Ein fjölmennasta útför sögunnar 13. október 2005 19:01 Í einni fjölmennustu útför sem nokkru sinni hefur farið fram í mannkynssögunni var Jóhannes Páll II páfi lagður til hinstu hvílu meðal forvera sinna í Péturskirkjunni í Róm í gær. Milljónir manna syrgðu páfa úti um allan heim og margir fylgdust með útförinni í beinni sjónvarpsútsendingu, hér á landi sem annars staðar. Hundruð þúsunda kaþólskra pílagríma kölluðu eftir því á Péturstorginu að Jóhannes Páll verði tekinn í dýrlingatölu. "Ég er hér ekki aðeins til að biðja fyrir honum, heldur líka til að biðja til hans, því ég álít hann vera dýrling," hefur AP-fréttastofan eftir Therese Ivers, 24 ára stúlku frá Kaliforníu, sem hélt bandaríska fánanum á lofti í mannmergðinni. Þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, sem var náinn samstarfsmaður páfa og er einn hugsanlegra arftaka hans, flutti tilfinningaþrungna líkræðu þar sem rakinn var ferill Jóhannesar Páls frá verkamannstilveru í Póllandi stríðsáranna til andlegs leiðtoga þess eins milljarðs manna sem tilheyra kaþólsku kirkjunni. Ratzinger þurfti um tíu sinnum að gera hlé á ræðunni vegna lófataks útfarargesta. Útfararmessan tók tvo og hálfan tíma. Fyrirmennin frá öllum heimshornum sem voru við útförina endurspegluðu þá miklu breidd trúarbragða og menningarheima sem Jóhannes Páll leitaði eftir samræðu við í nafni friðar, skilnings og virðingar í páfatíð sinni, sem spannaði alls 26 og hálft ár. Þessi fjölbreytni setti sterkan svip á líkfylgdina: Biskupar rétttrúnaðarkirkjunnar í síðum kuflum, rabbínar með jarmúlkur og arabar með köflótta höfuðklúta, Mið-Asíumenn með lambaskinnshúfur og vestrænir leiðtogar í jakkafötum. Alls voru fulltrúar 138 þjóðlanda viðstaddir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var við útförina fyrir Íslands hönd. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Í einni fjölmennustu útför sem nokkru sinni hefur farið fram í mannkynssögunni var Jóhannes Páll II páfi lagður til hinstu hvílu meðal forvera sinna í Péturskirkjunni í Róm í gær. Milljónir manna syrgðu páfa úti um allan heim og margir fylgdust með útförinni í beinni sjónvarpsútsendingu, hér á landi sem annars staðar. Hundruð þúsunda kaþólskra pílagríma kölluðu eftir því á Péturstorginu að Jóhannes Páll verði tekinn í dýrlingatölu. "Ég er hér ekki aðeins til að biðja fyrir honum, heldur líka til að biðja til hans, því ég álít hann vera dýrling," hefur AP-fréttastofan eftir Therese Ivers, 24 ára stúlku frá Kaliforníu, sem hélt bandaríska fánanum á lofti í mannmergðinni. Þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, sem var náinn samstarfsmaður páfa og er einn hugsanlegra arftaka hans, flutti tilfinningaþrungna líkræðu þar sem rakinn var ferill Jóhannesar Páls frá verkamannstilveru í Póllandi stríðsáranna til andlegs leiðtoga þess eins milljarðs manna sem tilheyra kaþólsku kirkjunni. Ratzinger þurfti um tíu sinnum að gera hlé á ræðunni vegna lófataks útfarargesta. Útfararmessan tók tvo og hálfan tíma. Fyrirmennin frá öllum heimshornum sem voru við útförina endurspegluðu þá miklu breidd trúarbragða og menningarheima sem Jóhannes Páll leitaði eftir samræðu við í nafni friðar, skilnings og virðingar í páfatíð sinni, sem spannaði alls 26 og hálft ár. Þessi fjölbreytni setti sterkan svip á líkfylgdina: Biskupar rétttrúnaðarkirkjunnar í síðum kuflum, rabbínar með jarmúlkur og arabar með köflótta höfuðklúta, Mið-Asíumenn með lambaskinnshúfur og vestrænir leiðtogar í jakkafötum. Alls voru fulltrúar 138 þjóðlanda viðstaddir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var við útförina fyrir Íslands hönd.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira