgildi um vinnubrögð lögreglunnar í framtíðinni.- Einari voru dæmdar 90 þúsund krónur í skaðabætur og segist hann ætla að láta það fé renna til einhvers góðs málefnis. Þrír félagar Einars sem handteknir voru við sama tækifæri höfðuðu einnig mál vegna ólögmætrar handtöku og frelsissviptingar og segir lögmaður þeirra, Sigríður Rut Júlíusdóttir, allar líkur að þeir fái einnig bætur frá ríkinu því niðurstöður í einu máli gefi forsendur fyrir því að samkomulag á svipuðum nótum náist í hinum málunum. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu. Þann 15. júní árið 2002 var Einar Örn Eiðsson handtekinn við Geysi í Haukadal ásamt þremur félögum sínum. Þeir höfðu unnið sér það til saka að taka þátt í mótmælum vegna komu Kínaforseta til landsins. Mótmælin voru vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda gegn meðlimum Falun Gong. Mennirnir voru handteknir laust fyrir klukkan þrjú síðdegis, þeir settir inn í lögreglubíl og ekið á brott frá Geysi. Þeim var sleppt fimm stundarfjórðungum síðar. Í dóminum segir að mennirnir hafi verið á þeim stað sem mótmælendum var ætlað þegar handtakan fór fram, þeir hafi ekki brotið fyrirmæli lögreglunnar, enda engin fengið, og var handtakan gerð umsvifalaust og án nokkurs fyrirvara. Dómurinn segir að handtaka og frelsissvipting sé alvarleg aðgerð gegn persónu manna og að hana beri að forðast í lengstu lög. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og því hafi lögreglan með handtökunni brotið gegn lögum. Einar Örn fékk símtal og þrjú ógnandi sms-skilaboð úr síma lögreglumanns nokkrum dögum eftir handtökuna. Sá lögreglumaður þrætti fyrir það fyrir dómi að standa á bak við sendingarnar. Dóminum þótti skilaboðin þó þess efnis að þau hljóti að hafa verið send af lögreglumanni, hver svo sem hann hefur verið, eins og segir í dómi Héraðsdóms. Einar Örn segist telja að dómurinn komi til með að hafa fordæmisgildi um vinnubrögð lögreglunnar í framtíðinni.- Einari voru dæmdar 90 þúsund krónur í skaðabætur og segist hann ætla að láta það fé renna til einhvers góðs málefnis. Þrír félagar Einars sem handteknir voru við sama tækifæri höfðuðu einnig mál vegna ólögmætrar handtöku og frelsissviptingar og segir lögmaður þeirra, Sigríður Rut Júlíusdóttir, allar líkur að þeir fái einnig bætur frá ríkinu því niðurstöður í einu máli gefi forsendur fyrir því að samkomulag á svipuðum nótum náist í hinum málunum.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira