Börnum með átröskun fjölgar 14. mars 2005 00:01 Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. Meðferð vegna átröskunar tekur mörg ár og stundum reynist hún árangurslaus, þannig að sjúkdómurinn leiðir viðkomandi með einum eða öðrum hætti til bana. Fjöldinn hefur verið nokkuð svipaður undanfarin ár á fullorðinsgeðdeildinni segir Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. "Tölur á barna- og unglingageðdeild sýna einkum fjölgun milli 2003 og 2004," segir Eydís en bætir við. "Það ber að varast að oftúlka þær tölur þar sem þær sýna einungis breytingu milli tveggja ára en ekki á lengra tímabili. Eydís segir marga fá vægar átraskanir og þeir sæki ekki þjónustu á geðsviði. "Fólk fær þá þjónustu á heilsugæslustöðvum, á stofnunum sálfræðinga og annarra fagmanna úti í bæ. Jafnvel skoða sumir lífsstíl sinn sjálfir og sækja enga þjónustu. Hjá þeim sem sækja þjónustu á geðsviði er sjúkdómurinn kominn á alvarlegra stig." Spurð hversu mörgum slíkum sjúklingum geðsviðið gæti tekið á móti á hverjum tíma segir Eydís að fjármagn vanti til þess að hægt sé að sinna þeim einstaklingum sem leita til geðsviðsins eins og þarf. "Við sinnum öllum bráðakomum. Það sem þarf er að það starfsfólk sem hefur þjálfað sig og sérmenntað sig til að sinna þessum sjúklingahóp fái að gera það nær eingöngu," segir Eydís en bætir við að ef slíkt yrði gert nú myndi önnur þjónusta á geðsviði líða fyrir það. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp göngudeildarþjónustu fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Eydís sagði að það þyrfti 16 - 18 milljónir króna á ári til að koma upp viðunandi göngu - og dagdeildarþjónustu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. Meðferð vegna átröskunar tekur mörg ár og stundum reynist hún árangurslaus, þannig að sjúkdómurinn leiðir viðkomandi með einum eða öðrum hætti til bana. Fjöldinn hefur verið nokkuð svipaður undanfarin ár á fullorðinsgeðdeildinni segir Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. "Tölur á barna- og unglingageðdeild sýna einkum fjölgun milli 2003 og 2004," segir Eydís en bætir við. "Það ber að varast að oftúlka þær tölur þar sem þær sýna einungis breytingu milli tveggja ára en ekki á lengra tímabili. Eydís segir marga fá vægar átraskanir og þeir sæki ekki þjónustu á geðsviði. "Fólk fær þá þjónustu á heilsugæslustöðvum, á stofnunum sálfræðinga og annarra fagmanna úti í bæ. Jafnvel skoða sumir lífsstíl sinn sjálfir og sækja enga þjónustu. Hjá þeim sem sækja þjónustu á geðsviði er sjúkdómurinn kominn á alvarlegra stig." Spurð hversu mörgum slíkum sjúklingum geðsviðið gæti tekið á móti á hverjum tíma segir Eydís að fjármagn vanti til þess að hægt sé að sinna þeim einstaklingum sem leita til geðsviðsins eins og þarf. "Við sinnum öllum bráðakomum. Það sem þarf er að það starfsfólk sem hefur þjálfað sig og sérmenntað sig til að sinna þessum sjúklingahóp fái að gera það nær eingöngu," segir Eydís en bætir við að ef slíkt yrði gert nú myndi önnur þjónusta á geðsviði líða fyrir það. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp göngudeildarþjónustu fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Eydís sagði að það þyrfti 16 - 18 milljónir króna á ári til að koma upp viðunandi göngu - og dagdeildarþjónustu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira