Milljónir við útför páfa 13. október 2005 19:01 Jóhannes Páll páfi II var jarðsettur í dag í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni í Róm, í langfjölmennustu trúarlegu athöfn seinni tíma. Milljónir tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem upplifði bæði sorg og gleði í útförinni. Athöfnin var frekar látlaus en fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Lík hans hvíldi í afar einfaldri kistu úr kýprusviði sem borin var upp að altari við Péturskirkjuna. Joseph Ratzinger kardínáli messaði og sagði m.a. að fullvíst væri að hinn elskaði páfi stæði nú við glugga í húsi föðurins, sæi viðstadda og blessaði þá. Kistan var svo borin inn í kirkjuna, úr augsýn fjöldans. Þar var hún sett ofan í aðra kistu úr málmi, sem var svo aftur sett í eikarkistu, og loks grafin undir marmarahellu í grafhvelfingu undir kirkjunni. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Það var margt fyrirmenna og þjóðarleiðtoga við athöfnina, þar á meðal fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir athöfnina hafa snortið sig mjög og hún hafi einkennst bæði af sorg og gleði. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Pílagrímar eru nú farnir að tínast heim eftir útförina sem markar upphaf níu daga sorgartímabils. Þegar því lýkur munu kardínálar koma saman til fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa. Öryggisgæslan við útförina á sér vart fordæmi, frekar en mannfjöldinn sem var við athöfnina. Flug var bannað yfir borginni, auk þess sem herinn hafði mikinn viðbúnað. Flugvél var neydd til að lenda fyrir utan borgina í morgun þar sem grunur lék á að sprengja væri um borð. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur.MYND/APMYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Jóhannes Páll páfi II var jarðsettur í dag í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni í Róm, í langfjölmennustu trúarlegu athöfn seinni tíma. Milljónir tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem upplifði bæði sorg og gleði í útförinni. Athöfnin var frekar látlaus en fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Lík hans hvíldi í afar einfaldri kistu úr kýprusviði sem borin var upp að altari við Péturskirkjuna. Joseph Ratzinger kardínáli messaði og sagði m.a. að fullvíst væri að hinn elskaði páfi stæði nú við glugga í húsi föðurins, sæi viðstadda og blessaði þá. Kistan var svo borin inn í kirkjuna, úr augsýn fjöldans. Þar var hún sett ofan í aðra kistu úr málmi, sem var svo aftur sett í eikarkistu, og loks grafin undir marmarahellu í grafhvelfingu undir kirkjunni. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Það var margt fyrirmenna og þjóðarleiðtoga við athöfnina, þar á meðal fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir athöfnina hafa snortið sig mjög og hún hafi einkennst bæði af sorg og gleði. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Pílagrímar eru nú farnir að tínast heim eftir útförina sem markar upphaf níu daga sorgartímabils. Þegar því lýkur munu kardínálar koma saman til fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa. Öryggisgæslan við útförina á sér vart fordæmi, frekar en mannfjöldinn sem var við athöfnina. Flug var bannað yfir borginni, auk þess sem herinn hafði mikinn viðbúnað. Flugvél var neydd til að lenda fyrir utan borgina í morgun þar sem grunur lék á að sprengja væri um borð. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur.MYND/APMYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira