Draumar um virðingu sjálfsagðir 1. mars 2005 00:01 "Draumar smáþjóða um að hafa virðingu heimsins eru eðlilegir og sjálfsagðir. Á sama tíma verðum við að átta okkur á því að ekki er sama hvernig við látum þá rætast," sagðir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergs, um þá stefnu stjórnvalda að Ísland taki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2007. Auk Einars Odds fluttu erindi Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. Jónína og Steingrímur voru sammála um að Íslendingar gætu látið gott af sér leiða í samfélagi þjóðanna innan vettvangs öryggisráðsins. Einar Oddur hélt því fram að kostnaður Íslendinga við kosningabaráttuna sem fram fer til sætis í öryggisráðinu væri allt að milljarði króna. "Ég vona að íslenska ríkisstjórnin endurmeti þessa ákvörðun í haust líkt og stefnt er að. Það er ekkert launungarmál að ég tel enga möguleika á því að við verðum kjörin í þetta sæti. Ég býst við því að við fáum fjögur atkvæði plús okkar eigin," sagði Einar Oddur og vísaði með því í Norðurlandaþjóðirnar. Steingrímur sagðist ekki andvígur áformum Íslendinga. "Ég er ekki andvígur því að Ísland axli ábyrgð sem fullvalda þjóð með eðlilegan metnað og sjálfstraust til að taka sæti í öryggisráðinu. Ég tel við eigum möguleika á að ná sæti og er því ekki jafnsvartsýnn og Einar Oddur," sagði Steingrímur. Kostnaður legið fyrir frá upphafi Jónína sagði að það hafi legið fyrir frá upphafi fyrir að kostnaðurinn við framboðið og við sæti í öryggisráðinu yrði mun meiri en kostnaðurinn við það sem áður hefur verið ráðist í á vettvangi utanríkismála. "Ríkisstjórnin horfðist í augu við þetta og tók eftir sem áður þá formlegu ákvörðun 1998 að sækjast eftir sætinu og lýsti síðan ákvörðuninni formlega yfir við aðildarríkin haustið 2003," sagði Jónína. Einar Oddur hélt því fram að þegar íslenska ríkisstjórnin tók ákvörðun um að sækjast eftir sæti trúði hún því að við yrðum sjálfkjörin, því einungis Austurríkismenn ætluðu sér að gera slíkt hið sama. "Viðhorfið gjörbreyttist þegar Tyrkir gáfu kost á sér og sækja þeir það mjög hart. Tyrkir gegna í lykilhlutverki í heiminum gagnvart þeim hættum sem að okkur steðja. Tyrkland er hluti hins vestræna heims. Þeir hafa hins vegar tengsl við íslamskar þjóðir sem fá önnur vestræn ríki geta státað sig af. Tengslin milli kristinna manna og íslamstrúarmanna í heiminum verða að taka sinnaskiptum. Við getum haft fullan sóma af því að styðja Tyrki til að gegna þessu starfi í öryggisráðinu," sagði Einar Oddur. Jónína vísaði þessu alfarið á bug. Hún benti á að árið 1998, þegar ákvkörðunin var tekin, hafi það ekki legið fyrir við hverja yrði keppt. "Ákvörðunin byggði ekki á því að við fengjum sæti sjálfkrafa. Nú er hins vegar framundan mjög erfið kosningabarátta meðal aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna, ef við höldum áfram," sagði Jónína. "Ákvörðunin er liður í þeirri viðleitni íslenskra stjórnvalda að sækjast eftir meiri ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi," sagði Jónína og vitnaði í ritstjórnargrein Morgunblaðsins. "Hún er einnig liður í því annars vegar að vega upp á móti missi á hernaðarlegu mikilvægi landsins, sem var á sínum tíma ákveðin trygging fyrir því að hagsmuna okkar væri gætt og hins vegar kemur hún til vegna þess að við erum sannarlega orðin ein ríkasta þjóð heims og eðlilegt að til okkar séu gerðar kröfur til samræmis við það," sagði Jónína Eigum auðvelt með að afla okkur sóma Einar Oddur sagði að Ísland hefði þann bakgrunn og sögu gagnvart lýðræðishefðum og mannréttindum að við ættum auðvelt með að afla okkur sóma og sýna fram á að hér sé heilsteypt þjóð sem geti og vilji vera öðru fólki að gagni. "Við höfum mjög öflugt lið á að skipa en við eigum ekki að beita því vegna metnaðar aðar okkar, það er misskiliningur. Metnaður okkar á að liggja í því að vinnubrögð okkar séu til sóma," sagði hann og ítrekaði að hann teldi að við ættum að draga framboð okkar til baka og styðja Tyrki, heiminum til framdráttar, en ekki okkur sjálfum. Steingrímur minnti á það að öryggisráðið væri sú stofnun sem sigurvegarar síðari heimstyrjaldarinnar hafi stofnað og því endurspegli ráðið valdahlutföll í heiminum fyrir síðari heimsstyrjöld. "Það útskýrir að þjóðir á borð við Frakka fari með neitunarvald í ráðinu en ekki til að mynda Japanir, með stærsta efnahagskerfi heimsins, eða Indverjar, ein fjölmennasta þjóð heims. Þetta hefur leitt til þess að mikil umræða hefur spunnist um að endurskipuleggja þurfi öryggisráðið. Ef við viljum fá sæti í ráðinu verðum við að vera meðvituð um hvernig málin þróast, hvernig öryggisráðið breytist og móta stefnu okkar í þeim efnum," sagði hann. Boðberar friðar og mannréttinda Steingrímur spurði þeirrar spurningar hvort æskilegt væri að fara inn í öryggisráðið nú við þessar aðstæður eða hvort betra væri að sjá til hverjar breytingarnar á því verði. Hann sagði að fyrirvarar sínir varðandi setu íslendinga í öryggisráðinu væru nokkrir. "Að sjálfsögðu skiptir kostnaðurinn máli. Hann er ekki verjandi í ljósi þess hve mikil þörf er fyrir peninga í alþjóðlegu þróunarstarfi eða jafnvel hér heima við," sagði hann. Þá sagði Steingrímur að mikilvægt væri að tryggja það að Ísland ætti sæti í öryggisráðinu á eigin forsendum, með sjálfstæða, óháða stefnu. "Við eigum að vera boðberar friðar og mannréttinda með áherslu á lýðræðislega og lögmæta stjórnarhætti í alþjóðasamstarfinu. Aðeins þannig getur smáþjóð eins og Ísland haft eitthvað að segja," sagði Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
"Draumar smáþjóða um að hafa virðingu heimsins eru eðlilegir og sjálfsagðir. Á sama tíma verðum við að átta okkur á því að ekki er sama hvernig við látum þá rætast," sagðir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergs, um þá stefnu stjórnvalda að Ísland taki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2007. Auk Einars Odds fluttu erindi Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. Jónína og Steingrímur voru sammála um að Íslendingar gætu látið gott af sér leiða í samfélagi þjóðanna innan vettvangs öryggisráðsins. Einar Oddur hélt því fram að kostnaður Íslendinga við kosningabaráttuna sem fram fer til sætis í öryggisráðinu væri allt að milljarði króna. "Ég vona að íslenska ríkisstjórnin endurmeti þessa ákvörðun í haust líkt og stefnt er að. Það er ekkert launungarmál að ég tel enga möguleika á því að við verðum kjörin í þetta sæti. Ég býst við því að við fáum fjögur atkvæði plús okkar eigin," sagði Einar Oddur og vísaði með því í Norðurlandaþjóðirnar. Steingrímur sagðist ekki andvígur áformum Íslendinga. "Ég er ekki andvígur því að Ísland axli ábyrgð sem fullvalda þjóð með eðlilegan metnað og sjálfstraust til að taka sæti í öryggisráðinu. Ég tel við eigum möguleika á að ná sæti og er því ekki jafnsvartsýnn og Einar Oddur," sagði Steingrímur. Kostnaður legið fyrir frá upphafi Jónína sagði að það hafi legið fyrir frá upphafi fyrir að kostnaðurinn við framboðið og við sæti í öryggisráðinu yrði mun meiri en kostnaðurinn við það sem áður hefur verið ráðist í á vettvangi utanríkismála. "Ríkisstjórnin horfðist í augu við þetta og tók eftir sem áður þá formlegu ákvörðun 1998 að sækjast eftir sætinu og lýsti síðan ákvörðuninni formlega yfir við aðildarríkin haustið 2003," sagði Jónína. Einar Oddur hélt því fram að þegar íslenska ríkisstjórnin tók ákvörðun um að sækjast eftir sæti trúði hún því að við yrðum sjálfkjörin, því einungis Austurríkismenn ætluðu sér að gera slíkt hið sama. "Viðhorfið gjörbreyttist þegar Tyrkir gáfu kost á sér og sækja þeir það mjög hart. Tyrkir gegna í lykilhlutverki í heiminum gagnvart þeim hættum sem að okkur steðja. Tyrkland er hluti hins vestræna heims. Þeir hafa hins vegar tengsl við íslamskar þjóðir sem fá önnur vestræn ríki geta státað sig af. Tengslin milli kristinna manna og íslamstrúarmanna í heiminum verða að taka sinnaskiptum. Við getum haft fullan sóma af því að styðja Tyrki til að gegna þessu starfi í öryggisráðinu," sagði Einar Oddur. Jónína vísaði þessu alfarið á bug. Hún benti á að árið 1998, þegar ákvkörðunin var tekin, hafi það ekki legið fyrir við hverja yrði keppt. "Ákvörðunin byggði ekki á því að við fengjum sæti sjálfkrafa. Nú er hins vegar framundan mjög erfið kosningabarátta meðal aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna, ef við höldum áfram," sagði Jónína. "Ákvörðunin er liður í þeirri viðleitni íslenskra stjórnvalda að sækjast eftir meiri ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi," sagði Jónína og vitnaði í ritstjórnargrein Morgunblaðsins. "Hún er einnig liður í því annars vegar að vega upp á móti missi á hernaðarlegu mikilvægi landsins, sem var á sínum tíma ákveðin trygging fyrir því að hagsmuna okkar væri gætt og hins vegar kemur hún til vegna þess að við erum sannarlega orðin ein ríkasta þjóð heims og eðlilegt að til okkar séu gerðar kröfur til samræmis við það," sagði Jónína Eigum auðvelt með að afla okkur sóma Einar Oddur sagði að Ísland hefði þann bakgrunn og sögu gagnvart lýðræðishefðum og mannréttindum að við ættum auðvelt með að afla okkur sóma og sýna fram á að hér sé heilsteypt þjóð sem geti og vilji vera öðru fólki að gagni. "Við höfum mjög öflugt lið á að skipa en við eigum ekki að beita því vegna metnaðar aðar okkar, það er misskiliningur. Metnaður okkar á að liggja í því að vinnubrögð okkar séu til sóma," sagði hann og ítrekaði að hann teldi að við ættum að draga framboð okkar til baka og styðja Tyrki, heiminum til framdráttar, en ekki okkur sjálfum. Steingrímur minnti á það að öryggisráðið væri sú stofnun sem sigurvegarar síðari heimstyrjaldarinnar hafi stofnað og því endurspegli ráðið valdahlutföll í heiminum fyrir síðari heimsstyrjöld. "Það útskýrir að þjóðir á borð við Frakka fari með neitunarvald í ráðinu en ekki til að mynda Japanir, með stærsta efnahagskerfi heimsins, eða Indverjar, ein fjölmennasta þjóð heims. Þetta hefur leitt til þess að mikil umræða hefur spunnist um að endurskipuleggja þurfi öryggisráðið. Ef við viljum fá sæti í ráðinu verðum við að vera meðvituð um hvernig málin þróast, hvernig öryggisráðið breytist og móta stefnu okkar í þeim efnum," sagði hann. Boðberar friðar og mannréttinda Steingrímur spurði þeirrar spurningar hvort æskilegt væri að fara inn í öryggisráðið nú við þessar aðstæður eða hvort betra væri að sjá til hverjar breytingarnar á því verði. Hann sagði að fyrirvarar sínir varðandi setu íslendinga í öryggisráðinu væru nokkrir. "Að sjálfsögðu skiptir kostnaðurinn máli. Hann er ekki verjandi í ljósi þess hve mikil þörf er fyrir peninga í alþjóðlegu þróunarstarfi eða jafnvel hér heima við," sagði hann. Þá sagði Steingrímur að mikilvægt væri að tryggja það að Ísland ætti sæti í öryggisráðinu á eigin forsendum, með sjálfstæða, óháða stefnu. "Við eigum að vera boðberar friðar og mannréttinda með áherslu á lýðræðislega og lögmæta stjórnarhætti í alþjóðasamstarfinu. Aðeins þannig getur smáþjóð eins og Ísland haft eitthvað að segja," sagði Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira