Leitað eftir samstarfi um kaup 7. apríl 2005 00:01 Þreifingar hafa verið um nokkurra vikna skeið um samstarf VÍS, Meiðs og Björgólfs Thors Björgólfssonar um kaup á meirihluta í Símanum. Sex hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í Símann í samstarfi við Björgólf Thor og fyrirtæki tengd honum. Í vikunni var tilkynnt að Síminn yrði seldur fyrir lok júlímánaðar, það er innan fjögurra mánaða. Það kann að virðast skammur tími en hafa ber í huga að mögulegir lysthafendur hafa verið á tánum um nokkurt skeið. Tveir hópar hafa helst verið tilgreindir, annars vegar hópur í kringum Björgólf Thor Björgólfsson og fyrirtæki hans og hins vegar hópur í kringum Meið og VÍS. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur hins vegar heimildir fyrir því að forsvarsmenn VÍS hafi skömmu eftir áramót látið Björgólf Thor vita af því að þeim léki hugur á að búa til hóp fjárfesta sem samanstæði af VÍS, Meiði og Björgólfi. Á meðal hugmynda sem rissaðar hafa verið niður á blað og fréttastofa hefur undir höndum er ein sem viðruð var fyrir nokkrum vikum og gekk út á að hver þessara aðila myndi eignast 20 prósenta hlut í Símanum; Novator, sem er í eigu Björgólfs, Meiður og VÍS. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafi imprað á hugmyndinni við Björgólf Thor og jafnframt haft á orði að málið væri pólitískt skothelt. Síðan þessi hugmynd var viðruð hefur einkavæðingarnefnd kynnt fyrirkomulagið á sölu Símans og hljóta því hugmyndir manna að laga sig að þeim veruleika á endanum. Heimildarmenn fréttastofu hafa hins vegar bent á að hópur sem samanstandi af VÍS, Meiði og Björgólfi fari létt með að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru um fjárhagslegan styrk og reynslu af rekstri og að það gæti komið þessum aðilum afar vel að vinna saman að tilboði í stað þess að keppa um bitann. En það eru fleiri sem vilja eignast Símann því heimildir fréttastofu herma að sex aðilar, þrír innlendir og þrír erlendir, hafi lýst yfir áhuga á vinna með Björgólfi Thor að tilboði í Símann. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafði samband við fréttastofu Stöðvar 2 og vildi taka fram að hann hefði ekki átt neitt samtal við Björgólf Thor Björgólfsson um kaup á Símanum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira
Þreifingar hafa verið um nokkurra vikna skeið um samstarf VÍS, Meiðs og Björgólfs Thors Björgólfssonar um kaup á meirihluta í Símanum. Sex hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í Símann í samstarfi við Björgólf Thor og fyrirtæki tengd honum. Í vikunni var tilkynnt að Síminn yrði seldur fyrir lok júlímánaðar, það er innan fjögurra mánaða. Það kann að virðast skammur tími en hafa ber í huga að mögulegir lysthafendur hafa verið á tánum um nokkurt skeið. Tveir hópar hafa helst verið tilgreindir, annars vegar hópur í kringum Björgólf Thor Björgólfsson og fyrirtæki hans og hins vegar hópur í kringum Meið og VÍS. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur hins vegar heimildir fyrir því að forsvarsmenn VÍS hafi skömmu eftir áramót látið Björgólf Thor vita af því að þeim léki hugur á að búa til hóp fjárfesta sem samanstæði af VÍS, Meiði og Björgólfi. Á meðal hugmynda sem rissaðar hafa verið niður á blað og fréttastofa hefur undir höndum er ein sem viðruð var fyrir nokkrum vikum og gekk út á að hver þessara aðila myndi eignast 20 prósenta hlut í Símanum; Novator, sem er í eigu Björgólfs, Meiður og VÍS. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafi imprað á hugmyndinni við Björgólf Thor og jafnframt haft á orði að málið væri pólitískt skothelt. Síðan þessi hugmynd var viðruð hefur einkavæðingarnefnd kynnt fyrirkomulagið á sölu Símans og hljóta því hugmyndir manna að laga sig að þeim veruleika á endanum. Heimildarmenn fréttastofu hafa hins vegar bent á að hópur sem samanstandi af VÍS, Meiði og Björgólfi fari létt með að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru um fjárhagslegan styrk og reynslu af rekstri og að það gæti komið þessum aðilum afar vel að vinna saman að tilboði í stað þess að keppa um bitann. En það eru fleiri sem vilja eignast Símann því heimildir fréttastofu herma að sex aðilar, þrír innlendir og þrír erlendir, hafi lýst yfir áhuga á vinna með Björgólfi Thor að tilboði í Símann. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafði samband við fréttastofu Stöðvar 2 og vildi taka fram að hann hefði ekki átt neitt samtal við Björgólf Thor Björgólfsson um kaup á Símanum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira