Stimpilgjaldið áfram 4. maí 2005 00:01 Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefði haft góð orð um að frumvarp um afnám stimpilgjalds vegna skuldbreytinga yrði afgreitt fyrir þinglok. "Það er ljóst að formaður nefndarinnar hefur verið gerður afturreka í sínum eigin þingflokki. Þingræðið er ofurselt ráðherraræðinu í þessu máli sem öðrum," segir Jóhanna. Pétur Blöndal kveðst engu hafa lofað um málið þótt hann hafi viljað marka þá stefnu að skoða þingmannafrumvörp með velvilja í nefndinni. "Það er ljóst að ég mun hugsa mig tvisvar um ef ég sæti fyrir það ámæli af hálfu stjórnarandstæðinga," segir Pétur. Hann telur Jóhönnu hafa brotið trúnað varðandi umræður í efnahags- og viðskiptanefnd með ummælum sínum á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í gærmorgun. Jóhanna biður Pétur um að finna þessu stað. Hún hafi hvergi talað um loforð heldur góðan vilja formannsins til að koma málinu áfram. "Ég hef aðeins brugðist við því sem Pétur hefur sagt í fjölmiðlum." Pétur segir stimpilgjaldið vitlausan skatt og óréttlátan. "Það sem mælir móti afnámi hans í einu lagi er að það er skylda ríkisvaldsins að gæta að ákveðnum stöðugleika. Þessar miklu uppgreiðslur, sérstaklega hjá Íbúðalánasjóði, fela í sér ákveðna hættu, bæði varðandi stöðu hans og stöðugleika en einnig gagnvart íbúðaverði. Það kann að hækka enn frekar með afnámi gjaldsins. Þannig að stimpilgjaldið hefur virkað sem ákveðin bremsa á þetta." Pétur segir að síðast en ekki síst sé nauðsynlegt að hafa stöðu ríkissjóðs í huga. "Þessu má ekki gleyma, sérstaklega þegar búið er að fella niður eignaskatt og lækka tekjuskatt og erfðaskatt. "Það stóð heldur ekki til af minni hálfu að gera þetta strax, heldur mögulega frá næstu áramótum og gera það þá í þrepum til þess að ógna ekki stöðugleika," segir Pétur Blöndal. Árlegar tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldinu nema um sex milljörðum króna. Frá september í fyrra fram í febrúar á þessu ári voru tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum um 2,7 milljörðum meiri en á sama tímabili ári áður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefði haft góð orð um að frumvarp um afnám stimpilgjalds vegna skuldbreytinga yrði afgreitt fyrir þinglok. "Það er ljóst að formaður nefndarinnar hefur verið gerður afturreka í sínum eigin þingflokki. Þingræðið er ofurselt ráðherraræðinu í þessu máli sem öðrum," segir Jóhanna. Pétur Blöndal kveðst engu hafa lofað um málið þótt hann hafi viljað marka þá stefnu að skoða þingmannafrumvörp með velvilja í nefndinni. "Það er ljóst að ég mun hugsa mig tvisvar um ef ég sæti fyrir það ámæli af hálfu stjórnarandstæðinga," segir Pétur. Hann telur Jóhönnu hafa brotið trúnað varðandi umræður í efnahags- og viðskiptanefnd með ummælum sínum á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í gærmorgun. Jóhanna biður Pétur um að finna þessu stað. Hún hafi hvergi talað um loforð heldur góðan vilja formannsins til að koma málinu áfram. "Ég hef aðeins brugðist við því sem Pétur hefur sagt í fjölmiðlum." Pétur segir stimpilgjaldið vitlausan skatt og óréttlátan. "Það sem mælir móti afnámi hans í einu lagi er að það er skylda ríkisvaldsins að gæta að ákveðnum stöðugleika. Þessar miklu uppgreiðslur, sérstaklega hjá Íbúðalánasjóði, fela í sér ákveðna hættu, bæði varðandi stöðu hans og stöðugleika en einnig gagnvart íbúðaverði. Það kann að hækka enn frekar með afnámi gjaldsins. Þannig að stimpilgjaldið hefur virkað sem ákveðin bremsa á þetta." Pétur segir að síðast en ekki síst sé nauðsynlegt að hafa stöðu ríkissjóðs í huga. "Þessu má ekki gleyma, sérstaklega þegar búið er að fella niður eignaskatt og lækka tekjuskatt og erfðaskatt. "Það stóð heldur ekki til af minni hálfu að gera þetta strax, heldur mögulega frá næstu áramótum og gera það þá í þrepum til þess að ógna ekki stöðugleika," segir Pétur Blöndal. Árlegar tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldinu nema um sex milljörðum króna. Frá september í fyrra fram í febrúar á þessu ári voru tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum um 2,7 milljörðum meiri en á sama tímabili ári áður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira