Nýr Kjalvegur það sem koma skal 15. júlí 2005 00:01 Hugmyndir um veg yfir Stórasand norðan Langjökuls til að stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur virðast nú fyrir bí. Þessar hugmyndir féllu í grýttan jarðveg hjá samgönguyfirvöldum og nú virðast hugmyndasmiðirnir margir hverjir hafa snúið sér að uppbyggingu Kjalvegar þess í stað. Það er mun skynsamlegri hugmynd, því bæði er að töluvert hefur verið unnnið að vegagerð fyrir norðan og sunnan á leiðinni yfir Kjöl og þá mun þessi vegagerð auðvelda aðgang að mörgum stórkostlegum náttúruperlum, og nægir þar að nefna aðeins Kerlingarfjöll og Hveravelli. Á undanförnum árum hefur verið unnið töluvert við að bæta leiðina yfir Kjöl, og nú er svo komið að búið er að leggja veg með bundnu slitlagi inn að Sandá nokkuð innan við Gullfoss. Þá er kominn góður malarvegur suður undir Hveravelli að norðan, þannig að nú þurfa menn að einbeita sér að um eitt hundrað kílómetra kafla þarna á milli. Bláfellsháls liggur hæst á þessari leið og spurning hvort ekki ætti að leggja veginn austan við Bláfell til þess að hann liggi lægra í landslaginu. Þá þarf að kanna vel framtíðarvegarstæði á leiðinni frá Hvítárbrú og norður um, því ekki er víst að núverandi vegarstæði sé heppilegast þegar um heilsársveg er að ræða. Núverandi vegarslóði um Kjöl var líka gerður með sem minnstum tilkostnaði og þá ekki inni í myndinni að þarna yrði heilsársvegur. Í Fréttablaðinu í gær er greint frá víðtækri samstöðu sem tekist hefur um lagningu heilsarásvegar yfir Kjöl. Þar koma bæði Sunnlendingar og Norðlendingar við sögu Þeirra hugmynd er sú að vegurinn verði byggður upp á svipuðum slóðum og núverandi vegarslóði er og síðan verði lagður nýr vegur af Kili og austur í Skagafjörð, þar sem hann tengdist hringveginum í námunda við Silfrastaði. Þetta kallar á brú á Blöndu á hálendinu og nýja brú yfir Héraðsvötn. Miðað við þessar hugmyndir myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast um 35 kílómetra, en leiðin milli Norður- og Suðurlands myndi að sjálfsögðu styttast mun meira, miðað við að farið sé hringveginn. Stysta leiðin af höfuðborgarsvæðinu á milli þessara landshluta verður þá að fara um Mosfellsheiði og Þingvelli og nýjan veg um Gjábakka. Þetta mun því kalla á meiri umferð um þjóðgarðinn og þarf að gera ráð fyrir því varðandi undirbúning að lagningu nýs Gjábakkavegar sem nú stendur yfir. Þótt það séu einstaklingar og samtök um bættar vegasamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Norðurlands sem hafa verið mest áberandi í umræðunni um nýjan Kjalveg að undanförnu, þá eru þessar hugmyndir langt frá því að vera nýjar af nálinni og gert er ráð fyrir hálendisvegum sem þessum í samgönguáætlun. Þessi vegagerð er því fyrst og fremst hlutverk samgönguyfirvalda, og erfitt að sjá fyrir sér að veggjald yrði innheimt á þessari leið árið um kring. Þarna er mikið vetrarríki oft á tíðum, því vegurinn mun liggja í mörg hundruð metra hæð. Þessi vegur á að vera sjálfsagður hluti af hinu almenna vegakerfi landsins, því meginhluta ársins mun hann létta mikilli umferð af núverandi vegum, og veitir ekki af . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Hugmyndir um veg yfir Stórasand norðan Langjökuls til að stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur virðast nú fyrir bí. Þessar hugmyndir féllu í grýttan jarðveg hjá samgönguyfirvöldum og nú virðast hugmyndasmiðirnir margir hverjir hafa snúið sér að uppbyggingu Kjalvegar þess í stað. Það er mun skynsamlegri hugmynd, því bæði er að töluvert hefur verið unnnið að vegagerð fyrir norðan og sunnan á leiðinni yfir Kjöl og þá mun þessi vegagerð auðvelda aðgang að mörgum stórkostlegum náttúruperlum, og nægir þar að nefna aðeins Kerlingarfjöll og Hveravelli. Á undanförnum árum hefur verið unnið töluvert við að bæta leiðina yfir Kjöl, og nú er svo komið að búið er að leggja veg með bundnu slitlagi inn að Sandá nokkuð innan við Gullfoss. Þá er kominn góður malarvegur suður undir Hveravelli að norðan, þannig að nú þurfa menn að einbeita sér að um eitt hundrað kílómetra kafla þarna á milli. Bláfellsháls liggur hæst á þessari leið og spurning hvort ekki ætti að leggja veginn austan við Bláfell til þess að hann liggi lægra í landslaginu. Þá þarf að kanna vel framtíðarvegarstæði á leiðinni frá Hvítárbrú og norður um, því ekki er víst að núverandi vegarstæði sé heppilegast þegar um heilsársveg er að ræða. Núverandi vegarslóði um Kjöl var líka gerður með sem minnstum tilkostnaði og þá ekki inni í myndinni að þarna yrði heilsársvegur. Í Fréttablaðinu í gær er greint frá víðtækri samstöðu sem tekist hefur um lagningu heilsarásvegar yfir Kjöl. Þar koma bæði Sunnlendingar og Norðlendingar við sögu Þeirra hugmynd er sú að vegurinn verði byggður upp á svipuðum slóðum og núverandi vegarslóði er og síðan verði lagður nýr vegur af Kili og austur í Skagafjörð, þar sem hann tengdist hringveginum í námunda við Silfrastaði. Þetta kallar á brú á Blöndu á hálendinu og nýja brú yfir Héraðsvötn. Miðað við þessar hugmyndir myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast um 35 kílómetra, en leiðin milli Norður- og Suðurlands myndi að sjálfsögðu styttast mun meira, miðað við að farið sé hringveginn. Stysta leiðin af höfuðborgarsvæðinu á milli þessara landshluta verður þá að fara um Mosfellsheiði og Þingvelli og nýjan veg um Gjábakka. Þetta mun því kalla á meiri umferð um þjóðgarðinn og þarf að gera ráð fyrir því varðandi undirbúning að lagningu nýs Gjábakkavegar sem nú stendur yfir. Þótt það séu einstaklingar og samtök um bættar vegasamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Norðurlands sem hafa verið mest áberandi í umræðunni um nýjan Kjalveg að undanförnu, þá eru þessar hugmyndir langt frá því að vera nýjar af nálinni og gert er ráð fyrir hálendisvegum sem þessum í samgönguáætlun. Þessi vegagerð er því fyrst og fremst hlutverk samgönguyfirvalda, og erfitt að sjá fyrir sér að veggjald yrði innheimt á þessari leið árið um kring. Þarna er mikið vetrarríki oft á tíðum, því vegurinn mun liggja í mörg hundruð metra hæð. Þessi vegur á að vera sjálfsagður hluti af hinu almenna vegakerfi landsins, því meginhluta ársins mun hann létta mikilli umferð af núverandi vegum, og veitir ekki af .