Almenningur ekki einn um sérkjör 19. maí 2005 00:01 Hópurinn sem Almenningur ehf. gerði samning við vegna kaupa á Símanum er ekki sá eini sem mun bjóða íslenskum almenningi sérkjör. Fleiri ætla að bjóða almenningi að minnsta kosti sömu kjör þótt Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon hafi ekki gert samkomulag við þá. Almenningur ehf. hefur gert samning við einn hóp fjárfesta um að almennir íslenskir borgarar fái færi á að kaupa samtals 30 prósenta hlut í Símanum innan hálfs árs frá sölu hans, hreppi sá hópur hnossið. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að annar hópur sem gert hefur tilboð í Símann ætli að bjóða hinum almenna borgara ekki síðri samning en Almenningur ehf. hefur gert við sinn hóp. En hverju hefur Almenningur ehf. með Agnesi Bragadóttur og Orra Vigfússon í fararbroddi náð fram umfram það sem er í útboðsskilmálum um söluna? Jafet Ólafsson hjá Verðbréfastofunni segir að biðtími almennings eftir að fá að kaupa í Símanum hafi styst mikið og búið sé að tryggja að kaupverðið á hlut verði það sama og kaupendur Símans fá hann á. Í útboðsskilmálum frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu var tryggt að hinum almenna borgara yrði boðinn til kaups 30 prósenta hlutur í Símanum innan tveggja ára. Tvö ár eru hins vegar langur tími í viðskiptum og þykir því betra ef hluturinn sem almenningi býðst kemur fyrr á markað. Þá þykir einnig gott að hluturinn verði seldur á sambærilegu verði og fjárfestarnir kaupa á. En er fullnaðarsigur unnin eins og Agnes Bragadóttir orðaði það? Jafet segist mundu kalla þetta áfangasigur vegna þess að menn viti ekki hver muni hreppa hnossið. Almenningur hafi alla vega komið sér í gott lið með sterkum fjárfestum þannig að líkurnar séu meiri en minni á að hann verði valinn. Jafet segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi boðið í Símann. Almennt hafi menn talið að hóparnir yrðu 7-8 en þeir hafi reynst 14 sem bendi til þess að í hópnum séu 6-7 erlendir aðilar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira
Hópurinn sem Almenningur ehf. gerði samning við vegna kaupa á Símanum er ekki sá eini sem mun bjóða íslenskum almenningi sérkjör. Fleiri ætla að bjóða almenningi að minnsta kosti sömu kjör þótt Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon hafi ekki gert samkomulag við þá. Almenningur ehf. hefur gert samning við einn hóp fjárfesta um að almennir íslenskir borgarar fái færi á að kaupa samtals 30 prósenta hlut í Símanum innan hálfs árs frá sölu hans, hreppi sá hópur hnossið. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að annar hópur sem gert hefur tilboð í Símann ætli að bjóða hinum almenna borgara ekki síðri samning en Almenningur ehf. hefur gert við sinn hóp. En hverju hefur Almenningur ehf. með Agnesi Bragadóttur og Orra Vigfússon í fararbroddi náð fram umfram það sem er í útboðsskilmálum um söluna? Jafet Ólafsson hjá Verðbréfastofunni segir að biðtími almennings eftir að fá að kaupa í Símanum hafi styst mikið og búið sé að tryggja að kaupverðið á hlut verði það sama og kaupendur Símans fá hann á. Í útboðsskilmálum frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu var tryggt að hinum almenna borgara yrði boðinn til kaups 30 prósenta hlutur í Símanum innan tveggja ára. Tvö ár eru hins vegar langur tími í viðskiptum og þykir því betra ef hluturinn sem almenningi býðst kemur fyrr á markað. Þá þykir einnig gott að hluturinn verði seldur á sambærilegu verði og fjárfestarnir kaupa á. En er fullnaðarsigur unnin eins og Agnes Bragadóttir orðaði það? Jafet segist mundu kalla þetta áfangasigur vegna þess að menn viti ekki hver muni hreppa hnossið. Almenningur hafi alla vega komið sér í gott lið með sterkum fjárfestum þannig að líkurnar séu meiri en minni á að hann verði valinn. Jafet segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi boðið í Símann. Almennt hafi menn talið að hóparnir yrðu 7-8 en þeir hafi reynst 14 sem bendi til þess að í hópnum séu 6-7 erlendir aðilar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira