Var ekki að meika það 19. febrúar 2005 00:01 Aðalsteinn náði frábærum árangri með kvennalið ÍBV síðasta vetur. Gerði liðið að Íslandsmeisturum og komst einnig í undanúrslit í Evrópukeppni. Þessi frábæri árangur opnaði dyrnar fyrir hann í Þýskalandi og úr varð að hann tók við liði Weibern sem kemur frá 1500 manna smábæ. Lífið í Þýskalandi hefur ekki verið neinn dans á rósum. Weibern er búið að verma botnsæti deildarinnar í allan vetur og lítið annað en fall blasir við liðinu. Jafnvel þótt liðið haldi sæti sínu þá mun það líklega verða dæmt niður sökum fjárhagsvandræða. "Það er frekar erfitt ástandið hérna. Það hefur enginn fengið laun í tæpa þrjá mánuði og á þriðjudag skýrist hvort félagið verði keyrt í gjaldþrot. Staðan er ekki góð og félagið vantar rúmar fimm milljónir króna til þess að klára tímabilið," sagði Aðalsteinn og bætti við að félagið ætli sér niður þar sem það hefur hreinlega ekki efni á því að spila í úrvalsdeildinni. Aðalsteinn hefur sett félaginu afarkosti. Annað hvort greiði það honum það sem hann á inni fyrir 26. febrúar eða hann fer heim með fyrstu vél. "Mér finnst miður að þurfa að gera þetta því mig langar mikið til þess að klára tímabilið. En á móti kemur að maður lifir ekki á loftinu einu saman. Sem betur fer átti ég varasjóð en hann fer að tæmast," sagði Aðalsteinn sem er með frekar þunnskipaðan hóp þar sem stjórn félagsins hefur rekið þrjá leikmenn frá félaginu. Eftir standa ellefu stelpur og vinna Aðalsteins því mjög erfið. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sér hann ekki eftir því að hafa farið út. "Þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa og ég lagði allt undir. Eftir að hafa kynnst þessu umhverfi þar sem annað hvert félag er í fjárhagsvandræðum þá hef ég hvorki löngun né vilja til þess að vera hér áfram. Það er ekki gott að lifa í umhverfi þar sem er stanslaus óvissa með laun. Þetta er engu að síður búin að vera fín reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekki verið að meika það," sagði Aðalsteinn léttur og hló. Hann stefnir á að hefja nám í lögfræði næsta vetur og samhliða því mun hann þjálfa kvennalið FH. "Ég er búinn að vera í viðræðum við FH síðustu vikur og málið er frágengið af minni hálfu," sagði Aðalsteinn en Sæmundur Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki staðfesta að hann væri búinn að ráða Aðalstein en bjóst við að tilkynna ráðningu hans eftir helgi. Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Sjá meira
Aðalsteinn náði frábærum árangri með kvennalið ÍBV síðasta vetur. Gerði liðið að Íslandsmeisturum og komst einnig í undanúrslit í Evrópukeppni. Þessi frábæri árangur opnaði dyrnar fyrir hann í Þýskalandi og úr varð að hann tók við liði Weibern sem kemur frá 1500 manna smábæ. Lífið í Þýskalandi hefur ekki verið neinn dans á rósum. Weibern er búið að verma botnsæti deildarinnar í allan vetur og lítið annað en fall blasir við liðinu. Jafnvel þótt liðið haldi sæti sínu þá mun það líklega verða dæmt niður sökum fjárhagsvandræða. "Það er frekar erfitt ástandið hérna. Það hefur enginn fengið laun í tæpa þrjá mánuði og á þriðjudag skýrist hvort félagið verði keyrt í gjaldþrot. Staðan er ekki góð og félagið vantar rúmar fimm milljónir króna til þess að klára tímabilið," sagði Aðalsteinn og bætti við að félagið ætli sér niður þar sem það hefur hreinlega ekki efni á því að spila í úrvalsdeildinni. Aðalsteinn hefur sett félaginu afarkosti. Annað hvort greiði það honum það sem hann á inni fyrir 26. febrúar eða hann fer heim með fyrstu vél. "Mér finnst miður að þurfa að gera þetta því mig langar mikið til þess að klára tímabilið. En á móti kemur að maður lifir ekki á loftinu einu saman. Sem betur fer átti ég varasjóð en hann fer að tæmast," sagði Aðalsteinn sem er með frekar þunnskipaðan hóp þar sem stjórn félagsins hefur rekið þrjá leikmenn frá félaginu. Eftir standa ellefu stelpur og vinna Aðalsteins því mjög erfið. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sér hann ekki eftir því að hafa farið út. "Þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa og ég lagði allt undir. Eftir að hafa kynnst þessu umhverfi þar sem annað hvert félag er í fjárhagsvandræðum þá hef ég hvorki löngun né vilja til þess að vera hér áfram. Það er ekki gott að lifa í umhverfi þar sem er stanslaus óvissa með laun. Þetta er engu að síður búin að vera fín reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekki verið að meika það," sagði Aðalsteinn léttur og hló. Hann stefnir á að hefja nám í lögfræði næsta vetur og samhliða því mun hann þjálfa kvennalið FH. "Ég er búinn að vera í viðræðum við FH síðustu vikur og málið er frágengið af minni hálfu," sagði Aðalsteinn en Sæmundur Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki staðfesta að hann væri búinn að ráða Aðalstein en bjóst við að tilkynna ráðningu hans eftir helgi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum