Djúp gjá í sjávarútvegsnefnd 25. apríl 2005 00:01 "Þetta eru sömu gömlu lummurnar", sagði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins eftir fund sjávarútvegsnefndar Alþingis með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar í gær. "Talsmenn Stofunarinnar kenna öðrum um hvernig komið er eins og venjulega. Þeir virðast ekki reiðubúnir til þess að taka upp nýja starfshætti, nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt. Hvað til dæmis með loðnuna? Mætti takmarka veiðar á henni og auka hugsanlega fæðuframboð fyrir aðrar tegundir?" Magnús ítrekar þá skoðun sína að forsvarsmenn stofnunarinnar ættu að segja af sér. "Fullreynt er að ráðgjöf þeirra skilar engum ávinningi í auknum veiðiheimildum eða bættu ástandi þorskstofnsins." Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar mótmælir orðum Magnúsar. "Við segjum aðeins að hrygningarstofninn sé of lítill vegna of þungrar sóknar. Ekki þarf annað en að líta á aldurssamsetninguna í stofninum. Á 30 árum hafa verið veidd um 1,3 milljónir tonna úr þorskstofninum umfram ráðgjöf okkar. Við erum vitanlega hugsi yfir því líka hvers vegna viðsnúningur til hins betra er ekki hraðari í þorskstofninum en raun ber vitni." Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sjávarútvegsnefndar segir að fundurinn með talsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar hafi verið upplýsandi. "Þeir áætla að stofnvísitala þorsksins verði svipuð og í fyrra. Ýsan sé hins vegar á góðri uppleið. Enn er eftir að vinna úr upplýsingum sem togararallið gefur. Hvað sem þessu líður er gott að hafa umræður opnar um þetta en engin lausn að hrópa á götuhornum líkt og Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsnefnd hefur gert." Undir þetta tekur Hjálmar Árnason fulltrúi Framsóknarflokksins í sjávarútvegsnefnd og bendir á afar lélegan árgang 2001 og aftur í fyrra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
"Þetta eru sömu gömlu lummurnar", sagði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins eftir fund sjávarútvegsnefndar Alþingis með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar í gær. "Talsmenn Stofunarinnar kenna öðrum um hvernig komið er eins og venjulega. Þeir virðast ekki reiðubúnir til þess að taka upp nýja starfshætti, nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt. Hvað til dæmis með loðnuna? Mætti takmarka veiðar á henni og auka hugsanlega fæðuframboð fyrir aðrar tegundir?" Magnús ítrekar þá skoðun sína að forsvarsmenn stofnunarinnar ættu að segja af sér. "Fullreynt er að ráðgjöf þeirra skilar engum ávinningi í auknum veiðiheimildum eða bættu ástandi þorskstofnsins." Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar mótmælir orðum Magnúsar. "Við segjum aðeins að hrygningarstofninn sé of lítill vegna of þungrar sóknar. Ekki þarf annað en að líta á aldurssamsetninguna í stofninum. Á 30 árum hafa verið veidd um 1,3 milljónir tonna úr þorskstofninum umfram ráðgjöf okkar. Við erum vitanlega hugsi yfir því líka hvers vegna viðsnúningur til hins betra er ekki hraðari í þorskstofninum en raun ber vitni." Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sjávarútvegsnefndar segir að fundurinn með talsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar hafi verið upplýsandi. "Þeir áætla að stofnvísitala þorsksins verði svipuð og í fyrra. Ýsan sé hins vegar á góðri uppleið. Enn er eftir að vinna úr upplýsingum sem togararallið gefur. Hvað sem þessu líður er gott að hafa umræður opnar um þetta en engin lausn að hrópa á götuhornum líkt og Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsnefnd hefur gert." Undir þetta tekur Hjálmar Árnason fulltrúi Framsóknarflokksins í sjávarútvegsnefnd og bendir á afar lélegan árgang 2001 og aftur í fyrra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira