Sagði að hengja ætti ráðamenn 24. mars 2005 00:01 Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. Skákmeistarinn var látinn laus um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. Þar með lauk níu mánaða varðhaldsvist skákmeistarans. Fjöldi blaða- og fréttamanna sat fyrir Audi-bifreið íslenska sendaráðsins í Japan sem flutti Fischer á flugvöllinn. Þegar þangað var komið gaf hann sér þó tíma til að ræða við þá stuttlega. Fischer sagði að hann yrði ekki frjáls fyrr en hann kæmist frá Japan, en í landinu væri ekki farið að lögum og reglu. Fischer sagðist ekki hafa verið handtekinn heldur rænt og að það hefðu verið samantekin ráð George Bush Bandaríkjaforseta og Koizumis, forsætisráðherra Japans, sem væru stríðsglæpamenn sem ætti að hengja. Heyra mátti fagnaðarlæti annarra farþega þegar Fischer gekk í gegnum tollhliðið með nýja íslenska vegabréfið og einn heyrðist hrópa: „Bravó, Bobby.“ Áfram var hann eltur af fréttamönnum sem meðal annars spurðu hvort hann vildi færa forsætisráðherra Japans skilaboð svona í lokin. Hann sló þá á ögn léttari strengi og sagði: „Ég vil þig, ég þarfnast þín, ég elska þig,“ og vitnaði þar til dægurlags með Elvis Presley. Hann sagðist ekkert hafa á móti Japan en að ráðamenn þar væru glæpamenn. Forsætisráðherrann væri bófi sem tæki við skipunum frá Bush forseta. Lögmaður Fischers, Masako Suzuki, sem ætti nú að sjá fyrir endann á störfum sínum fyrir skákmeistarann, kvaddi. Hún sagði að stjórnvöld í Japan hefðu tekið rangt á málinu og sem Japani skammaðist hún sín fyrir þau, sérstaklega eftir að hafa séð framgöngu Íslendinga. Framkoma bandarískra og japanskra yfirvalda hefði verið hörmuleg. Og þar með kvaddi Fischer Japana og hélt með SAS-vél til Kaupmannahafnar áleiðis til nýju heimkynnanna, Íslands. Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. Skákmeistarinn var látinn laus um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. Þar með lauk níu mánaða varðhaldsvist skákmeistarans. Fjöldi blaða- og fréttamanna sat fyrir Audi-bifreið íslenska sendaráðsins í Japan sem flutti Fischer á flugvöllinn. Þegar þangað var komið gaf hann sér þó tíma til að ræða við þá stuttlega. Fischer sagði að hann yrði ekki frjáls fyrr en hann kæmist frá Japan, en í landinu væri ekki farið að lögum og reglu. Fischer sagðist ekki hafa verið handtekinn heldur rænt og að það hefðu verið samantekin ráð George Bush Bandaríkjaforseta og Koizumis, forsætisráðherra Japans, sem væru stríðsglæpamenn sem ætti að hengja. Heyra mátti fagnaðarlæti annarra farþega þegar Fischer gekk í gegnum tollhliðið með nýja íslenska vegabréfið og einn heyrðist hrópa: „Bravó, Bobby.“ Áfram var hann eltur af fréttamönnum sem meðal annars spurðu hvort hann vildi færa forsætisráðherra Japans skilaboð svona í lokin. Hann sló þá á ögn léttari strengi og sagði: „Ég vil þig, ég þarfnast þín, ég elska þig,“ og vitnaði þar til dægurlags með Elvis Presley. Hann sagðist ekkert hafa á móti Japan en að ráðamenn þar væru glæpamenn. Forsætisráðherrann væri bófi sem tæki við skipunum frá Bush forseta. Lögmaður Fischers, Masako Suzuki, sem ætti nú að sjá fyrir endann á störfum sínum fyrir skákmeistarann, kvaddi. Hún sagði að stjórnvöld í Japan hefðu tekið rangt á málinu og sem Japani skammaðist hún sín fyrir þau, sérstaklega eftir að hafa séð framgöngu Íslendinga. Framkoma bandarískra og japanskra yfirvalda hefði verið hörmuleg. Og þar með kvaddi Fischer Japana og hélt með SAS-vél til Kaupmannahafnar áleiðis til nýju heimkynnanna, Íslands.
Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira