Aukin sala á plötuspilurum 19. maí 2005 00:01 Plötuspilarar með gamla laginu fyrir vínylplötur seljast enn. Og það sem meira er: Salan eykst, löngu eftir að þeir voru dæmdir úreltir. Foreldrar unga fólksins í dag settu nálina á fóninn til að hlusta á tónlist, einnig afar þess og ömmur, langafar og langömmur. En svo komu geisladiskarnir. Fyrstu stóru geisladiskajólin á Íslandi voru árið 1989 og á örskömmum tíma véku plötuspilararnir fyrir nýrri tækni, geislaspilurum. Þeir gömlu hafa þó aldrei alveg horfið. Aðspurður hvort einhverjir kaupi enn plötuspilarar segir Reynir Reynisson, sölumaður hjá Pfaff, að sala á plötuspilurum sé góð og hún aukist frekar en hitt. Óðinn Valdimarsson, sölumaður hjá Hljómsýn, tekur undir þetta og segir aðspurður að fólk eigi mikið af gömlum vínylplötum og svo sé verið að endurútgefa ýmsar plötur í hágæðavínyl. Nokkrar verslanir selja enn plötuspilara og þeir kosta frá 14 þúsund krónum en algengasta verð er milli 20 og 60 þúsund krónur. En það eru ekki bara sérvitringar sem kaupa plötuspilara. Menn eru að finna gömlu vínylplöturnar í geymslunni og dusta rykið af, unglingar vilja kynnast gömlu rokkhljómsveitunum eins og þær hljómuðu af vinilplötum. Svo eru sumir sem segja að hljómurinn í geisladiskum sé verri en í gömlu plötunum. Óðinn segir vínylplötuna miklu skemmtilegri. Hún sé miklu mýkri og hljómurinn sé mun skemmtilegri. Reynir segir að hljómur úr góðum plötuspilara sé síst verri en úr góðum geislaspilara en það sé svolítið meira umstang í kringum plötunarnar. Tilveran Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Plötuspilarar með gamla laginu fyrir vínylplötur seljast enn. Og það sem meira er: Salan eykst, löngu eftir að þeir voru dæmdir úreltir. Foreldrar unga fólksins í dag settu nálina á fóninn til að hlusta á tónlist, einnig afar þess og ömmur, langafar og langömmur. En svo komu geisladiskarnir. Fyrstu stóru geisladiskajólin á Íslandi voru árið 1989 og á örskömmum tíma véku plötuspilararnir fyrir nýrri tækni, geislaspilurum. Þeir gömlu hafa þó aldrei alveg horfið. Aðspurður hvort einhverjir kaupi enn plötuspilarar segir Reynir Reynisson, sölumaður hjá Pfaff, að sala á plötuspilurum sé góð og hún aukist frekar en hitt. Óðinn Valdimarsson, sölumaður hjá Hljómsýn, tekur undir þetta og segir aðspurður að fólk eigi mikið af gömlum vínylplötum og svo sé verið að endurútgefa ýmsar plötur í hágæðavínyl. Nokkrar verslanir selja enn plötuspilara og þeir kosta frá 14 þúsund krónum en algengasta verð er milli 20 og 60 þúsund krónur. En það eru ekki bara sérvitringar sem kaupa plötuspilara. Menn eru að finna gömlu vínylplöturnar í geymslunni og dusta rykið af, unglingar vilja kynnast gömlu rokkhljómsveitunum eins og þær hljómuðu af vinilplötum. Svo eru sumir sem segja að hljómurinn í geisladiskum sé verri en í gömlu plötunum. Óðinn segir vínylplötuna miklu skemmtilegri. Hún sé miklu mýkri og hljómurinn sé mun skemmtilegri. Reynir segir að hljómur úr góðum plötuspilara sé síst verri en úr góðum geislaspilara en það sé svolítið meira umstang í kringum plötunarnar.
Tilveran Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið