Hundar í leikskóla 24. febrúar 2005 00:01 Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu. Það var líf of fjör þegar fréttastofan leit inn á leikskólann Voffaborg enda eigendurnir fjarri góðu gamni. Sautján leikskólabörn voru á leikskólanum og undu þar glöð við sinn hag við leik og störf. Leikskólinn sem tók til starfa í nóvember er gríðarlega vinsæll enda sá eini sinnar tegundar í borginni. Gunnar Ísdal Pétursson, hundafóstra og stofnandi leikskólans, segir að leikskólinn sé ekkert ósvipaður venjulegum leikskóla fyrir utan það að þennan sæki hundar. Komið sé með hundana á morgnana og svo sé haft ofan af fyrir þeim á daginn. Aðspurður hvernig hugmyndin hafi vaknað segir Gunnar að hann hafi fengið hana og bendir á hundaleikskólar séu til erlendis. Hundahótel hafi verið starfrækt í húsnæði leikskólans en minna hafi verið að gera á veturna. Þá hafi hann vitað að fjölmargir hundar væru einir heima á meðan eigendur þeirra væru í vinnunni. Aðspurður hvernig hundunum líki á Voffaborg segir Gunnar að þeim líði frábærlega. Voffaborg er fjölmenningarlegur leikskóli. Kisur eru nefnilega líka velkomnar og jafnvel önnur gæludýr. Gunnar segir að páfagaukar komi í skólann rétt fyrir páska en hann efist um að þeir verði eingöngu í daggæslu heldur verði þeirra gætt á meðan eigendurnir séu í fríi. Gunnar hefur alið allan sinn aldur umkringdur hinu fjölbreytilegasta dýralífi, fyrst sem sveitadrengur og síðan sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Hann segist hafa þurft að hætta þar vegna ofnæmis fyrir dýrum en hann láti sig engu að síður hafa það að reka leikskólann. Tilveran Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu. Það var líf of fjör þegar fréttastofan leit inn á leikskólann Voffaborg enda eigendurnir fjarri góðu gamni. Sautján leikskólabörn voru á leikskólanum og undu þar glöð við sinn hag við leik og störf. Leikskólinn sem tók til starfa í nóvember er gríðarlega vinsæll enda sá eini sinnar tegundar í borginni. Gunnar Ísdal Pétursson, hundafóstra og stofnandi leikskólans, segir að leikskólinn sé ekkert ósvipaður venjulegum leikskóla fyrir utan það að þennan sæki hundar. Komið sé með hundana á morgnana og svo sé haft ofan af fyrir þeim á daginn. Aðspurður hvernig hugmyndin hafi vaknað segir Gunnar að hann hafi fengið hana og bendir á hundaleikskólar séu til erlendis. Hundahótel hafi verið starfrækt í húsnæði leikskólans en minna hafi verið að gera á veturna. Þá hafi hann vitað að fjölmargir hundar væru einir heima á meðan eigendur þeirra væru í vinnunni. Aðspurður hvernig hundunum líki á Voffaborg segir Gunnar að þeim líði frábærlega. Voffaborg er fjölmenningarlegur leikskóli. Kisur eru nefnilega líka velkomnar og jafnvel önnur gæludýr. Gunnar segir að páfagaukar komi í skólann rétt fyrir páska en hann efist um að þeir verði eingöngu í daggæslu heldur verði þeirra gætt á meðan eigendurnir séu í fríi. Gunnar hefur alið allan sinn aldur umkringdur hinu fjölbreytilegasta dýralífi, fyrst sem sveitadrengur og síðan sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Hann segist hafa þurft að hætta þar vegna ofnæmis fyrir dýrum en hann láti sig engu að síður hafa það að reka leikskólann.
Tilveran Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið