Einhleypir karlar í fjárhagsvanda 12. júní 2005 00:01 MYND/Vísir Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. Á síðasta ári leituðu rúmlega 700 manns til Rágjafarstofu um fjármál heimilanna sem er fækkun frá árinu 2003 þegar meira en 800 manns leituðu þangað vegna fjárhagsvandræða. Athygli vekur að einhleypum körlum í fjárhagsvandræðum virðist hafa fjölgað verulega undanfarin tvö ár. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu, segir þann hóp fara stækkandi og að stofnunin vilji fara að skoða hann nánar. Hún viti af áhuga félagsmálaráðuneytisins til að gera það líka en það sé mjög spennandi að rannsaka þennan hóp. Ásta segir þennan hóp manna gjarnan skulda skatta aftur í tímann sem og meðlög og oft hafi skapast ákveðinn vítahringur sem þeim takist ekki að komast út úr. En það er fleira sem vekur athygli í niðurstöðunum. Ásta segir að nú séu fleiri í leiguhúsnæði heldur en eigin fasteign. Þá vakni sú spurning hvort leigumarkaðurin sé að glæðast. Árið 2002 voru meira en 52 prósent í eigin húsnæði en um 39 prósent í leiguhúsnæði en á síðasta ári höfðu hlutföllin snúist við og þá voru mun fleiri í leiguhúsnæði. Ráðgjafarstofan hefur gefið út viðmiðunartöflu um framfærslukostnað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þeim sem leita til ráðgjafastofunnar er sniðinn ansi þröngur stakkur. Til að mynda á einstaklingur að geta komist af með ríflega 37 þúsund krónur á mánuði að undanskildu húsnæði og samgöngum. Ásta leggur þó áherslu á að viðmiðunin eigi bara við um einstaklinga í verulegum fjárhagsvandræðum og engum sé ætlað að notast við hana til lengri tíma. Aðspurð hvort einhver nái að lifa á þessari upphæð segir Ásta að eflaust geri einhver það en sá lifi væntanlega ekki við góðan kost. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira
Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. Á síðasta ári leituðu rúmlega 700 manns til Rágjafarstofu um fjármál heimilanna sem er fækkun frá árinu 2003 þegar meira en 800 manns leituðu þangað vegna fjárhagsvandræða. Athygli vekur að einhleypum körlum í fjárhagsvandræðum virðist hafa fjölgað verulega undanfarin tvö ár. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu, segir þann hóp fara stækkandi og að stofnunin vilji fara að skoða hann nánar. Hún viti af áhuga félagsmálaráðuneytisins til að gera það líka en það sé mjög spennandi að rannsaka þennan hóp. Ásta segir þennan hóp manna gjarnan skulda skatta aftur í tímann sem og meðlög og oft hafi skapast ákveðinn vítahringur sem þeim takist ekki að komast út úr. En það er fleira sem vekur athygli í niðurstöðunum. Ásta segir að nú séu fleiri í leiguhúsnæði heldur en eigin fasteign. Þá vakni sú spurning hvort leigumarkaðurin sé að glæðast. Árið 2002 voru meira en 52 prósent í eigin húsnæði en um 39 prósent í leiguhúsnæði en á síðasta ári höfðu hlutföllin snúist við og þá voru mun fleiri í leiguhúsnæði. Ráðgjafarstofan hefur gefið út viðmiðunartöflu um framfærslukostnað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þeim sem leita til ráðgjafastofunnar er sniðinn ansi þröngur stakkur. Til að mynda á einstaklingur að geta komist af með ríflega 37 þúsund krónur á mánuði að undanskildu húsnæði og samgöngum. Ásta leggur þó áherslu á að viðmiðunin eigi bara við um einstaklinga í verulegum fjárhagsvandræðum og engum sé ætlað að notast við hana til lengri tíma. Aðspurð hvort einhver nái að lifa á þessari upphæð segir Ásta að eflaust geri einhver það en sá lifi væntanlega ekki við góðan kost.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira