París er borg upp á tíu 15. júní 2005 00:01 Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. Handbolti Ragnar lék undir stjórn Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern í vetur, en í samráði við forráðamenn liðsins ákvað hann að fara til Frakklands á ný eftir að nokkur tilboð bárust í hann þaðan. „Þetta byrjaði allt þannig að við fengum tilboð í Ragnar frá gamla félaginu hans Dunkerque í Frakklandi. Við settumst niður og ræddum málin og úr varð að við samþykktum að hann fengi að fara frá okkur. Svo kom upp úr kafinu að hann fékk fleiri tilboð og hann ákvað að slá til og skoða samningstilboð frá Ivry. Staðan hjá okkur í Skjern er sú að við erum með annan leikstjórnanda sem er mjög góður líka og okkur fannst ekki alveg ganga að vera með tvo jafn sterka leikstjórnendur í liðinu. Við erum að skoða að fá til okkar finnskan strák sem er leikstjórnandi en getur leyst flestallar aðrar stöður líka, svo þetta hentar okkur ágætlega þannig lagað. Ég held að Ragnar sé mjög sáttur við að fara aftur til Frakklands og er ekki frá því að boltinn sem spilaður er þar henti honum betur,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið. Saknaði Frakklands „Ég spilaði hérna í Frakklandi í fjögur ár og þekki því deildina hérna mjög vel. Mér leið vel í Frakklandi og ég er spenntur að fara þangað aftur að spila. Það var sameiginleg ákvörðun okkar allra hjá Skjern að það hentaði öllum aðilum bara ágætlega að ég færi aftur til Frakklands. Ég var fyrst með tilboð frá gamla félaginu mínu Dunkerque, en var að vísu ekkert sérstaklega spenntur fyrir að fara þangað aftur því ég endaði á svo skemmtilegum nótum þar. Svo kom upp úr kafinu að ég fékk fleiri tilboð og ákvað að skoða tilboðið frá Ivry. Það er toppklúbbur sem varð meistari nokkur ár í röð fyrir nokkru síðan og endaði í þriðja sæti í fyrra. Þeir ætla að styrkja sig mikið fyrir átökin á næsta tímabili og mér líst bara ansi vel á þetta lið. Stefnan er sett á að vinna titilinn á næsta tímabili og ég vil gjarnan taka þátt í því. Ég þekki líka nokkra leikmenn í hópnum hjá þeim og það er auðvitað toppurinn að vera í París. Það er náttúrlega borg upp á tíu og ég verð að viðurkenna að ég saknaði þess dálítið að vera í Frakklandi,“ sagði Ragnar Óskarsson, kátur í bragði með að vera á leið til Frakklands á ný. Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. Handbolti Ragnar lék undir stjórn Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern í vetur, en í samráði við forráðamenn liðsins ákvað hann að fara til Frakklands á ný eftir að nokkur tilboð bárust í hann þaðan. „Þetta byrjaði allt þannig að við fengum tilboð í Ragnar frá gamla félaginu hans Dunkerque í Frakklandi. Við settumst niður og ræddum málin og úr varð að við samþykktum að hann fengi að fara frá okkur. Svo kom upp úr kafinu að hann fékk fleiri tilboð og hann ákvað að slá til og skoða samningstilboð frá Ivry. Staðan hjá okkur í Skjern er sú að við erum með annan leikstjórnanda sem er mjög góður líka og okkur fannst ekki alveg ganga að vera með tvo jafn sterka leikstjórnendur í liðinu. Við erum að skoða að fá til okkar finnskan strák sem er leikstjórnandi en getur leyst flestallar aðrar stöður líka, svo þetta hentar okkur ágætlega þannig lagað. Ég held að Ragnar sé mjög sáttur við að fara aftur til Frakklands og er ekki frá því að boltinn sem spilaður er þar henti honum betur,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið. Saknaði Frakklands „Ég spilaði hérna í Frakklandi í fjögur ár og þekki því deildina hérna mjög vel. Mér leið vel í Frakklandi og ég er spenntur að fara þangað aftur að spila. Það var sameiginleg ákvörðun okkar allra hjá Skjern að það hentaði öllum aðilum bara ágætlega að ég færi aftur til Frakklands. Ég var fyrst með tilboð frá gamla félaginu mínu Dunkerque, en var að vísu ekkert sérstaklega spenntur fyrir að fara þangað aftur því ég endaði á svo skemmtilegum nótum þar. Svo kom upp úr kafinu að ég fékk fleiri tilboð og ákvað að skoða tilboðið frá Ivry. Það er toppklúbbur sem varð meistari nokkur ár í röð fyrir nokkru síðan og endaði í þriðja sæti í fyrra. Þeir ætla að styrkja sig mikið fyrir átökin á næsta tímabili og mér líst bara ansi vel á þetta lið. Stefnan er sett á að vinna titilinn á næsta tímabili og ég vil gjarnan taka þátt í því. Ég þekki líka nokkra leikmenn í hópnum hjá þeim og það er auðvitað toppurinn að vera í París. Það er náttúrlega borg upp á tíu og ég verð að viðurkenna að ég saknaði þess dálítið að vera í Frakklandi,“ sagði Ragnar Óskarsson, kátur í bragði með að vera á leið til Frakklands á ný.
Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira