Stofnfé sé eign allra Hafnfirðinga 24. júní 2005 00:01 Þótt ekki sé verið að stela frá neinum, er þetta siðlaust og ætti ekki að líðast. Þetta segir Helgi í Góu, einn stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar, um þá sem hafa selt hluti sína í sjóðnum. Hann segir stofnféð vera eign allra Hafnfirðinga. Ekki er langt síðan Kaupþing banki sýndi áhuga á að kaupa stofnféð í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis en komið var í veg fyrir kaupin með lagasetningu. Forstjóri bankans, Hreiðar Már Sigurðsson, segir bankann ekki tengjast á nokkurn hátt uppkaupum á stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar en samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins hafa 30 af 47 stofnfjáreigendum sparisjóðsins þegar selt hluti sína í sjóðnum fyrir mörg hundruðfalt nafnvirði eftir að nýr meirihluti komst til valda í stjórn sjóðsins nýverið. Hinir nýju stjórnendur vilja ekkert tjá sig um málið. Guðmundur Árni Stefánsson líkir málinu við rán um hábjartan dag og tekur Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, í sama streng. En er í raun verið að stela frá einhverjum og hlýtur einhver skaða af? Helgi segist telja að ekki sé verið að stela frá neinum en þetta sé siðlaust. Þarna séu 47 aðilar nefndir og af hverju eigi þeir að fá peninga, af hverju ekki alveg eins allir hinir sem ekki hafi fengið bréf? Þá eigi kúnnarnir þátt í því að bankinn sé til. Sérfræðingar, sem fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við, segja að án efa hafi hinir nýju stjórnendur sjóðsins áhuga á að gera bankann að söluvöru til stórra banka eða sjóða. Þeir segja að bönkum verði án efa leyfilegt í framtíðinni að eiga sparisjóði og fara þeir eflaust á hlutabréfamarkað áður en langt um líður. Þó hefur því verið fleygt að bankarnir vilji kannski styrkja einstaklingsþjónustuþátt sinn en þar hafa sparisjóðirnir sterkari stöðu og finnst mörgum sem persónulegheit bankanna séu löngu horfin. Margir segja hins vegar þær forsendur, sem voru fyrir sparisjóðum á sínum tíma, ekki lengur vera fyrir hendi. Þeir séu í raun úreltir og því sé eðlilegt að starfsemi þeirra breytist í takt við nýja tíma. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Þótt ekki sé verið að stela frá neinum, er þetta siðlaust og ætti ekki að líðast. Þetta segir Helgi í Góu, einn stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar, um þá sem hafa selt hluti sína í sjóðnum. Hann segir stofnféð vera eign allra Hafnfirðinga. Ekki er langt síðan Kaupþing banki sýndi áhuga á að kaupa stofnféð í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis en komið var í veg fyrir kaupin með lagasetningu. Forstjóri bankans, Hreiðar Már Sigurðsson, segir bankann ekki tengjast á nokkurn hátt uppkaupum á stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar en samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins hafa 30 af 47 stofnfjáreigendum sparisjóðsins þegar selt hluti sína í sjóðnum fyrir mörg hundruðfalt nafnvirði eftir að nýr meirihluti komst til valda í stjórn sjóðsins nýverið. Hinir nýju stjórnendur vilja ekkert tjá sig um málið. Guðmundur Árni Stefánsson líkir málinu við rán um hábjartan dag og tekur Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, í sama streng. En er í raun verið að stela frá einhverjum og hlýtur einhver skaða af? Helgi segist telja að ekki sé verið að stela frá neinum en þetta sé siðlaust. Þarna séu 47 aðilar nefndir og af hverju eigi þeir að fá peninga, af hverju ekki alveg eins allir hinir sem ekki hafi fengið bréf? Þá eigi kúnnarnir þátt í því að bankinn sé til. Sérfræðingar, sem fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við, segja að án efa hafi hinir nýju stjórnendur sjóðsins áhuga á að gera bankann að söluvöru til stórra banka eða sjóða. Þeir segja að bönkum verði án efa leyfilegt í framtíðinni að eiga sparisjóði og fara þeir eflaust á hlutabréfamarkað áður en langt um líður. Þó hefur því verið fleygt að bankarnir vilji kannski styrkja einstaklingsþjónustuþátt sinn en þar hafa sparisjóðirnir sterkari stöðu og finnst mörgum sem persónulegheit bankanna séu löngu horfin. Margir segja hins vegar þær forsendur, sem voru fyrir sparisjóðum á sínum tíma, ekki lengur vera fyrir hendi. Þeir séu í raun úreltir og því sé eðlilegt að starfsemi þeirra breytist í takt við nýja tíma.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira