Milljónir við útför páfa 13. október 2005 19:01 Jóhannes Páll páfi II var jarðsettur í dag í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni í Róm, í langfjölmennustu trúarlegu athöfn seinni tíma. Milljónir tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem upplifði bæði sorg og gleði í útförinni. Athöfnin var frekar látlaus en fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Lík hans hvíldi í afar einfaldri kistu úr kýprusviði sem borin var upp að altari við Péturskirkjuna. Joseph Ratzinger kardínáli messaði og sagði m.a. að fullvíst væri að hinn elskaði páfi stæði nú við glugga í húsi föðurins, sæi viðstadda og blessaði þá. Kistan var svo borin inn í kirkjuna, úr augsýn fjöldans. Þar var hún sett ofan í aðra kistu úr málmi, sem var svo aftur sett í eikarkistu, og loks grafin undir marmarahellu í grafhvelfingu undir kirkjunni. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Það var margt fyrirmenna og þjóðarleiðtoga við athöfnina, þar á meðal fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir athöfnina hafa snortið sig mjög og hún hafi einkennst bæði af sorg og gleði. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Pílagrímar eru nú farnir að tínast heim eftir útförina sem markar upphaf níu daga sorgartímabils. Þegar því lýkur munu kardínálar koma saman til fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa. Öryggisgæslan við útförina á sér vart fordæmi, frekar en mannfjöldinn sem var við athöfnina. Flug var bannað yfir borginni, auk þess sem herinn hafði mikinn viðbúnað. Flugvél var neydd til að lenda fyrir utan borgina í morgun þar sem grunur lék á að sprengja væri um borð. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur.MYND/APMYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Jóhannes Páll páfi II var jarðsettur í dag í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni í Róm, í langfjölmennustu trúarlegu athöfn seinni tíma. Milljónir tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem upplifði bæði sorg og gleði í útförinni. Athöfnin var frekar látlaus en fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Lík hans hvíldi í afar einfaldri kistu úr kýprusviði sem borin var upp að altari við Péturskirkjuna. Joseph Ratzinger kardínáli messaði og sagði m.a. að fullvíst væri að hinn elskaði páfi stæði nú við glugga í húsi föðurins, sæi viðstadda og blessaði þá. Kistan var svo borin inn í kirkjuna, úr augsýn fjöldans. Þar var hún sett ofan í aðra kistu úr málmi, sem var svo aftur sett í eikarkistu, og loks grafin undir marmarahellu í grafhvelfingu undir kirkjunni. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Það var margt fyrirmenna og þjóðarleiðtoga við athöfnina, þar á meðal fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir athöfnina hafa snortið sig mjög og hún hafi einkennst bæði af sorg og gleði. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Pílagrímar eru nú farnir að tínast heim eftir útförina sem markar upphaf níu daga sorgartímabils. Þegar því lýkur munu kardínálar koma saman til fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa. Öryggisgæslan við útförina á sér vart fordæmi, frekar en mannfjöldinn sem var við athöfnina. Flug var bannað yfir borginni, auk þess sem herinn hafði mikinn viðbúnað. Flugvél var neydd til að lenda fyrir utan borgina í morgun þar sem grunur lék á að sprengja væri um borð. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur.MYND/APMYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira