Messuhald verður tileinkað páfa 3. apríl 2005 00:01 Kaþólikkar á Íslandi leituðu margir í kirkjur eftir að þeim bárust tíðindin í gær, tóku þátt í bænastundum og kveiktu á kertum. Messuhald í dag og alla næsta viku mun verða tileinkað minningu Jóhannesar Páls páfa. Í Róm og í Páfagarði hefst nú undirbúningur útfarar og vals eftirmanns páfa. Jóhannes Páll páfi annar sat á páfastóli í 26 ár og stýrði kaþólsku kirkjunni í gegnum umbrotatíma í heimssögunni. Hann beitti sér gegn kommúnisma og síðar því sem hann taldi neikvæð áhrif kapítalisma, svo að dæmi séu tekin. Hann var fyrsti páfinn sem messaði í kirkju mótmælenda, steig fæti inn í bænahús gyðinga og mosku. Hann var einnig fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur. Í Rómarborg er búist við því að pílagrímar hvaðanæva úr heiminum streymi nú til borgarinnar til að vera viðstaddir útför páfa sem verður að líkindum á milli miðvikudagsins og föstudagsins í þessari viku. Aukalestir eru þegar komnar í umferð, drykkjarvatn hefur verið flutt til borgarinnar og þúsundir rúma hafa verið útvegaðar til að unnt sé að hýsa allan mannfjöldann. Talsmenn Páfagarðs hafa greint frá því að lík páfa muni liggja í basilíku heilags Péturs frá morgundeginum svo að almenningur geti vottað honum virðingu sína. 117 kardínálum kaþólsku kirkjunnar um víða veröld verður því næst stefnt til Páfagarðs til páfakjörfundar sem verður að líkindum eftir um hálfan mánuð eða svo. Þeirra bíður það verk að velja eftirmann Jóhannesar Páls. Nokkur nöfn hafa verið nefnd en enginn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar er talinn sérstaklega líklegur eftirmaður. Sömu sögu var raunar að segja af Jóhannesi Páli þegar hann var valinn á sínum tíma. Í ljósi þess að hann skipaði alla nema tvo þeirra kardínála sem velja eftirmanninn er líkum þó leitt að því að næsti páfi muni haga starfa sínum í anda Jóhannesar Páls. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Kaþólikkar á Íslandi leituðu margir í kirkjur eftir að þeim bárust tíðindin í gær, tóku þátt í bænastundum og kveiktu á kertum. Messuhald í dag og alla næsta viku mun verða tileinkað minningu Jóhannesar Páls páfa. Í Róm og í Páfagarði hefst nú undirbúningur útfarar og vals eftirmanns páfa. Jóhannes Páll páfi annar sat á páfastóli í 26 ár og stýrði kaþólsku kirkjunni í gegnum umbrotatíma í heimssögunni. Hann beitti sér gegn kommúnisma og síðar því sem hann taldi neikvæð áhrif kapítalisma, svo að dæmi séu tekin. Hann var fyrsti páfinn sem messaði í kirkju mótmælenda, steig fæti inn í bænahús gyðinga og mosku. Hann var einnig fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur. Í Rómarborg er búist við því að pílagrímar hvaðanæva úr heiminum streymi nú til borgarinnar til að vera viðstaddir útför páfa sem verður að líkindum á milli miðvikudagsins og föstudagsins í þessari viku. Aukalestir eru þegar komnar í umferð, drykkjarvatn hefur verið flutt til borgarinnar og þúsundir rúma hafa verið útvegaðar til að unnt sé að hýsa allan mannfjöldann. Talsmenn Páfagarðs hafa greint frá því að lík páfa muni liggja í basilíku heilags Péturs frá morgundeginum svo að almenningur geti vottað honum virðingu sína. 117 kardínálum kaþólsku kirkjunnar um víða veröld verður því næst stefnt til Páfagarðs til páfakjörfundar sem verður að líkindum eftir um hálfan mánuð eða svo. Þeirra bíður það verk að velja eftirmann Jóhannesar Páls. Nokkur nöfn hafa verið nefnd en enginn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar er talinn sérstaklega líklegur eftirmaður. Sömu sögu var raunar að segja af Jóhannesi Páli þegar hann var valinn á sínum tíma. Í ljósi þess að hann skipaði alla nema tvo þeirra kardínála sem velja eftirmanninn er líkum þó leitt að því að næsti páfi muni haga starfa sínum í anda Jóhannesar Páls.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira