Samstaða sé um lagabreytingu 25. apríl 2005 00:01 Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að unnið sé að breytingum á eftirlaunalögunum í forsætisráðuneytinu. Þverpólitísk samstaða sé um að breyta ákvæði sem hafi einnig verið fyrir hendi í eldri lögum sem gefi fyrrverandi ráðherrum færi á að taka full eftirlaun ráðherra þótt þeir séu enn í fullu starfi hjá hinu opinbera. Hann varar við því að ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag séu oftúlkuð. Sjálfstæðismenn sem rætt var við í dag töldu hinsvegar enga ástæðu til breytinga. Breytingar á eftirlaunalögunum um síðustu áramót höfðu það í för með sér að fyrrverandi ráðherrar geta nú þegið eftirlaun allt frá 55 ára aldri. Sá möguleiki var fyrir hendi í eldri lögum að menn gætu þegið eftirlaun ráðherra og verið jafnframt í fullu starfi en sá hópur stækkaði til muna við breytinguna. Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu í fyrra full eftirlaun ráðherra ásamt því að vera í forstjórastarfi hjá ríkinu. Tveir fyrrverandi ráðherrar bættust svo í hópinn eftir að umræðan komst í hámæli eftir áramótin. Breytingar á eftirlaunalögunum hafa ekki komið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna. Þær upplýsingar hafa þó fengist úr forsætisráðuneytinu að verið sé að vinna að útfærslu slíkra breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því svo óvænt yfir á föstudag að hann teldi enga ástæðu til að breyta lögunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki koma í viðtal í dag og svara því hvort skilja mætti ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag svo að óeining væri innan ríkisstjórnarinnar um málið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir hins vegar að enn sé unnið að breytingum í forsætisráðuneytinu. Forsendur séu óbreyttar enda hafi það komið fram á þingi á sínum tíma að þverpólitískur vilji væri fyrir breytingunum. Hjálmar segir að menn megi ekki oftúlka orð utanríkisráðherra og verði að greina á milli tveggja mála, annars vegar eftirlaunafrumvarpsins sem fram hafi komið fyrir rúmu ári og hafi verið samþykkt og hins vegar eldra ákvæðis sem komið hafi í ljós þegar seinna frumvarpið hafi verið til umfjöllunar. Það sé það ákvæði sem menn hafi virst sammála um að breyta og hann viti ekki betur en að það sé í eðlilegri vinnslu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að unnið sé að breytingum á eftirlaunalögunum í forsætisráðuneytinu. Þverpólitísk samstaða sé um að breyta ákvæði sem hafi einnig verið fyrir hendi í eldri lögum sem gefi fyrrverandi ráðherrum færi á að taka full eftirlaun ráðherra þótt þeir séu enn í fullu starfi hjá hinu opinbera. Hann varar við því að ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag séu oftúlkuð. Sjálfstæðismenn sem rætt var við í dag töldu hinsvegar enga ástæðu til breytinga. Breytingar á eftirlaunalögunum um síðustu áramót höfðu það í för með sér að fyrrverandi ráðherrar geta nú þegið eftirlaun allt frá 55 ára aldri. Sá möguleiki var fyrir hendi í eldri lögum að menn gætu þegið eftirlaun ráðherra og verið jafnframt í fullu starfi en sá hópur stækkaði til muna við breytinguna. Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu í fyrra full eftirlaun ráðherra ásamt því að vera í forstjórastarfi hjá ríkinu. Tveir fyrrverandi ráðherrar bættust svo í hópinn eftir að umræðan komst í hámæli eftir áramótin. Breytingar á eftirlaunalögunum hafa ekki komið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna. Þær upplýsingar hafa þó fengist úr forsætisráðuneytinu að verið sé að vinna að útfærslu slíkra breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því svo óvænt yfir á föstudag að hann teldi enga ástæðu til að breyta lögunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki koma í viðtal í dag og svara því hvort skilja mætti ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag svo að óeining væri innan ríkisstjórnarinnar um málið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir hins vegar að enn sé unnið að breytingum í forsætisráðuneytinu. Forsendur séu óbreyttar enda hafi það komið fram á þingi á sínum tíma að þverpólitískur vilji væri fyrir breytingunum. Hjálmar segir að menn megi ekki oftúlka orð utanríkisráðherra og verði að greina á milli tveggja mála, annars vegar eftirlaunafrumvarpsins sem fram hafi komið fyrir rúmu ári og hafi verið samþykkt og hins vegar eldra ákvæðis sem komið hafi í ljós þegar seinna frumvarpið hafi verið til umfjöllunar. Það sé það ákvæði sem menn hafi virst sammála um að breyta og hann viti ekki betur en að það sé í eðlilegri vinnslu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira