Útgjöld heimilanna hærri á sumrin 24. maí 2005 00:01 Í samningum stéttarfélaganna er kveðið á um að atvinnurekendur greiði starfsfólki sínu orlofsuppbót, og yfirleitt er hún greidd út í júnímánuði þó að ekki sé kveðið á um að greiða eigi hana í þeim mánuði. "Atvinnurekendur eiga að greiða starfsmanni orlofsuppbót áður en hann fer í sumarfrí en aldrei seinna en 15. ágúst," segir Elías Guðmundur Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs hjá VR. "Hjá VR eru tveir kjarasamningar, annars vegar við Samtök atvinnulífsins og hins vegar við Félag íslenskra stórkaupmanna. Í samningum við SA er orlofsuppbótin greidd út í júní en hjá FÍS er orlofsuppbótin greidd ásamt desemberuppbótinni. Maður sem er í fullu starfi og vann allt síðasta orlofsár á rétt á fullri orlofsuppbót sem er 16.500 kr. fyrir árið 2005 hjá VR," segir Elías. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl en uppbótin er greidd hlutfallslega ef starfsmaður hefur ekki unnið allan þann tíma. "Starfsmaður þarf að hafa unnið mánaðamótin apríl-maí til að fá orlofsuppbót, en hafi starfsmaður hætt starfi fyrir þann tíma fær hann greitt hlutfallslega miðað við vinnu síðasta árs," segir Elías. Hafi starfsmaður hætt störfum á árinu þarf hann að hafa unnið 12 vikur af orlofsárinu til að öðlast réttindi til uppbótar, sem hann á að fá greidda út við starfslok. Orlofsuppbótin kom fyrst inn í kjarasamninga við lok áttunda áratugarins og hefur fest sig í sessi síðan. "Menn eru einfaldlega að reyna að hækka launin með þessu, þar sem útgjöld heimilanna eru meiri þegar menn fara í sumarfrí og svo aftur í desember," segir Elías. Atvinna Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í samningum stéttarfélaganna er kveðið á um að atvinnurekendur greiði starfsfólki sínu orlofsuppbót, og yfirleitt er hún greidd út í júnímánuði þó að ekki sé kveðið á um að greiða eigi hana í þeim mánuði. "Atvinnurekendur eiga að greiða starfsmanni orlofsuppbót áður en hann fer í sumarfrí en aldrei seinna en 15. ágúst," segir Elías Guðmundur Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs hjá VR. "Hjá VR eru tveir kjarasamningar, annars vegar við Samtök atvinnulífsins og hins vegar við Félag íslenskra stórkaupmanna. Í samningum við SA er orlofsuppbótin greidd út í júní en hjá FÍS er orlofsuppbótin greidd ásamt desemberuppbótinni. Maður sem er í fullu starfi og vann allt síðasta orlofsár á rétt á fullri orlofsuppbót sem er 16.500 kr. fyrir árið 2005 hjá VR," segir Elías. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl en uppbótin er greidd hlutfallslega ef starfsmaður hefur ekki unnið allan þann tíma. "Starfsmaður þarf að hafa unnið mánaðamótin apríl-maí til að fá orlofsuppbót, en hafi starfsmaður hætt starfi fyrir þann tíma fær hann greitt hlutfallslega miðað við vinnu síðasta árs," segir Elías. Hafi starfsmaður hætt störfum á árinu þarf hann að hafa unnið 12 vikur af orlofsárinu til að öðlast réttindi til uppbótar, sem hann á að fá greidda út við starfslok. Orlofsuppbótin kom fyrst inn í kjarasamninga við lok áttunda áratugarins og hefur fest sig í sessi síðan. "Menn eru einfaldlega að reyna að hækka launin með þessu, þar sem útgjöld heimilanna eru meiri þegar menn fara í sumarfrí og svo aftur í desember," segir Elías.
Atvinna Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira