Í einangrun vegna nefbrots 6. mars 2005 00:01 Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku. Stuðningshópur Fischer fór í íslenska sendiráðið í Tókýó dag og áttti óformlegan upplýsingafund með Þórði Ægi Óskarssyni sendiherra. Var sendiherranum gert ljóst að á morgun myndi Suzuki, lögmaður Fischers, koma í sendiráðið með umboð til þess að taka við vegabréfi hans. Stuðningsmennirnir eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að íslensk stjórnvöld afhendi vegabréfið sem nú hefur verið í íslenska sendiráðinu í Tókýó í meira en viku. Eftir fundinn í sendiráðinu hélt stuðningshópurinn fund á hóteli sínu og skoðaði meðal annars á Netinu meðför Spaugstofunnar á ferð Sæma Rokk til Japans til að frelsa Fischer með dansskóna að leynivopni í farteskinu. Sæmundur heyrði loks í Fischer í dag eftir að hann hafði lokið fjögurra daga einangrunarvist í innflytjendafangelsinu. Fischer var settur í einangrun á miðvikudag á meðan Sæmundur beið í fordyri fangelsisins eftir að komast til fundar við vin sinn. Sæmundur segir að ástæðan fyrir refsingunni hafi verið, að sögn Fischers, beiðni hans um að fá egg með matnum eins og aðrir fangar. Þegar beiðni hans var hafnað með þjósti hafi komið til átaka milli hans og fangavarða. Þeir hafi ráðist á hann og hann barið frá sér. Sæmundur segir að Fischer hafi sent einn fangavörðinn nefbrotinn á sjúkrahús. Þar sem bandarísk stjórnvöld hyggjast ákæra Fischer fyrir skattalagabrot og krefjast framsals frá Japan á þeim grundvelli þykir stuðningsmönnum hans brýnt að íslensk stjórnvöld afhendi honum ferðavegabréfið tafarlaust, ella hafi útgáfa þess verið til einskis. Ljóst er að japönsk stjórnvöld fylgjast grannt með málinu sem þegar er orðið þeim til óþæginda. Japanskir fjölmiðlar hafa sýnt baráttu stuðningsmanna Fischers aukinn áhuga, meðal annars varð málið að forsíðufrétt í einu stærsta dagblaði Japans um helgina. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku. Stuðningshópur Fischer fór í íslenska sendiráðið í Tókýó dag og áttti óformlegan upplýsingafund með Þórði Ægi Óskarssyni sendiherra. Var sendiherranum gert ljóst að á morgun myndi Suzuki, lögmaður Fischers, koma í sendiráðið með umboð til þess að taka við vegabréfi hans. Stuðningsmennirnir eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að íslensk stjórnvöld afhendi vegabréfið sem nú hefur verið í íslenska sendiráðinu í Tókýó í meira en viku. Eftir fundinn í sendiráðinu hélt stuðningshópurinn fund á hóteli sínu og skoðaði meðal annars á Netinu meðför Spaugstofunnar á ferð Sæma Rokk til Japans til að frelsa Fischer með dansskóna að leynivopni í farteskinu. Sæmundur heyrði loks í Fischer í dag eftir að hann hafði lokið fjögurra daga einangrunarvist í innflytjendafangelsinu. Fischer var settur í einangrun á miðvikudag á meðan Sæmundur beið í fordyri fangelsisins eftir að komast til fundar við vin sinn. Sæmundur segir að ástæðan fyrir refsingunni hafi verið, að sögn Fischers, beiðni hans um að fá egg með matnum eins og aðrir fangar. Þegar beiðni hans var hafnað með þjósti hafi komið til átaka milli hans og fangavarða. Þeir hafi ráðist á hann og hann barið frá sér. Sæmundur segir að Fischer hafi sent einn fangavörðinn nefbrotinn á sjúkrahús. Þar sem bandarísk stjórnvöld hyggjast ákæra Fischer fyrir skattalagabrot og krefjast framsals frá Japan á þeim grundvelli þykir stuðningsmönnum hans brýnt að íslensk stjórnvöld afhendi honum ferðavegabréfið tafarlaust, ella hafi útgáfa þess verið til einskis. Ljóst er að japönsk stjórnvöld fylgjast grannt með málinu sem þegar er orðið þeim til óþæginda. Japanskir fjölmiðlar hafa sýnt baráttu stuðningsmanna Fischers aukinn áhuga, meðal annars varð málið að forsíðufrétt í einu stærsta dagblaði Japans um helgina.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira