Er þetta þá félagshyggjan? 13. júlí 2005 00:01 Gæsluvellir barna í Reykjavík sem í eina tíð iðuðu af lífi og fjöri allan daginn eru nú að syngja sitt síðasta. Eðlileg þróun, því leikskólarnir, sem bjóða upp á meiri þjónustu, hafa tekið við hlutverki þeirra. Síðustu gæsluvöllunum verður lokað nú í sumarlok og þá þurfa tuttugu og tveir starfsmenn þeirra að finna sér aðra vinnu. Ætla mætti að hjá jafn stóru og öflugu sveitarfélagi og Reykjavíkurborg væri ekki flókið verkefni að leysa atvinnumál þessa fólks eða semja við það um eðlilegar starfsloksgreiðslur þar sem tekið væri tillit til aldurs þeirra og framtíðarmöguleika á vinnumarkaði. Nú er komið í ljós að R-listinn, sem gerir tilkall til valda í höfuðborginni í nafni félagslegra sjónarmiða, hefur ákveðið að losa sig við starfsmennina án starfslokasamninga og án skuldbindinga um önnur störf. Þetta er áfall fyrir starfsfólkið sem taldi sig hafa loforð um annað frá stjórnendum borgarinnar. En þetta er greinilega líka áfall fyrir þá sem trúðu á félagshyggju R-listans. Þannig segir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar á vefsíðu sinni í gær: "Hér er vont mál á ferðinni. Ég sem jafnaðarmaður ætlast til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi ekki svona fram við starfsfólk Reykjavíkurborgar væri hann við völd og fráleitt að við sem styðjum R-listann sættum okkur við það af hans hálfu. Annað hvort er höfuðmisskilningur á ferðinni í fréttaflutningi eða Reykjavíkurlistinn er hér að gera slæm mistök sem verður að leiðrétta. Starfslokasamningar eru ekki bara fyrir ríka forstjóra. Stjórnmálamenn verða að standa við sín orð. Við jafnaðarmenn verðum að praktísera í verki það sem við prédikum í orði". Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig gagnrýnt vinnubrögð borgarstjórnar í þessu máli. Þeir benda á að hér er um að ræða konur í láglaunastörfum, sem flestar eru á miðjum aldri og eiga að baki áratuga starf á gæsluvöllum í þágu yngstu borgaranna. Allir hljóta að átta sig á því að ekki er auðvelt fyrir konur á miðjum aldri með jafn sérhæfðan starfsferil og um hefur verið að ræða á gæsluvöllunum, að fá vinnu við hæfi á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Aðstoð borgarinnar þarf að koma til með einum eða öðrum hætti. Æðstu stjórnendur borgarinnar hafa að undanförnu setið á leynifundum þar sem braskað er með völd, stöður og bitlinga í tengslum við framboð til borgarstjórnar að ári. Nú þegar gert hefur verið hlé á þeim fundahöldum ættu þeir að gefa sér tíma til að líta á veruleikann í kringum sig. Framkoman við gæslukonurnar er ósæmileg. Borgaryfirvöld eiga að standa við loforð sín og ljúka þessu máli með þeim hætti að starfsfólkið ljúki ferli sinum með reisn og finni að störf þeirra í þágu barnanna í borginni eru metin að verðleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Gæsluvellir barna í Reykjavík sem í eina tíð iðuðu af lífi og fjöri allan daginn eru nú að syngja sitt síðasta. Eðlileg þróun, því leikskólarnir, sem bjóða upp á meiri þjónustu, hafa tekið við hlutverki þeirra. Síðustu gæsluvöllunum verður lokað nú í sumarlok og þá þurfa tuttugu og tveir starfsmenn þeirra að finna sér aðra vinnu. Ætla mætti að hjá jafn stóru og öflugu sveitarfélagi og Reykjavíkurborg væri ekki flókið verkefni að leysa atvinnumál þessa fólks eða semja við það um eðlilegar starfsloksgreiðslur þar sem tekið væri tillit til aldurs þeirra og framtíðarmöguleika á vinnumarkaði. Nú er komið í ljós að R-listinn, sem gerir tilkall til valda í höfuðborginni í nafni félagslegra sjónarmiða, hefur ákveðið að losa sig við starfsmennina án starfslokasamninga og án skuldbindinga um önnur störf. Þetta er áfall fyrir starfsfólkið sem taldi sig hafa loforð um annað frá stjórnendum borgarinnar. En þetta er greinilega líka áfall fyrir þá sem trúðu á félagshyggju R-listans. Þannig segir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar á vefsíðu sinni í gær: "Hér er vont mál á ferðinni. Ég sem jafnaðarmaður ætlast til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi ekki svona fram við starfsfólk Reykjavíkurborgar væri hann við völd og fráleitt að við sem styðjum R-listann sættum okkur við það af hans hálfu. Annað hvort er höfuðmisskilningur á ferðinni í fréttaflutningi eða Reykjavíkurlistinn er hér að gera slæm mistök sem verður að leiðrétta. Starfslokasamningar eru ekki bara fyrir ríka forstjóra. Stjórnmálamenn verða að standa við sín orð. Við jafnaðarmenn verðum að praktísera í verki það sem við prédikum í orði". Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig gagnrýnt vinnubrögð borgarstjórnar í þessu máli. Þeir benda á að hér er um að ræða konur í láglaunastörfum, sem flestar eru á miðjum aldri og eiga að baki áratuga starf á gæsluvöllum í þágu yngstu borgaranna. Allir hljóta að átta sig á því að ekki er auðvelt fyrir konur á miðjum aldri með jafn sérhæfðan starfsferil og um hefur verið að ræða á gæsluvöllunum, að fá vinnu við hæfi á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Aðstoð borgarinnar þarf að koma til með einum eða öðrum hætti. Æðstu stjórnendur borgarinnar hafa að undanförnu setið á leynifundum þar sem braskað er með völd, stöður og bitlinga í tengslum við framboð til borgarstjórnar að ári. Nú þegar gert hefur verið hlé á þeim fundahöldum ættu þeir að gefa sér tíma til að líta á veruleikann í kringum sig. Framkoman við gæslukonurnar er ósæmileg. Borgaryfirvöld eiga að standa við loforð sín og ljúka þessu máli með þeim hætti að starfsfólkið ljúki ferli sinum með reisn og finni að störf þeirra í þágu barnanna í borginni eru metin að verðleikum.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun