Ólafur og félagar komust áfram 13. október 2005 18:54 Ólafur Stefánsson og félagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirssyni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 33-29 og ljóst að Lemgo sá aldrei til sólar í leiknum. Ólafur átti mjög góðan leik með Ciudad Real í gær og skoraði alls 6 mörk, öll í fyrri hálfleik, og komu fjögur þeirra úr vítum. Taktík Ólafs í vítunum var oftast keimlík þeirri sem hann notaði óspart á HM í Túnis þar sem hann „vippaði" yfir markmenn andstæðingana og gerði hann hreinlega lítið úr markmönnum Vészprem á köflum í gær. Ólafur og spænska stórskyttan Alberto Entrerrios voru allt í öllu í sóknarleik Spánarmeistaranna framan af leik og réðu leikmenn Vezsprém ekkert við þá. Ciudad, sem vann fyrri leikinn með sjö mörkum, hafði ávallt frumkvæðið í leiknum og hleypti ungverska liðinu aldrei nálægt sér. Staðan í hálfleik var 20-17, Ciudad í vil, en Ólafur lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik þegar minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig. Þegar upp var staðið hafði Ciudad skorað 34 mörk gegn 33 mörkum heimamanna og sannfærandi sigur því staðreynd. Javier Hombrados í markinu var maður leiksins en hann fór hreinlega á kostum og varði hátt í 30 skot. Logi skoraði 1 mark úr víti fyrir Lemgo í leiknum gegn Celje en þetta slóvenska lið er núverandi Evrópumeistari og gríðarlega erfitt heim að sækja. Með hliðsjón af meiðslavandræðunum sem Lemgo á við að stríða um þessar mundir var eiginlega óraunhæft að liðið kæmist áfram og sú varð einmitt raunin. Barcelona komst einnig áfram með sex marka sigri á Kiel. Þýska liðið vann fyrri leikinn með fimm mörkum svo að það mátti alls ekki tæpara standa hjá Barcelona. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Ólafur Stefánsson og félagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirssyni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 33-29 og ljóst að Lemgo sá aldrei til sólar í leiknum. Ólafur átti mjög góðan leik með Ciudad Real í gær og skoraði alls 6 mörk, öll í fyrri hálfleik, og komu fjögur þeirra úr vítum. Taktík Ólafs í vítunum var oftast keimlík þeirri sem hann notaði óspart á HM í Túnis þar sem hann „vippaði" yfir markmenn andstæðingana og gerði hann hreinlega lítið úr markmönnum Vészprem á köflum í gær. Ólafur og spænska stórskyttan Alberto Entrerrios voru allt í öllu í sóknarleik Spánarmeistaranna framan af leik og réðu leikmenn Vezsprém ekkert við þá. Ciudad, sem vann fyrri leikinn með sjö mörkum, hafði ávallt frumkvæðið í leiknum og hleypti ungverska liðinu aldrei nálægt sér. Staðan í hálfleik var 20-17, Ciudad í vil, en Ólafur lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik þegar minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig. Þegar upp var staðið hafði Ciudad skorað 34 mörk gegn 33 mörkum heimamanna og sannfærandi sigur því staðreynd. Javier Hombrados í markinu var maður leiksins en hann fór hreinlega á kostum og varði hátt í 30 skot. Logi skoraði 1 mark úr víti fyrir Lemgo í leiknum gegn Celje en þetta slóvenska lið er núverandi Evrópumeistari og gríðarlega erfitt heim að sækja. Með hliðsjón af meiðslavandræðunum sem Lemgo á við að stríða um þessar mundir var eiginlega óraunhæft að liðið kæmist áfram og sú varð einmitt raunin. Barcelona komst einnig áfram með sex marka sigri á Kiel. Þýska liðið vann fyrri leikinn með fimm mörkum svo að það mátti alls ekki tæpara standa hjá Barcelona.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira