Samningur auki ekki líkur á álveri 15. maí 2005 00:01 Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík, auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. Reinhard segir að Norðurál sé það fyrirtæki sem Húsvíkingar hafi verið mest í viðræðum við og eigendur Norðuráls, Century Aluminum, hafi að mati þeirra talað þannig að þeir væru reiðubúnir að auka við sína starfsemi á Íslandi umfram þær stækkarnir sem fyrirhugaðar séu á Grundartanga. Aðspurður hvort samkomulagið á Suðurnesjum dragi ekki úr líkum á því að Norðurál reisi álver við Húsavík segir Reinhard að það fari eftir því hvað komi út úr undirbúningsvinnunni á Reykjanesi. Húsvíkingar hafi lagt á það áherslu að ná samstöðu um það verkefni sem unnið hafi verið að undanfarin ár og það skipti auðvitað mjög miklu máli að klára það. Það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á Suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær stjórnvöld myndu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi. Hún vonaðist til þess að samkomulag Suðurnesjamanna og Norðuráls þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Um þá fullyrðingu að það blasi ekki við að Norðlendingar nái samstöðu um einn stað fyrir álver segir Reinhard það sé ekkert víst, ekkert frekar en Íslendingar almennt nái saman um einn stað. Hann leggi þó áherslu á að í Þingeyjarsýslunum hafi menn allar forsendur til að reisa álver og hann vilji ekki trúa því fyrr en hann taki á því að íbúar annarra héraða, hvort sem þau eru nálægt Þingeyjarsýslu eða ekki, leggist gegn því að náttúruauðlindir í sýslunni verði nýttar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu þegar allar forsendur séu til þess. Það væri mjög ankannaleg staða að standa frammi fyrir því. Aðspurður hvort honum finnist Eyfirðingar standa þannig að málum segir Reinhard að það verði að spyrja þá að því hvernig þeir ætli að afla orkunna fyrir stóriðjuver við vestanverðan Eyjafjörð. Það liggi ekki alveg á borðinu hvar sú orka sé í nágrenninu. Inntur eftir því hvort Þingeyingar ætli þá ekki að stuðla að því að sú orka komi úr Þingeyjarsýslum segir Reinhard að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík, auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. Reinhard segir að Norðurál sé það fyrirtæki sem Húsvíkingar hafi verið mest í viðræðum við og eigendur Norðuráls, Century Aluminum, hafi að mati þeirra talað þannig að þeir væru reiðubúnir að auka við sína starfsemi á Íslandi umfram þær stækkarnir sem fyrirhugaðar séu á Grundartanga. Aðspurður hvort samkomulagið á Suðurnesjum dragi ekki úr líkum á því að Norðurál reisi álver við Húsavík segir Reinhard að það fari eftir því hvað komi út úr undirbúningsvinnunni á Reykjanesi. Húsvíkingar hafi lagt á það áherslu að ná samstöðu um það verkefni sem unnið hafi verið að undanfarin ár og það skipti auðvitað mjög miklu máli að klára það. Það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á Suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær stjórnvöld myndu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi. Hún vonaðist til þess að samkomulag Suðurnesjamanna og Norðuráls þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Um þá fullyrðingu að það blasi ekki við að Norðlendingar nái samstöðu um einn stað fyrir álver segir Reinhard það sé ekkert víst, ekkert frekar en Íslendingar almennt nái saman um einn stað. Hann leggi þó áherslu á að í Þingeyjarsýslunum hafi menn allar forsendur til að reisa álver og hann vilji ekki trúa því fyrr en hann taki á því að íbúar annarra héraða, hvort sem þau eru nálægt Þingeyjarsýslu eða ekki, leggist gegn því að náttúruauðlindir í sýslunni verði nýttar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu þegar allar forsendur séu til þess. Það væri mjög ankannaleg staða að standa frammi fyrir því. Aðspurður hvort honum finnist Eyfirðingar standa þannig að málum segir Reinhard að það verði að spyrja þá að því hvernig þeir ætli að afla orkunna fyrir stóriðjuver við vestanverðan Eyjafjörð. Það liggi ekki alveg á borðinu hvar sú orka sé í nágrenninu. Inntur eftir því hvort Þingeyingar ætli þá ekki að stuðla að því að sú orka komi úr Þingeyjarsýslum segir Reinhard að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira