Fráfallið hefur pólitísk áhrif 4. apríl 2005 00:01 Fráfall Jóhannesar Páls páfa hefur pólitísk áhrif um allan heim og það ekki aðeins í löndum kaþólskra. Ákveðið hefur verið að páfi verði jarðsunginn næstkomandi föstudag. Kardinálar hvaðanæva að úr heiminum hittust á fundi í Róm í morgun til að skipuleggja útför páfa. Skömmu fyrir hádegi var síðan tilkynnt að útför hans yrði á föstudaginn, klukkan átta fyrir hádegi að íslenskum tíma, og að páfi yrði jarðaður í St. Péturskirkju í Vatíkaninu, líkt og flestir páfar hingað til. Kaþólska kirkjan hefur tilkynnt um níu daga sorgartímabil í tengslum við útförina. Lík páfa mun síðdegis í dag verða flutt í Péturskirkjuna og verður látið standa þar uppi svo almenningur geti gengið fram hjá því og vottað honum síðustu virðingu sína. Um 200 þúsund manns söfnuðust saman á Péturstorginu í gær og er búist við að gríðarlegur mannfjöldi leggi leið sína í kirkjuna, að minnsta kosti tvær milljónir manna. Öll hótel og gistiheimili eru þegar uppbókuð í Róm en verið er að reyna að gera ráðstafanir til að taka á móti mannfjöldanum, meðal annars með því að skipuleggja gistirými í skólum. Dauði páfa hefur haft áhrif um allan heim, jafnvel á pólitíska framvindu í löndum sem ekki eru kaþólsk. Þannig hefur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ákveðið að fresta því um að minnsta kosti sólarhring að boða til þingkosninga í landinu. Karl Bretaprins er kominn heim úr skíðafríi sínu vegna dauða páfa og jarðaför páfa setur nokkurt strik í brúðkaupsáætlanir Karls því hann og Camilla Parker Bowles ætla einmitt að ganga í hjónaband á föstudaginn. Þá hafa sveitastjórnarkosningar sem nú fara fram á Ítalíu algerlega fallið í skuggann af fráfalli páfans. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Fráfall Jóhannesar Páls páfa hefur pólitísk áhrif um allan heim og það ekki aðeins í löndum kaþólskra. Ákveðið hefur verið að páfi verði jarðsunginn næstkomandi föstudag. Kardinálar hvaðanæva að úr heiminum hittust á fundi í Róm í morgun til að skipuleggja útför páfa. Skömmu fyrir hádegi var síðan tilkynnt að útför hans yrði á föstudaginn, klukkan átta fyrir hádegi að íslenskum tíma, og að páfi yrði jarðaður í St. Péturskirkju í Vatíkaninu, líkt og flestir páfar hingað til. Kaþólska kirkjan hefur tilkynnt um níu daga sorgartímabil í tengslum við útförina. Lík páfa mun síðdegis í dag verða flutt í Péturskirkjuna og verður látið standa þar uppi svo almenningur geti gengið fram hjá því og vottað honum síðustu virðingu sína. Um 200 þúsund manns söfnuðust saman á Péturstorginu í gær og er búist við að gríðarlegur mannfjöldi leggi leið sína í kirkjuna, að minnsta kosti tvær milljónir manna. Öll hótel og gistiheimili eru þegar uppbókuð í Róm en verið er að reyna að gera ráðstafanir til að taka á móti mannfjöldanum, meðal annars með því að skipuleggja gistirými í skólum. Dauði páfa hefur haft áhrif um allan heim, jafnvel á pólitíska framvindu í löndum sem ekki eru kaþólsk. Þannig hefur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ákveðið að fresta því um að minnsta kosti sólarhring að boða til þingkosninga í landinu. Karl Bretaprins er kominn heim úr skíðafríi sínu vegna dauða páfa og jarðaför páfa setur nokkurt strik í brúðkaupsáætlanir Karls því hann og Camilla Parker Bowles ætla einmitt að ganga í hjónaband á föstudaginn. Þá hafa sveitastjórnarkosningar sem nú fara fram á Ítalíu algerlega fallið í skuggann af fráfalli páfans.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira