Fjölmennasta jarðarför sögunnar? 13. október 2005 19:01 Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. Athöfnin var látlaus og fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Hófst hún klukkan átta í morgun og stóð í rúmar þrjár klukkustundir. Fornum og nýjum siðum var blandað saman og var messan bæði sungin á latínu og nútímatungumálum. Athöfninni lauk með því að lík páfa, sem hvílir í einfaldri kistu úr kýprusviði, var sett á altari fyrir framan basílikuna. Kistan var svo borin inn í basílikuna og úr augsýn fjöldans og sjónvarpsmyndavélanna. Þar verður hún sett ofan í aðra kistu úr sinki sem er svo aftur sett í eikarkistu sem er síðan grafin undir marmarahellu í grafhýsi basílikunnar. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Halldór Ásgrímsson segir athöfnina hafa verið mjög fallega og tilkomumikla. „Ég hef aldrei séð jafn mikinn mannfjölda kominn saman og ég sá á Péturstorginu og í aðliggjandi götum. Þetta var mikil upplifun og snart mig eins og áreiðanlega alla sem þarna voru og fylgdust með, og líka þá sem horfðu á þessa athöfn,“ segir Halldór. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Útförin markar upphaf níu daga sorgartímabils og þakkargjörðar fyrir starf páfa. Þegar því lýkur, 18. apríl, munu kardínálar koma saman til leynilegs fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa.MYND/APMYND/APMYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. Athöfnin var látlaus og fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Hófst hún klukkan átta í morgun og stóð í rúmar þrjár klukkustundir. Fornum og nýjum siðum var blandað saman og var messan bæði sungin á latínu og nútímatungumálum. Athöfninni lauk með því að lík páfa, sem hvílir í einfaldri kistu úr kýprusviði, var sett á altari fyrir framan basílikuna. Kistan var svo borin inn í basílikuna og úr augsýn fjöldans og sjónvarpsmyndavélanna. Þar verður hún sett ofan í aðra kistu úr sinki sem er svo aftur sett í eikarkistu sem er síðan grafin undir marmarahellu í grafhýsi basílikunnar. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Halldór Ásgrímsson segir athöfnina hafa verið mjög fallega og tilkomumikla. „Ég hef aldrei séð jafn mikinn mannfjölda kominn saman og ég sá á Péturstorginu og í aðliggjandi götum. Þetta var mikil upplifun og snart mig eins og áreiðanlega alla sem þarna voru og fylgdust með, og líka þá sem horfðu á þessa athöfn,“ segir Halldór. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Útförin markar upphaf níu daga sorgartímabils og þakkargjörðar fyrir starf páfa. Þegar því lýkur, 18. apríl, munu kardínálar koma saman til leynilegs fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa.MYND/APMYND/APMYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira