Nýr framkvæmdastjóri Iceland Express 13. október 2005 19:12 Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Á fundi með starfsfólki sagði Birgir að ekki væri að vænta umfangsmikilla breytinga á starfsemi Iceland Express á næstunni. Framtíðin myndi hins vegar mótast af því að félagið væri nú komið í eigu sterkra fjárfesta með alþjóðlegan metnað og væri hluti af vaxandi flugsamsteypu sem þegar flytur fleiri farþega á ári en Icelandair. "Það hefur gengið vel undanfarna mánuði að hagræða í rekstrinum og það sem bíður okkar núna er fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við farþega, efla markaðsstarf okkar í útlöndum, þróa samstarfið við Sterling og halda áfram að skoða nýja áfangastaði," sagði Birgir, en Iceland Express hefur beint flug til Frankfurt Hahn laugardaginn 21. maí. Birgir starfaði áður hjá Össuri hf sem svæðistjóri með aðsetur í Hong Kong. Þar leiddi Birgir ört vaxandi starfsemi Össurar í Austur Evrópu, Rússlandi, Asíu, Ástralíu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Áður starfaði Birgir sem forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka og framleiðslustjóri hjá RR Donnelley Financial í London. Birgir er með BA próf frá University of the Arts í London, MBA rekstrarhagfræðigráðu frá University of Westminster í London og hefur verið að vinna að doktorsverkefni í rekstrarhagfræði við University of Newcastle í Ástralíu. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Helenu Lind Svansdóttur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Á fundi með starfsfólki sagði Birgir að ekki væri að vænta umfangsmikilla breytinga á starfsemi Iceland Express á næstunni. Framtíðin myndi hins vegar mótast af því að félagið væri nú komið í eigu sterkra fjárfesta með alþjóðlegan metnað og væri hluti af vaxandi flugsamsteypu sem þegar flytur fleiri farþega á ári en Icelandair. "Það hefur gengið vel undanfarna mánuði að hagræða í rekstrinum og það sem bíður okkar núna er fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við farþega, efla markaðsstarf okkar í útlöndum, þróa samstarfið við Sterling og halda áfram að skoða nýja áfangastaði," sagði Birgir, en Iceland Express hefur beint flug til Frankfurt Hahn laugardaginn 21. maí. Birgir starfaði áður hjá Össuri hf sem svæðistjóri með aðsetur í Hong Kong. Þar leiddi Birgir ört vaxandi starfsemi Össurar í Austur Evrópu, Rússlandi, Asíu, Ástralíu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Áður starfaði Birgir sem forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka og framleiðslustjóri hjá RR Donnelley Financial í London. Birgir er með BA próf frá University of the Arts í London, MBA rekstrarhagfræðigráðu frá University of Westminster í London og hefur verið að vinna að doktorsverkefni í rekstrarhagfræði við University of Newcastle í Ástralíu. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Helenu Lind Svansdóttur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira