Gengið lækkar 23. mars 2005 00:01 Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. Þegar viðskipti með gjaldeyri lokuðu í gær stóð gengi krónunnar í 109,3 stigum og hefur það lækkað um tæp þrjú prósent á tveimur dögum. Gengi Bandaríkjadals er nú komið í 61 krónu en dalurinn styrktist á mörkuðum í gær í kjölfar stýrivaxtahækkunar þar. Eiríkur Eiríksson í áhætturáðgjöf Íslandsbanka segir að meðal þess sem valdi lækkuninni nú sé að mildari tónn hafi verið í yfirlýsingum Seðlabankans. Hingað til hafi Seðlabankinn gefið sterklega í skyn að fleiri hækkanir séu yfirvofandi en nú hafi yfirlýsingarnar ekki verið jafnafdráttarlausar. "Það hefur líka að hluta til verið hagnaðartaka. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og menn hafa verið að leysa til sín hagnaðinn," segir Eiríkur. Sterkt gengi krónunnar hefur valdið erfiðleikum í útflutningsatvinnuvegum sem fá miklar tekjur í erlendri mynt og þrátt fyrir lækkun síðustu daga er gengið enn mjög hátt. Forsvarsmenn útflutningsfyrirtækja hafa kvartað mjög undan því að fyrirtæki þeirra þurfi að líða fyrir það ójafnvægi í þjóðarbúinu sem skapist meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Þeir hafa gagnrýnt bæði stjórnvöld og Seðlabankann. Seðlabankinn lítur hins vegar svo á að sterkt gengi sé ein af þeim vörnum sem komið geta í veg fyrir hækkun verðlags þar sem innfluttar vörur lækka í verði. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ekki sáttur við þessa stefnu eða vaxtahækkanir Seðlabankans. "Það sem ég hefði viljað sjá er vaxtalækkun því ég held að það sé það sem þarf til að draga úr spákaupmennsku. Það er stóra málið. Það er sárgrætilegt að sjá á eftir fjármunum sem ættu að fara í uppbyggingu og styrkingu íslensks atvinnulífs í hendurnar á erlendum spákaupmönnum," segir Friðrik. Friðrik segir hins vegar að ekki sé eingöngu að sakast við Seðlabankann enda hafi ákvarðanir ríkisins um stóriðjuframkvæmdir og útgjöld ríkissjóðs einnig áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. Þegar viðskipti með gjaldeyri lokuðu í gær stóð gengi krónunnar í 109,3 stigum og hefur það lækkað um tæp þrjú prósent á tveimur dögum. Gengi Bandaríkjadals er nú komið í 61 krónu en dalurinn styrktist á mörkuðum í gær í kjölfar stýrivaxtahækkunar þar. Eiríkur Eiríksson í áhætturáðgjöf Íslandsbanka segir að meðal þess sem valdi lækkuninni nú sé að mildari tónn hafi verið í yfirlýsingum Seðlabankans. Hingað til hafi Seðlabankinn gefið sterklega í skyn að fleiri hækkanir séu yfirvofandi en nú hafi yfirlýsingarnar ekki verið jafnafdráttarlausar. "Það hefur líka að hluta til verið hagnaðartaka. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og menn hafa verið að leysa til sín hagnaðinn," segir Eiríkur. Sterkt gengi krónunnar hefur valdið erfiðleikum í útflutningsatvinnuvegum sem fá miklar tekjur í erlendri mynt og þrátt fyrir lækkun síðustu daga er gengið enn mjög hátt. Forsvarsmenn útflutningsfyrirtækja hafa kvartað mjög undan því að fyrirtæki þeirra þurfi að líða fyrir það ójafnvægi í þjóðarbúinu sem skapist meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Þeir hafa gagnrýnt bæði stjórnvöld og Seðlabankann. Seðlabankinn lítur hins vegar svo á að sterkt gengi sé ein af þeim vörnum sem komið geta í veg fyrir hækkun verðlags þar sem innfluttar vörur lækka í verði. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ekki sáttur við þessa stefnu eða vaxtahækkanir Seðlabankans. "Það sem ég hefði viljað sjá er vaxtalækkun því ég held að það sé það sem þarf til að draga úr spákaupmennsku. Það er stóra málið. Það er sárgrætilegt að sjá á eftir fjármunum sem ættu að fara í uppbyggingu og styrkingu íslensks atvinnulífs í hendurnar á erlendum spákaupmönnum," segir Friðrik. Friðrik segir hins vegar að ekki sé eingöngu að sakast við Seðlabankann enda hafi ákvarðanir ríkisins um stóriðjuframkvæmdir og útgjöld ríkissjóðs einnig áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira