Þrefaldur munur á boði og áætlun 29. júní 2005 00:01 Tilboð í lagningu ljósleiðara í hús á Akranesi og á Seltjarnarnesi gera ráð fyrir nálægt því þrefalt meiri kostnaði en ráð er fyrir gert í kostnaðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur hafnað öllum tilboðunum. Leggja á ljósleiðara í um 650 hús á hvorum stað og gerði Orkuveitan ráð fyrir kostnaði upp á tæpar 100 þúsund krónur á Seltjarnarnesi og tæpum 70 þúsund krónum á Akranesi. Á Akranesi gerir lægsta boð ráð fyrir kostnaði upp á um 175 þúsund krónur fyrir hvert hús og á Seltjarnarnesi fyrir kostnaði upp á um 268 þúsund krónur. "Við eigum ekki von á því að verkin fari fram úr kostnaðaráætlunum og teljum að hjá bjóðendum sé einhver misskilningur á ferðinni," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og kvað útboð annað hvort verða endurtekin eða þá að Orkuveitan sæi sjálf um verkið. Hann teldur fyrirtækin ofmeta kostnað við skurðgröft. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir fulltrúa flokksins í stjórn fyrirtækisins alla tíð hafa mótmælt ljósleiðaraframkvæmdum Orkuveitunnar og þá sérstaklega með tilliti til kolrangrar áætlanagerðar. Hún óttast að á Reykvíkinga falli ómældur kostnaður vegna þess að Orkuveitan hafi þegar skuldbundið sig til að ljósleiðaravæða bæjarfélögin. "Svo felur þetta ekki einu sinni í sér allan kostnaðinn við að grafa ljósleiðarann," segir hún og bendir á að forstjóri Orkuveitunnar hafi áður sagt hverja tengingu kosta um 100 þúsund krónur. H ún segir hrópandi ósamræmi milli lýsinga Guðmundar og svo niðurstöðu útboðanna og telur allar áætlanir Orkuveitunnar varðandi tímaáætlanir, gjaldtöku og þátttöku íbúa kunna að vera í uppnámi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þó ekki að tímamörk raskist mikið í heildarverkinu þrátt fyrir að fyrstu tilboðum hafi verið hafnað, en stefnt er að því að ljúka ljósleiðaravæðingu á stórhöfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum til fimm árum. "Það má alltaf reikna með að einhvern tíma taki að klára fyrstu áfangana, en svo getur líka verið að við seinkum framkvæmdum ef þær verða mjög dýrar." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Tilboð í lagningu ljósleiðara í hús á Akranesi og á Seltjarnarnesi gera ráð fyrir nálægt því þrefalt meiri kostnaði en ráð er fyrir gert í kostnaðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur hafnað öllum tilboðunum. Leggja á ljósleiðara í um 650 hús á hvorum stað og gerði Orkuveitan ráð fyrir kostnaði upp á tæpar 100 þúsund krónur á Seltjarnarnesi og tæpum 70 þúsund krónum á Akranesi. Á Akranesi gerir lægsta boð ráð fyrir kostnaði upp á um 175 þúsund krónur fyrir hvert hús og á Seltjarnarnesi fyrir kostnaði upp á um 268 þúsund krónur. "Við eigum ekki von á því að verkin fari fram úr kostnaðaráætlunum og teljum að hjá bjóðendum sé einhver misskilningur á ferðinni," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og kvað útboð annað hvort verða endurtekin eða þá að Orkuveitan sæi sjálf um verkið. Hann teldur fyrirtækin ofmeta kostnað við skurðgröft. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir fulltrúa flokksins í stjórn fyrirtækisins alla tíð hafa mótmælt ljósleiðaraframkvæmdum Orkuveitunnar og þá sérstaklega með tilliti til kolrangrar áætlanagerðar. Hún óttast að á Reykvíkinga falli ómældur kostnaður vegna þess að Orkuveitan hafi þegar skuldbundið sig til að ljósleiðaravæða bæjarfélögin. "Svo felur þetta ekki einu sinni í sér allan kostnaðinn við að grafa ljósleiðarann," segir hún og bendir á að forstjóri Orkuveitunnar hafi áður sagt hverja tengingu kosta um 100 þúsund krónur. H ún segir hrópandi ósamræmi milli lýsinga Guðmundar og svo niðurstöðu útboðanna og telur allar áætlanir Orkuveitunnar varðandi tímaáætlanir, gjaldtöku og þátttöku íbúa kunna að vera í uppnámi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þó ekki að tímamörk raskist mikið í heildarverkinu þrátt fyrir að fyrstu tilboðum hafi verið hafnað, en stefnt er að því að ljúka ljósleiðaravæðingu á stórhöfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum til fimm árum. "Það má alltaf reikna með að einhvern tíma taki að klára fyrstu áfangana, en svo getur líka verið að við seinkum framkvæmdum ef þær verða mjög dýrar."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira