Halldór: Hótaði aldrei stjórnarslitum 31. maí 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt. Þess ber að geta að því var ekki haldið fram í Fréttablaðinu. Rétt er hins vegar að því var haldið fram að Halldór hefði sagt að yrði VÍS selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva ferlið væri Halldór þó augljóslega að brjóta gegn stjórnarsáttmála en það hefði í því tilfelli komið í hlut Davíðs að taka um það ákvörðun hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu. Halldór Ásgrímsson sagði allt einkavæðingaferlið sáraeinfalt - hann sagði stjórnvöld hafa reynt að fá erlendan kjölfestufjárfesti að málinu en það hafi ekki gengið og því hafi verið kærkomið að fá tilboð frá Samson árið 2002 - Tilboð sem setti einkavæðingaferlið af stað öðru sinni. 5 aðilar sýndu þá bankanum áhuga - einkavæðinganefnd taldi 3 þeirra uppfylla skilyrði kaupenda, og voru hafnar viðræður við þessa aðila. Um afskipti sín af málinu segir Halldór í samtalinu við Talstöðina að mjög eðlilegt sé að ráðherrar komi að ferlinu - það séu jú þeir sem á endanum taki ákvarðanir. Hann segir símafund sinn með fulltrúum Kaldbaks og S-hópsins vegna kaupa þeirra á Búnaðarbankanum hafa komið þannig til að Jóhannes Geir Sigurgeirsson - fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og nú stjórnarformaður Landsvirkjunnar - hafi haft samband og óskað eftir þessum viðræðum Halldórs, Kaldbaks og S hóps. Vegna anna hafi ekki verið hægt að koma því við - því hafi reynst nauðsynlegt að halda símafund. Halldór Ásgrímsson segir að fljótlega uppúr því hafi hann horfið úr málinu sökum veikinda en telur samstarfsmenn sína í ríkisstjórn hafa klárað einkavæðingaferli ríkisbankanna vel.Hægt er að hlusta á viðtal Jóhanns Haukssonar í heild sinni á vef Talstöðvarinnar. Allt og sumt Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Talstöðin Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt. Þess ber að geta að því var ekki haldið fram í Fréttablaðinu. Rétt er hins vegar að því var haldið fram að Halldór hefði sagt að yrði VÍS selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva ferlið væri Halldór þó augljóslega að brjóta gegn stjórnarsáttmála en það hefði í því tilfelli komið í hlut Davíðs að taka um það ákvörðun hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu. Halldór Ásgrímsson sagði allt einkavæðingaferlið sáraeinfalt - hann sagði stjórnvöld hafa reynt að fá erlendan kjölfestufjárfesti að málinu en það hafi ekki gengið og því hafi verið kærkomið að fá tilboð frá Samson árið 2002 - Tilboð sem setti einkavæðingaferlið af stað öðru sinni. 5 aðilar sýndu þá bankanum áhuga - einkavæðinganefnd taldi 3 þeirra uppfylla skilyrði kaupenda, og voru hafnar viðræður við þessa aðila. Um afskipti sín af málinu segir Halldór í samtalinu við Talstöðina að mjög eðlilegt sé að ráðherrar komi að ferlinu - það séu jú þeir sem á endanum taki ákvarðanir. Hann segir símafund sinn með fulltrúum Kaldbaks og S-hópsins vegna kaupa þeirra á Búnaðarbankanum hafa komið þannig til að Jóhannes Geir Sigurgeirsson - fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og nú stjórnarformaður Landsvirkjunnar - hafi haft samband og óskað eftir þessum viðræðum Halldórs, Kaldbaks og S hóps. Vegna anna hafi ekki verið hægt að koma því við - því hafi reynst nauðsynlegt að halda símafund. Halldór Ásgrímsson segir að fljótlega uppúr því hafi hann horfið úr málinu sökum veikinda en telur samstarfsmenn sína í ríkisstjórn hafa klárað einkavæðingaferli ríkisbankanna vel.Hægt er að hlusta á viðtal Jóhanns Haukssonar í heild sinni á vef Talstöðvarinnar.
Allt og sumt Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Talstöðin Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira