Friðargæsluliðar aldrei í fríi 29. apríl 2005 00:01 Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra. Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að hafa í huga að friðargæsluliðar væru tryggðir í starfi sínu. Hins vegar vonast hann til að við áfrýjun úrskurðar Trygggingastofnunar verði af meiri sanngirni. Til stendur að íslenskir friðargæsluliðar fari til starfa í Norður- og Vestur-Afganistan seinni hluta ársins og hefur verið auglýst eftir mönnum hjá lögreglunni og slökkviliðinu. Birgir Finnsson, yfirmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir starfsmenn sjálfa taka ákvörðun um hvort þeir vilji fara til þeirra starfa. Friðargæslan fái hins vegar hjálp yfirmanna slökkviliðsins við að velja þá hæfustu úr hópi umsækjenda. Þeir sem svo verða fyrir valinu fái launalaust leyfi frá slökkviliðinu. Vernharð Guðnason, formaður Félags slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er ekki sáttur við að hans menn séu ekki í félaginu á meðan þeir sinna friðargæslustörfum. Hann segir að ljóst sé að afstaða friðagæslunnar sé sú að félagsmenn séu ekki í sínu fag- og stéttarfélagi. Það kalli á viðræður um það hvort það geti talist eðlilegt. Vernharð segir ekki þörf á sérkjarasamningum fyrir þá sem ákveði að ganga til liðs við friðargælsuna en hafa beri í huga störf hjá friðargælsunni séu ólík þeim störfum sem slökkviliðs- og lögreglumenn eru vanir. Réttindi félagsmanna í Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé alveg klár með samningum en störf í friðagæslu séu allt öðruvísi en dagleg störf þessara manna og friðargæslan sækist eftir sérþekkingu þeirra. Aðspurður um tryggingamál félagsmanna segir Verharð að þau séu nokkuð ljós eftir því sem hann best viti en ganga þurfi frá því að menn séu ekki í neinum vafa um hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Skoðun hans sé sú að það teljist ákaflega vafasamt að ætla mönnum að meta hver og einn í hvert skipti og ganga úr skugga um það við sína yfirboðara hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Hann telji það ófært. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra. Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að hafa í huga að friðargæsluliðar væru tryggðir í starfi sínu. Hins vegar vonast hann til að við áfrýjun úrskurðar Trygggingastofnunar verði af meiri sanngirni. Til stendur að íslenskir friðargæsluliðar fari til starfa í Norður- og Vestur-Afganistan seinni hluta ársins og hefur verið auglýst eftir mönnum hjá lögreglunni og slökkviliðinu. Birgir Finnsson, yfirmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir starfsmenn sjálfa taka ákvörðun um hvort þeir vilji fara til þeirra starfa. Friðargæslan fái hins vegar hjálp yfirmanna slökkviliðsins við að velja þá hæfustu úr hópi umsækjenda. Þeir sem svo verða fyrir valinu fái launalaust leyfi frá slökkviliðinu. Vernharð Guðnason, formaður Félags slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er ekki sáttur við að hans menn séu ekki í félaginu á meðan þeir sinna friðargæslustörfum. Hann segir að ljóst sé að afstaða friðagæslunnar sé sú að félagsmenn séu ekki í sínu fag- og stéttarfélagi. Það kalli á viðræður um það hvort það geti talist eðlilegt. Vernharð segir ekki þörf á sérkjarasamningum fyrir þá sem ákveði að ganga til liðs við friðargælsuna en hafa beri í huga störf hjá friðargælsunni séu ólík þeim störfum sem slökkviliðs- og lögreglumenn eru vanir. Réttindi félagsmanna í Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé alveg klár með samningum en störf í friðagæslu séu allt öðruvísi en dagleg störf þessara manna og friðargæslan sækist eftir sérþekkingu þeirra. Aðspurður um tryggingamál félagsmanna segir Verharð að þau séu nokkuð ljós eftir því sem hann best viti en ganga þurfi frá því að menn séu ekki í neinum vafa um hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Skoðun hans sé sú að það teljist ákaflega vafasamt að ætla mönnum að meta hver og einn í hvert skipti og ganga úr skugga um það við sína yfirboðara hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Hann telji það ófært.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira