Kína, Taívan og Bandaríkin 22. mars 2005 00:01 Löngum var grunnt á því góða milli Bandaríkjanna og Kína, en söguleg umskipti urðu í þeim málum þegar Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór á laun til Peking í júlí 1971 til viðræðna við kínverska ráðamenn. Skömmu síðar gerði Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, leyniför þessa opinbera og tilkynnti jafnframt að hann ætlaði að hitta kínverska ráðamenn í Peking árið eftir. Í kjölfar þessarar leynifarar og heimsóknar Nixons fóru samskipti landanna að þróast á eðlilegan hátt, en Taívan hefur alltaf verið ásteytingarsteinnin milli þeirra og er enn. Í síðustu viku samþykkti kínverska þingið sérstök lög varðandi Taívan, þar sem enn á ný er áréttað að það sé aðeins eitt Kína í heiminum og þá eiga kínversk stjórnvöld að sjálfsögðu við að Taívan tilheyri kínverska alþýðulýðveldinu. Þetta gerðist í sömu viku og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í fyrstu heimsókn sína til Peking sem utanríkisráðherra. Lög þessi eru mjög afdráttarlaus og yfirskrift þeirra endurspeglar vel innihaldið, að Kínverjar séu á móti aðskilnaði og Taívan sé hérað í Kína. Þar segir að kínversk stjórnvöld muni aldrei líða sjálfstæði Taívans. Ef Taívan-búar lýsi yfir sjálfstæði ráðist kínverski herinn á eyna. Kínverjar segja í skýringum sínum við setningu laganna að þau séu sett til að viðhalda friði og jafnvægi á sundinu milli meginlands Kína og hinnar umdeildu eyjar, og verja hagsmuni kínversku þjóðarinnar. Lagasetning þessi hefur ekki mælst vel fyrir hjá stjórnvöldum í Washington, og var hún til umræðu á fundi Rice með ráðamönnum í Kína nú um helgina. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er sagður hafa sagt Rice að hann vonaðist til að hún skildi ástæðurnar fyrir lagasetningunni og að þetta væri innanríkismál þar í landi. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum áratugum selt eða látið Taívan í té vopn og heitið ráðamönnum þar stuðningi í baráttu þeirra. Þetta hefur ekkert breyst og býr herinn á Taívan nú sem fyrr yfir mjög fullkomnum vopnum. Kínverjar hafa á undanförnum árum þrýst mikið á Evrópusambandið að aflétta vopnasölubanni sambandsins á Kína, en Bandaríkjastjórn hefur beitt vopnaframleiðsluþjóðir í sambandinu miklum þrýstingi svo að banninu verði ekki aflétt. Miklir peningahagsmunir eru í húfi fyrir mörg lönd í Evrópu og framþróun vopnaiðnaðar þar, því Kínverjar virðast reiðubúnir að kaupa margs konar tól og tæki til notkunar fyrir her sinn. En þrátt fyrir ýmsa agnúa á sambandi Bandaríkjamanna og Kínverja eiga þeir eitt mikilvægt sameiginlegt áhugamál og það er að koma í veg fyrir að kjarnorkuvopnaframleiðslu í Norður-Kóreu. Eitt meginmarkmið ferðalags bandaríska utanríkisráðherrans til Asíu var að koma af stað á ný viðræðum nokkurra þjóða um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Nýju lögin í Kína auðvelda kannski ekki samskiptin við Bandaríkjastjórn en sameiginlegt áhyggjuefni stjórnanna í Washington og Peking um Norður-Kóreu er í fyrirrúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Löngum var grunnt á því góða milli Bandaríkjanna og Kína, en söguleg umskipti urðu í þeim málum þegar Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór á laun til Peking í júlí 1971 til viðræðna við kínverska ráðamenn. Skömmu síðar gerði Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, leyniför þessa opinbera og tilkynnti jafnframt að hann ætlaði að hitta kínverska ráðamenn í Peking árið eftir. Í kjölfar þessarar leynifarar og heimsóknar Nixons fóru samskipti landanna að þróast á eðlilegan hátt, en Taívan hefur alltaf verið ásteytingarsteinnin milli þeirra og er enn. Í síðustu viku samþykkti kínverska þingið sérstök lög varðandi Taívan, þar sem enn á ný er áréttað að það sé aðeins eitt Kína í heiminum og þá eiga kínversk stjórnvöld að sjálfsögðu við að Taívan tilheyri kínverska alþýðulýðveldinu. Þetta gerðist í sömu viku og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í fyrstu heimsókn sína til Peking sem utanríkisráðherra. Lög þessi eru mjög afdráttarlaus og yfirskrift þeirra endurspeglar vel innihaldið, að Kínverjar séu á móti aðskilnaði og Taívan sé hérað í Kína. Þar segir að kínversk stjórnvöld muni aldrei líða sjálfstæði Taívans. Ef Taívan-búar lýsi yfir sjálfstæði ráðist kínverski herinn á eyna. Kínverjar segja í skýringum sínum við setningu laganna að þau séu sett til að viðhalda friði og jafnvægi á sundinu milli meginlands Kína og hinnar umdeildu eyjar, og verja hagsmuni kínversku þjóðarinnar. Lagasetning þessi hefur ekki mælst vel fyrir hjá stjórnvöldum í Washington, og var hún til umræðu á fundi Rice með ráðamönnum í Kína nú um helgina. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er sagður hafa sagt Rice að hann vonaðist til að hún skildi ástæðurnar fyrir lagasetningunni og að þetta væri innanríkismál þar í landi. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum áratugum selt eða látið Taívan í té vopn og heitið ráðamönnum þar stuðningi í baráttu þeirra. Þetta hefur ekkert breyst og býr herinn á Taívan nú sem fyrr yfir mjög fullkomnum vopnum. Kínverjar hafa á undanförnum árum þrýst mikið á Evrópusambandið að aflétta vopnasölubanni sambandsins á Kína, en Bandaríkjastjórn hefur beitt vopnaframleiðsluþjóðir í sambandinu miklum þrýstingi svo að banninu verði ekki aflétt. Miklir peningahagsmunir eru í húfi fyrir mörg lönd í Evrópu og framþróun vopnaiðnaðar þar, því Kínverjar virðast reiðubúnir að kaupa margs konar tól og tæki til notkunar fyrir her sinn. En þrátt fyrir ýmsa agnúa á sambandi Bandaríkjamanna og Kínverja eiga þeir eitt mikilvægt sameiginlegt áhugamál og það er að koma í veg fyrir að kjarnorkuvopnaframleiðslu í Norður-Kóreu. Eitt meginmarkmið ferðalags bandaríska utanríkisráðherrans til Asíu var að koma af stað á ný viðræðum nokkurra þjóða um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Nýju lögin í Kína auðvelda kannski ekki samskiptin við Bandaríkjastjórn en sameiginlegt áhyggjuefni stjórnanna í Washington og Peking um Norður-Kóreu er í fyrirrúmi.