Á sinn þátt í verðsprengingunni 15. júlí 2005 00:01 MYND/Vísir Sérfræðingar á íbúðamarkaði telja að lánasamningar Íbúðalánasjóðs við bankana, um að þeir geti endurlánað ríkistryggða peninga og sloppið við alla áhættu, eigi sinn þátt í verðsprengingunni á íbúðamarkaðnum. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi verður ekki annað ráðið af viðauka við lánasamning Íbúðalánasjóðs við bankana, og öðrum gögnum sem fréttastofan hefur undir höndum, en að bankarnir leppi í raun lánveitingar Íbúðalánasjóðs til einstaklinga sem fá lánað umfram þær heimildir sem sjóðurinn hefur samkvæmt lögum. Heimildin nemur tæpum 16 milljónum. Með öðrum orðum getur húsbyggjandi fengið tæpar 16 milljónir lánaðar hjá Íbúðalánasjóði en þær tæpar tíu milljónir sem vantar upp á 25 milljóna markið getur hann svo fengið lánaðar hjá banka, sem í raun er að endurlána peninga frá Íbúðalánasjóðnum sjálfum, en það eru ríkistryggðir peningar. Sjóðurinn, og þar með almenningur í landinu, tekur hins vegar sjálfur á sig áföll af vanskilum, eða ef íbúðaverð lækkar niður fyrir veðheimildir. Sérfræðingar benda á að þessi ríkistryggða leikflétta geti þýtt það að bankarnir sýni ekki sama aðhald og þegar þeir eru að lána eigið fé og það, með öðru, eigi sinn þátt í að skrúfa upp íbúðaverðið. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherar fyrir fréttir og Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, vildi lítið tjá sig þar sem hann hafi ekki séð gögn málsins, nema hvað þetta virtist klárlega ganga á skjön við vilja stjórnvalda um rekstur Íbúðalánasjóðs. Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Sérfræðingar á íbúðamarkaði telja að lánasamningar Íbúðalánasjóðs við bankana, um að þeir geti endurlánað ríkistryggða peninga og sloppið við alla áhættu, eigi sinn þátt í verðsprengingunni á íbúðamarkaðnum. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi verður ekki annað ráðið af viðauka við lánasamning Íbúðalánasjóðs við bankana, og öðrum gögnum sem fréttastofan hefur undir höndum, en að bankarnir leppi í raun lánveitingar Íbúðalánasjóðs til einstaklinga sem fá lánað umfram þær heimildir sem sjóðurinn hefur samkvæmt lögum. Heimildin nemur tæpum 16 milljónum. Með öðrum orðum getur húsbyggjandi fengið tæpar 16 milljónir lánaðar hjá Íbúðalánasjóði en þær tæpar tíu milljónir sem vantar upp á 25 milljóna markið getur hann svo fengið lánaðar hjá banka, sem í raun er að endurlána peninga frá Íbúðalánasjóðnum sjálfum, en það eru ríkistryggðir peningar. Sjóðurinn, og þar með almenningur í landinu, tekur hins vegar sjálfur á sig áföll af vanskilum, eða ef íbúðaverð lækkar niður fyrir veðheimildir. Sérfræðingar benda á að þessi ríkistryggða leikflétta geti þýtt það að bankarnir sýni ekki sama aðhald og þegar þeir eru að lána eigið fé og það, með öðru, eigi sinn þátt í að skrúfa upp íbúðaverðið. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherar fyrir fréttir og Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, vildi lítið tjá sig þar sem hann hafi ekki séð gögn málsins, nema hvað þetta virtist klárlega ganga á skjön við vilja stjórnvalda um rekstur Íbúðalánasjóðs.
Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira