Vilja ekki styttingu hjá Blönduósi 30. apríl 2005 00:01 Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið. Það hefur reyndar oft verið bent á þennan möguleika í Austur-Húnavatnssýslu enda er þetta einn hagkvæmastu kosturinn sem völ er á til styttingar hringvegarins. Í stað þess að leiðin lægi um Blönduós yrði lagður nýr vegur nokkurn veginn frá Giljá og þvert inn í miðjan Langadal með nýrri brú á Blöndu. Með aðeins sautján kílómetra löngum nýjum vegi mætti þannig stytta hringveginn um fimmtán og hálfan kílómetra og þar með myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast úr 389 kílómetrum niður í 374 kílómetra. Vegagerðin hefur nú stigið fyrsta skrefið en með formlegri athugasemd sem send var samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu í febrúar var þess óskað að nýtt vegarstæði hringvegarins yrði sett inn á skipulag. Nýju leiðinni er lýst þannig að hún liggi frá Syðri-Brekku sunnan Giljár, yfir Giljá á móts við Beinakeldu og þaðan norðan Reykjabrautar og sunnan Orrastaða. Laxá yrði brúuð sunnan Hafratjarnar og Blanda við bæinn Fagranes. Svar hefur nú borist frá Austur-Húnvetningum, undirritað er af Valgarði Hilmarssyni fyrir hönd samvinnunefndar, þar sem nefndin segist ekki sjá sér fært að verða við óskum Vegagerðarinnar um að gera ráð fyrir færslu hringvegarins. Í svarbréfinu segir að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En Austur-Húnvetningar segja meira í svari sínu. Þeir benda Vegagerðinni á þann möguleika að færa hringveginn yfir á Þverárfjall og þaðan yfir í Hjaltadal og leggja hann þaðan um jarðgöng yfir í Barkárdal með tengingu til Akureyrar. Á þann hátt megi ná fram afar hagstæðri vegtengingu um allt Norðurland. Andstaða Austur-Húnvetninga gegn því að færa hringveginn fram hjá Blönduósi er skiljanleg í ljósi ótta þeirra við að þjónustuaðilar í bænum missi viðskipti. Þótt þessi vegstytting sé ekki komin á framkvæmdaáætlun líta Vegagerðarmenn engu að síður á þetta sem líklegt framtíðarverkefni. Þar sem Vegagerðin hefur nú gert formlega athugasemd við svæðisskipulagið þurfa bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra að taka afstöðu til deilumálsins en umhverfisráðherra á lokaorðið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið. Það hefur reyndar oft verið bent á þennan möguleika í Austur-Húnavatnssýslu enda er þetta einn hagkvæmastu kosturinn sem völ er á til styttingar hringvegarins. Í stað þess að leiðin lægi um Blönduós yrði lagður nýr vegur nokkurn veginn frá Giljá og þvert inn í miðjan Langadal með nýrri brú á Blöndu. Með aðeins sautján kílómetra löngum nýjum vegi mætti þannig stytta hringveginn um fimmtán og hálfan kílómetra og þar með myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast úr 389 kílómetrum niður í 374 kílómetra. Vegagerðin hefur nú stigið fyrsta skrefið en með formlegri athugasemd sem send var samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu í febrúar var þess óskað að nýtt vegarstæði hringvegarins yrði sett inn á skipulag. Nýju leiðinni er lýst þannig að hún liggi frá Syðri-Brekku sunnan Giljár, yfir Giljá á móts við Beinakeldu og þaðan norðan Reykjabrautar og sunnan Orrastaða. Laxá yrði brúuð sunnan Hafratjarnar og Blanda við bæinn Fagranes. Svar hefur nú borist frá Austur-Húnvetningum, undirritað er af Valgarði Hilmarssyni fyrir hönd samvinnunefndar, þar sem nefndin segist ekki sjá sér fært að verða við óskum Vegagerðarinnar um að gera ráð fyrir færslu hringvegarins. Í svarbréfinu segir að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En Austur-Húnvetningar segja meira í svari sínu. Þeir benda Vegagerðinni á þann möguleika að færa hringveginn yfir á Þverárfjall og þaðan yfir í Hjaltadal og leggja hann þaðan um jarðgöng yfir í Barkárdal með tengingu til Akureyrar. Á þann hátt megi ná fram afar hagstæðri vegtengingu um allt Norðurland. Andstaða Austur-Húnvetninga gegn því að færa hringveginn fram hjá Blönduósi er skiljanleg í ljósi ótta þeirra við að þjónustuaðilar í bænum missi viðskipti. Þótt þessi vegstytting sé ekki komin á framkvæmdaáætlun líta Vegagerðarmenn engu að síður á þetta sem líklegt framtíðarverkefni. Þar sem Vegagerðin hefur nú gert formlega athugasemd við svæðisskipulagið þurfa bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra að taka afstöðu til deilumálsins en umhverfisráðherra á lokaorðið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira