Vonast til að sætta megi deilendur 3. apríl 2005 00:01 Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Í kvöldfréttum Útvarpsins var greint frá þeirri ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra að ráða Óðinn Jónsson fréttamann næsta fréttastjóra Útvarpsins. Áður hafði Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri verið beðinn um að gegna starfi fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk frá stöðunni á föstudag. Óðinn segir að útvarpsstjóri hafi haft sambandi við sig í morgun og spurt hvort umsókn hans um starf fréttastjóra stæði. Því hafi hann játað og þá hafi útvarpsstjóri sagst vilja ræða við hann um ráðningu í starfið. Það hafi þeir gert í dag og orðið sammála um að það væri mikilvægt að koma á friði innan Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri hafi í kjölfarið boðið honum starfið og Óðinn segist hafa þegið það. Óðinn er einn þeirra fimm sem talin voru hæfust í starfið. Aðspurður hvað hann telji að hafi ráðið því að hann hafi komið helst til greina segir Óðinn að útvarpsstjóri verði að svara því. Hann hafi sagst treysta honum til að sinna því verki, sem er mikilvægt, að koma á vinnufriði innan stofnunarinnar og halda áfram. Hann voni að samstarfsmenn hans taki undir það. Mikill styr hefur staðið um stofnunina að undanförnu og Óðinn hefur verið harðorður í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs. Aðspurður hvort hann eigi von á því að það takist að sætta deilendur í málinu segist Óðinn hafa mikla trú á því. Á Ríkisútvarpinu starfi frábært starfsfólk og hann og útvarpsstjóri hafi sammælst um það að láta það sem sagt hefur verið að baki og halda áfram. Allt sé á hreinu milli þeirra og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Friðrik Páll Jónsson var beðinn um að gegna stöðu fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við henni. Óðinn segist aðspurður þegar hafa rætt við Friðrik og hann sé tekinn við starfinu. Fréttamenn séu mjög þakklátir Friðriki fyrir allt sem hann hafi gert á fréttastofunni. Hann hafi unnið mikið og gott starf á mjög erfiðum tímum og hann treysti á að eiga hann að í hinu nýja starfi. Aðspurður hvaða breytingar hann muni innleiða segir Óðinn að best sé að láta þennan dag líða og svo verði verkin látin tala. Aðalatriðið sé að koma á vinnufriði, en á Útvarpinu sér frábært starfsfólks sem hann gleðjist yfir að fá að vinna með áfram og hann óttist ekki neitt. Starfsfólk fréttastofunnar, þar á meðal Óðinn Jónsson, hefur fengið ákúrur fyrir að hafa farið fram úr sér í fréttastjóramálinu svokallaða. Spurður hvort einhver eftirmál verði að því segist Óðinn vona að svo verði ekki. Margir hafi haft uppi stór orð á síðustu dögum og vikum og ástandið á Ríkisútvarpinu hafi verið undarlegt. Menn verði auðvitað að lifa við það sem þeir hafi sagt en jafnframt að vera menn til að sætta alla og halda áfram. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Í kvöldfréttum Útvarpsins var greint frá þeirri ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra að ráða Óðinn Jónsson fréttamann næsta fréttastjóra Útvarpsins. Áður hafði Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri verið beðinn um að gegna starfi fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk frá stöðunni á föstudag. Óðinn segir að útvarpsstjóri hafi haft sambandi við sig í morgun og spurt hvort umsókn hans um starf fréttastjóra stæði. Því hafi hann játað og þá hafi útvarpsstjóri sagst vilja ræða við hann um ráðningu í starfið. Það hafi þeir gert í dag og orðið sammála um að það væri mikilvægt að koma á friði innan Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri hafi í kjölfarið boðið honum starfið og Óðinn segist hafa þegið það. Óðinn er einn þeirra fimm sem talin voru hæfust í starfið. Aðspurður hvað hann telji að hafi ráðið því að hann hafi komið helst til greina segir Óðinn að útvarpsstjóri verði að svara því. Hann hafi sagst treysta honum til að sinna því verki, sem er mikilvægt, að koma á vinnufriði innan stofnunarinnar og halda áfram. Hann voni að samstarfsmenn hans taki undir það. Mikill styr hefur staðið um stofnunina að undanförnu og Óðinn hefur verið harðorður í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs. Aðspurður hvort hann eigi von á því að það takist að sætta deilendur í málinu segist Óðinn hafa mikla trú á því. Á Ríkisútvarpinu starfi frábært starfsfólk og hann og útvarpsstjóri hafi sammælst um það að láta það sem sagt hefur verið að baki og halda áfram. Allt sé á hreinu milli þeirra og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Friðrik Páll Jónsson var beðinn um að gegna stöðu fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við henni. Óðinn segist aðspurður þegar hafa rætt við Friðrik og hann sé tekinn við starfinu. Fréttamenn séu mjög þakklátir Friðriki fyrir allt sem hann hafi gert á fréttastofunni. Hann hafi unnið mikið og gott starf á mjög erfiðum tímum og hann treysti á að eiga hann að í hinu nýja starfi. Aðspurður hvaða breytingar hann muni innleiða segir Óðinn að best sé að láta þennan dag líða og svo verði verkin látin tala. Aðalatriðið sé að koma á vinnufriði, en á Útvarpinu sér frábært starfsfólks sem hann gleðjist yfir að fá að vinna með áfram og hann óttist ekki neitt. Starfsfólk fréttastofunnar, þar á meðal Óðinn Jónsson, hefur fengið ákúrur fyrir að hafa farið fram úr sér í fréttastjóramálinu svokallaða. Spurður hvort einhver eftirmál verði að því segist Óðinn vona að svo verði ekki. Margir hafi haft uppi stór orð á síðustu dögum og vikum og ástandið á Ríkisútvarpinu hafi verið undarlegt. Menn verði auðvitað að lifa við það sem þeir hafi sagt en jafnframt að vera menn til að sætta alla og halda áfram.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira