Bakkavör stærst í kældum matvælum 27. maí 2005 00:01 Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Markaðshlutdeild Bakkavarar Group í Bretlandi á sölu kældra og tibúinna matvæla er eftir kaupin á Geest um 29 prósent. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir kynntu kaupin í Iðnó í dag. Þar sagði Ágúst að dagurinn væri stór og að stór tékki hefði verið reiddur af hendi. Öll starfsemi Bakkavarar Group í Bretlandi verður sameinuð undir merkjum Geest. Ágúst segir að næstu mánuðir og ár fari í að ná fyrirtækjunum saman. Bakkavör sé að taka yfir fyrirtæki sem gefi félaginu raunverleg tækifæri til að ná fram samlegð með því að sameina rekstur félaganna innan sama markaðssvæðis. Áhersla verði lögð á það á næstu misserum. Aðspurður hvor frekari kaup á fyrirtækjum væru fyrirsjáanleg sagði Ágúst að hann myndi ekki lofa því á morgun en vissulega liti fyrirtækið alltaf í kringum sig og reyndi að grípa tækifærin þegar þau gefist. Félagið verður eitt það öflugasta utan fjármálageirans sem skráð er í Kauphöll Íslands. Bakkavör rekur nú 42 verksmiðjur í 5 löndum og eru starfsmenn þess um 13 þúsund talsins. Vöruflokkarnir eru samtals 17 og framleiðir félagið nú bæði ferskar og kældar, tilbúnar matvörur. Með kaupunum á Geest verður ferskt tilbúið salat, pítsur auk tilbúinna kældra rétta meða helstu vöruflokka fyrirtækisins. Ágúst segir að félagið sé í dag það stærsta í Bretlandi í tilbúnum ferskum matvælum. Bretland sé stærsti markaður í heimi fyrir slík matvæli og þar af leiðandi sé Bakkavör stærst í heimi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Markaðshlutdeild Bakkavarar Group í Bretlandi á sölu kældra og tibúinna matvæla er eftir kaupin á Geest um 29 prósent. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir kynntu kaupin í Iðnó í dag. Þar sagði Ágúst að dagurinn væri stór og að stór tékki hefði verið reiddur af hendi. Öll starfsemi Bakkavarar Group í Bretlandi verður sameinuð undir merkjum Geest. Ágúst segir að næstu mánuðir og ár fari í að ná fyrirtækjunum saman. Bakkavör sé að taka yfir fyrirtæki sem gefi félaginu raunverleg tækifæri til að ná fram samlegð með því að sameina rekstur félaganna innan sama markaðssvæðis. Áhersla verði lögð á það á næstu misserum. Aðspurður hvor frekari kaup á fyrirtækjum væru fyrirsjáanleg sagði Ágúst að hann myndi ekki lofa því á morgun en vissulega liti fyrirtækið alltaf í kringum sig og reyndi að grípa tækifærin þegar þau gefist. Félagið verður eitt það öflugasta utan fjármálageirans sem skráð er í Kauphöll Íslands. Bakkavör rekur nú 42 verksmiðjur í 5 löndum og eru starfsmenn þess um 13 þúsund talsins. Vöruflokkarnir eru samtals 17 og framleiðir félagið nú bæði ferskar og kældar, tilbúnar matvörur. Með kaupunum á Geest verður ferskt tilbúið salat, pítsur auk tilbúinna kældra rétta meða helstu vöruflokka fyrirtækisins. Ágúst segir að félagið sé í dag það stærsta í Bretlandi í tilbúnum ferskum matvælum. Bretland sé stærsti markaður í heimi fyrir slík matvæli og þar af leiðandi sé Bakkavör stærst í heimi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira