Úrsögn vegna ósættis 11. maí 2005 00:01 Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. "Ég stend hér upp til greina frá því að ég hef sagt mig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þessi ákvörðun á sér aðdraganda og er tekin að vel yfirlögðu ráði. Til grundvallar liggja málefnalegar ástæður. Einnig er því ekki að leyna að samskiptaörðugleikar gera það að verkum að ég á ekki lengur samleið með þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta hef ég tilkynnt formanni flokksins" Gunnar sagði að á landsfundi Frjálslynda flokksins, sem haldinn var fyrr á árinu, hefði hann freistað þess að hafa áhrif á stefnumótun flokksins til framtíðar. " Áherslur flokksins og baráttumál mín eru í mörgum tilvikum ósamrýmanleg. Í öllum stjórnmálaflokkum og í samskiptum fólks er nauðsynlegt að til staðar sé gagnkvæmt traust, drengskapur og umburðarlyndi. Á það hefur skort innan þingflokksins. Þegar það fer saman við málefnalegan ágreining eru ekki forsendur til frekara samstarfs og ég hlýt því að kveðja flokkinn og þá félaga mína sem starfa þar áfram," sagði Gunnar. Gunnar segist telja að hann geti fundið skoðunum mínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Innan flokksins ríki skilningur á mismunandi áherslum undir öflugri forystu. Því hafi hann ákveðið að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Gunnar Örlygsson leiddi lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 2.890 atkvæði þar. Magnús Þór Hafsteinsson formaður þingflokks Frjálslynda flokksins kveðst ekki kannast við samskiptaörðugleika og heldur ekki málefnaágreining. "Gunnar hefur gagnrýnt ríkisstjórnina og stjórnarflokkana rétt eins og við." Magnús segir að Gunnar hafi á sínum tíma ekki komið fram af heilindum þegar ljóst varð að hann yrði að taka út refsingu vegna brota sinna. "Þetta gerðist eftir að Gunnar varð þingmaður. Hann fór á bak við okkur og ég gagnrýndi hann fyrir það," segir Magnús. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að Gunnar hefði gert grein fyrir óánægju sinni á mánudag; "Hann verður sjálfur að útskýra í hverju hún liggur". Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. "Ég stend hér upp til greina frá því að ég hef sagt mig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þessi ákvörðun á sér aðdraganda og er tekin að vel yfirlögðu ráði. Til grundvallar liggja málefnalegar ástæður. Einnig er því ekki að leyna að samskiptaörðugleikar gera það að verkum að ég á ekki lengur samleið með þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta hef ég tilkynnt formanni flokksins" Gunnar sagði að á landsfundi Frjálslynda flokksins, sem haldinn var fyrr á árinu, hefði hann freistað þess að hafa áhrif á stefnumótun flokksins til framtíðar. " Áherslur flokksins og baráttumál mín eru í mörgum tilvikum ósamrýmanleg. Í öllum stjórnmálaflokkum og í samskiptum fólks er nauðsynlegt að til staðar sé gagnkvæmt traust, drengskapur og umburðarlyndi. Á það hefur skort innan þingflokksins. Þegar það fer saman við málefnalegan ágreining eru ekki forsendur til frekara samstarfs og ég hlýt því að kveðja flokkinn og þá félaga mína sem starfa þar áfram," sagði Gunnar. Gunnar segist telja að hann geti fundið skoðunum mínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Innan flokksins ríki skilningur á mismunandi áherslum undir öflugri forystu. Því hafi hann ákveðið að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Gunnar Örlygsson leiddi lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 2.890 atkvæði þar. Magnús Þór Hafsteinsson formaður þingflokks Frjálslynda flokksins kveðst ekki kannast við samskiptaörðugleika og heldur ekki málefnaágreining. "Gunnar hefur gagnrýnt ríkisstjórnina og stjórnarflokkana rétt eins og við." Magnús segir að Gunnar hafi á sínum tíma ekki komið fram af heilindum þegar ljóst varð að hann yrði að taka út refsingu vegna brota sinna. "Þetta gerðist eftir að Gunnar varð þingmaður. Hann fór á bak við okkur og ég gagnrýndi hann fyrir það," segir Magnús. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að Gunnar hefði gert grein fyrir óánægju sinni á mánudag; "Hann verður sjálfur að útskýra í hverju hún liggur".
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira