Reyna að leysa mál Fischers 1. mars 2005 00:01 Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobbys Fischers, fær að heimsækja hann á morgun. Þeir munu ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Í dag fór sérstök sendinefnd frá Íslandi til Japans til að knýja á um að Fischer yrði látinn laus. Garðar Sverrisson í stuðningshópi Fischers segir að verið sé að bregðast við ósk Fischers og nánustu stuðningsmanna hans í Japan um að fylgja eftir þeim þrýstingi sem íslensk stjórnvöld hafi þegar sett á þau japönsku um að leysa Fischer úr varðhaldi og veita honum greiða og örugga heimför. Það var Bobby Fischer sjálfur sem óskaði eftir því að sendinefndin kæmi til Japans en nefndin hefur þegar óskað eftir fundum með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra Japans. Verði Bobby Fischer enn í haldi í byrjun næstu viku hefur nefndin verið beðin um að koma fram á fréttamannafundi í Tókýó næstkomandi mánudag þar sem gerð verður grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa komið fram áður. Sæmundur Pálsson er bjartsýnn á að Bobby Fischer verði látinn laus og fái að koma til Íslands. Hann segir að hann hafi ekki verið sérlega bjartsýnn áður en hann hafi rætt við Davíð Oddsson utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag. Eftir það samtal hafi honum liðið mun betur. Hann sé bjartsýnn núna og menn færu ekki svo langt ferðalag öðruvísi. John Bosnitch í stuðningsmannahópi Fischers í Japan segist aðspurður vona að málið leysist innan tveggja vikna því hann geti ekki ímyndað sér að íslensk stjórnvöld sendi vegabréf til Japans en afhendi Fischer það ekki. Því gangi hann út frá því að tilgangurinn með því að senda vegabréfið sé að afhenda Fischer það. Sæmundur hitti Fischer í fyrsta skipti í 33 ár á morgun. Aðspurður hvernig það leggist í hann segir Sæmundur að tilhlökkunin sé meiri en kvíðinn. Að vísu viti hann að þeir hafi báðir breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er en þetta verði eflaust ánægjufundir. Sendinefndin, sem hélt utan í dag, segist hafa tromp uppi í erminni sem verði spilað út ef annað þrýtur og japönsk stjórnvöld neiti að láta Fischer lausan. Hvað þetta leynivopn er, verður þó ekki gefið upp að svo stöddu. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobbys Fischers, fær að heimsækja hann á morgun. Þeir munu ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Í dag fór sérstök sendinefnd frá Íslandi til Japans til að knýja á um að Fischer yrði látinn laus. Garðar Sverrisson í stuðningshópi Fischers segir að verið sé að bregðast við ósk Fischers og nánustu stuðningsmanna hans í Japan um að fylgja eftir þeim þrýstingi sem íslensk stjórnvöld hafi þegar sett á þau japönsku um að leysa Fischer úr varðhaldi og veita honum greiða og örugga heimför. Það var Bobby Fischer sjálfur sem óskaði eftir því að sendinefndin kæmi til Japans en nefndin hefur þegar óskað eftir fundum með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra Japans. Verði Bobby Fischer enn í haldi í byrjun næstu viku hefur nefndin verið beðin um að koma fram á fréttamannafundi í Tókýó næstkomandi mánudag þar sem gerð verður grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa komið fram áður. Sæmundur Pálsson er bjartsýnn á að Bobby Fischer verði látinn laus og fái að koma til Íslands. Hann segir að hann hafi ekki verið sérlega bjartsýnn áður en hann hafi rætt við Davíð Oddsson utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag. Eftir það samtal hafi honum liðið mun betur. Hann sé bjartsýnn núna og menn færu ekki svo langt ferðalag öðruvísi. John Bosnitch í stuðningsmannahópi Fischers í Japan segist aðspurður vona að málið leysist innan tveggja vikna því hann geti ekki ímyndað sér að íslensk stjórnvöld sendi vegabréf til Japans en afhendi Fischer það ekki. Því gangi hann út frá því að tilgangurinn með því að senda vegabréfið sé að afhenda Fischer það. Sæmundur hitti Fischer í fyrsta skipti í 33 ár á morgun. Aðspurður hvernig það leggist í hann segir Sæmundur að tilhlökkunin sé meiri en kvíðinn. Að vísu viti hann að þeir hafi báðir breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er en þetta verði eflaust ánægjufundir. Sendinefndin, sem hélt utan í dag, segist hafa tromp uppi í erminni sem verði spilað út ef annað þrýtur og japönsk stjórnvöld neiti að láta Fischer lausan. Hvað þetta leynivopn er, verður þó ekki gefið upp að svo stöddu.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira