Tilbúnir í nýjan fjölmiðlaslag 8. maí 2005 00:01 Sigurður Kári Kristjánsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntamálanefnd Alþingis segir að unnið sé að umtalsverðum endurbótum á frumvarpinu um Ríkisútvarpið og breytingatillögur meirihlutans verði kynntar á fundi menntamálanefndar í dag. Veigamiklar athugasemdir hafa verið gerðar við þá kafla frumvarpsins sem snúa að réttindum starfsmanna ef rekstrarformi Ríkisútvarpsins verður breytt. Fulltrúar Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd hafa gert athugasemdir við fjármögnun Ríkisútvarpsins með nefskatti. Í nýju áliti þeirra segir að lítill tími hafi gefist til að fara yfir málið í nefndinni. Nefskattur geti verið mjög óréttlátur og hann komið misþungt niður á einstaklingum eftir aldri og fjölda á heimili. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst ætlunin að fjalla um þetta atriði í nefndinni í dag. "Við ætlum að leggja fram fjórar til fimm breytingatilllögur í menntamálanefnd í dag," segir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni. "Frumvarpið er illa unnið og kemur seint fram. Ég vek líka athygli á fyrirvara minnihluta fjölmiðlanefndarinnar sem gerði alvarlegar athugasemdir við að leggja fram sérstakt frumvarp um RÚV í stað þess að skoða fjölmiðlamarkaðinn í heild." Björgvin segist með glöðu geði sitja næstu vikurnar á þingi til þess að fá þessi mál og önnur rædd á vitrænan hátt. "Við verðum að fá að sjá breytingatilllögur meirihluta menntamálanefndar áður en við getum tekið afstöðu til þeirra og venjan er að gefa að minnsta kosti tvo daga til þess að bregðast við þeim," segir Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í menntamálanefnd. Hún vill ekki ræða málefni RÚV með þeim hraða sem nú sé ætlunin að gera. Fulltrúar minnihluta menntamálanefndar segja að ekkert hafi enn verið samið um þinglok. Verið sé að ræða frumvarp um samkeppnislög og það geti hæglega tekið marga daga enn. Sama eigi við um frumvarpið um Ríkisútvarpið og vatnalög sem komi til annarrar umræðu á þingi nú í vikunni. Ætlunin er að ljúka þinghaldi um eða upp úr miðri vikunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntamálanefnd Alþingis segir að unnið sé að umtalsverðum endurbótum á frumvarpinu um Ríkisútvarpið og breytingatillögur meirihlutans verði kynntar á fundi menntamálanefndar í dag. Veigamiklar athugasemdir hafa verið gerðar við þá kafla frumvarpsins sem snúa að réttindum starfsmanna ef rekstrarformi Ríkisútvarpsins verður breytt. Fulltrúar Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd hafa gert athugasemdir við fjármögnun Ríkisútvarpsins með nefskatti. Í nýju áliti þeirra segir að lítill tími hafi gefist til að fara yfir málið í nefndinni. Nefskattur geti verið mjög óréttlátur og hann komið misþungt niður á einstaklingum eftir aldri og fjölda á heimili. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst ætlunin að fjalla um þetta atriði í nefndinni í dag. "Við ætlum að leggja fram fjórar til fimm breytingatilllögur í menntamálanefnd í dag," segir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni. "Frumvarpið er illa unnið og kemur seint fram. Ég vek líka athygli á fyrirvara minnihluta fjölmiðlanefndarinnar sem gerði alvarlegar athugasemdir við að leggja fram sérstakt frumvarp um RÚV í stað þess að skoða fjölmiðlamarkaðinn í heild." Björgvin segist með glöðu geði sitja næstu vikurnar á þingi til þess að fá þessi mál og önnur rædd á vitrænan hátt. "Við verðum að fá að sjá breytingatilllögur meirihluta menntamálanefndar áður en við getum tekið afstöðu til þeirra og venjan er að gefa að minnsta kosti tvo daga til þess að bregðast við þeim," segir Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í menntamálanefnd. Hún vill ekki ræða málefni RÚV með þeim hraða sem nú sé ætlunin að gera. Fulltrúar minnihluta menntamálanefndar segja að ekkert hafi enn verið samið um þinglok. Verið sé að ræða frumvarp um samkeppnislög og það geti hæglega tekið marga daga enn. Sama eigi við um frumvarpið um Ríkisútvarpið og vatnalög sem komi til annarrar umræðu á þingi nú í vikunni. Ætlunin er að ljúka þinghaldi um eða upp úr miðri vikunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira