Spennusaga frá Tsjernóbyl Egill Helgason skrifar 20. maí 2005 00:01 Martin Cruz Smith: Wolves Eat Dogs Þetta er fimmta bókin um Arkadi Renko, rússneska lögreglumanninn sem er söguhetja höfundarins Martin Cruz Smith – kom út í fyrra. Renko hefur lent í því að grafa upp frosin lík í Gorkígarðinum, verið sendur á verksmiðjutogara í Íshafinu, elst við málverk eftir Malevich, sinnt störfum á Kúbu Kastrós en er nú kominn til Tsjernóbyl til að rannsaka morð á tveimur rússneskum auðkýfingum. Renko er aðlaðandi gallagripur, enginn sandalaskandinavi með bumbu. Hann á í sífelldum útistöðum við umhverfi sitt, en er velviljaður og heiðarlegur undir ögn döpru yfirborðinu. Willliam Hurt lék hann í kvikmynd sem var gerð eftir sögunni Gorky Park – það var ekki illa valið. Þetta eru einhverjar bestu spennubækur sem um getur; allar með merkilegu og vel rannsökuðu pólitísku ívafi. Í raun draga þær upp furðu góða mynd af breytingunum í Rússlandi síðustu tvo áratugina eða svo. Cruz Smith er býsna glúrinn að fanga tíðarandann. Fyrsta bókin gerist á tíma Brésnefs, í bókinni Red Square tekur við upplausnartími mafíu og smákrimma þegar ófullburða markaður er að verða til og allt er til sölu. Nýjasta bókin lýsir svo tíma óligarkanna, ungra og eldklárra bisnessmanna sem svífast einskis. Þarna er líka að finna stórgóðar lýsingar á dauða svæðinu í kringum Tsjernobyl. Samkvæmt Cruz Smith er þar miklu meira líf en maður skyldi ætla; fólk sem stelst til að búa þar þrátt fyrir geislavirknina og villt náttúra sem leggst yfir svæðið. Áhugavert. Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Martin Cruz Smith: Wolves Eat Dogs Þetta er fimmta bókin um Arkadi Renko, rússneska lögreglumanninn sem er söguhetja höfundarins Martin Cruz Smith – kom út í fyrra. Renko hefur lent í því að grafa upp frosin lík í Gorkígarðinum, verið sendur á verksmiðjutogara í Íshafinu, elst við málverk eftir Malevich, sinnt störfum á Kúbu Kastrós en er nú kominn til Tsjernóbyl til að rannsaka morð á tveimur rússneskum auðkýfingum. Renko er aðlaðandi gallagripur, enginn sandalaskandinavi með bumbu. Hann á í sífelldum útistöðum við umhverfi sitt, en er velviljaður og heiðarlegur undir ögn döpru yfirborðinu. Willliam Hurt lék hann í kvikmynd sem var gerð eftir sögunni Gorky Park – það var ekki illa valið. Þetta eru einhverjar bestu spennubækur sem um getur; allar með merkilegu og vel rannsökuðu pólitísku ívafi. Í raun draga þær upp furðu góða mynd af breytingunum í Rússlandi síðustu tvo áratugina eða svo. Cruz Smith er býsna glúrinn að fanga tíðarandann. Fyrsta bókin gerist á tíma Brésnefs, í bókinni Red Square tekur við upplausnartími mafíu og smákrimma þegar ófullburða markaður er að verða til og allt er til sölu. Nýjasta bókin lýsir svo tíma óligarkanna, ungra og eldklárra bisnessmanna sem svífast einskis. Þarna er líka að finna stórgóðar lýsingar á dauða svæðinu í kringum Tsjernobyl. Samkvæmt Cruz Smith er þar miklu meira líf en maður skyldi ætla; fólk sem stelst til að búa þar þrátt fyrir geislavirknina og villt náttúra sem leggst yfir svæðið. Áhugavert.
Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira