Kristján tippar á KR og ÍBV 20. júlí 2005 00:01 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur að það verði KR og ÍBV sem komist í undanúrslit VISA-bikarsins með naumum sigrum í tveimur háspennuleikjum í kvöld. KR-ingar fá Valsara í heimsókn á meðan Fram tekur á móti Eyjamönnum í Laugardalnum og býst Kristján við tveimur leikjum þar sem spennustigið verður gríðarlegt. "Það verður fullt af fólki á vellinum í Frostaskjólinu, gríðarleg stemning og mikil spenna. Þess vegna á ég von á mjög föstum og hörðum leik þar sem eitt ef ekki fleiri rautt spjald líta dagsins ljós," segir Kristján, sem að þessu sinni hallast frekar að naumum heimasigri. "Þetta verður ekkert 3-0 fyrir Val eins og í deildarleiknum á Hlíðarenda á dögunum. Þá pressuðu Valsmenn þá hátt og það kom KR-ingum á óvart og sló þá út af laginu. Nú kemur það þeim ekki á óvart," segir Kristján."Ég sá KR-inga gegn Fram á dögunum og maður sá hvað hafði verið í gangi hjá þeim á æfingum og fundum fyrir þann leik. Það var miklu meiri festa í leiknum og sjálfstraustið óx með hverri mínútu. Leikmennirnir hafa fengið meiri trú á því sem þeir eru að gera og ég spái þeim 2-1 sigri í kvöld. En þetta verður gríðarlega jafn og spennandi leikur." Kristján segir að það sé nánast ómögulegt verk að spá fyrir um leik Fram og ÍBV. "Ef marka má síðustu leiki þá er meiri uppgangur í Eyjaliðinu. Þeir voru að ná sér í sitt fyrsta útivallarstig í deildinni á meðan Framarar hafa tapað fimm deildarleikjum í röð. Ég held að þessi leikur fari í framlengingu og vítaspyrnukeppni," segir Kristján og hallast þar frekar að því að Eyjamenn hafi betur."Gunnar Sigurðsson í marki Fram hefur orð á sér að vera vítabani en ég held að þetta verði dagur Birkis Kristinssonar í marki ÍBV. Hann tekur tvö víti og verður hetjan." Íslenski boltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur að það verði KR og ÍBV sem komist í undanúrslit VISA-bikarsins með naumum sigrum í tveimur háspennuleikjum í kvöld. KR-ingar fá Valsara í heimsókn á meðan Fram tekur á móti Eyjamönnum í Laugardalnum og býst Kristján við tveimur leikjum þar sem spennustigið verður gríðarlegt. "Það verður fullt af fólki á vellinum í Frostaskjólinu, gríðarleg stemning og mikil spenna. Þess vegna á ég von á mjög föstum og hörðum leik þar sem eitt ef ekki fleiri rautt spjald líta dagsins ljós," segir Kristján, sem að þessu sinni hallast frekar að naumum heimasigri. "Þetta verður ekkert 3-0 fyrir Val eins og í deildarleiknum á Hlíðarenda á dögunum. Þá pressuðu Valsmenn þá hátt og það kom KR-ingum á óvart og sló þá út af laginu. Nú kemur það þeim ekki á óvart," segir Kristján."Ég sá KR-inga gegn Fram á dögunum og maður sá hvað hafði verið í gangi hjá þeim á æfingum og fundum fyrir þann leik. Það var miklu meiri festa í leiknum og sjálfstraustið óx með hverri mínútu. Leikmennirnir hafa fengið meiri trú á því sem þeir eru að gera og ég spái þeim 2-1 sigri í kvöld. En þetta verður gríðarlega jafn og spennandi leikur." Kristján segir að það sé nánast ómögulegt verk að spá fyrir um leik Fram og ÍBV. "Ef marka má síðustu leiki þá er meiri uppgangur í Eyjaliðinu. Þeir voru að ná sér í sitt fyrsta útivallarstig í deildinni á meðan Framarar hafa tapað fimm deildarleikjum í röð. Ég held að þessi leikur fari í framlengingu og vítaspyrnukeppni," segir Kristján og hallast þar frekar að því að Eyjamenn hafi betur."Gunnar Sigurðsson í marki Fram hefur orð á sér að vera vítabani en ég held að þetta verði dagur Birkis Kristinssonar í marki ÍBV. Hann tekur tvö víti og verður hetjan."
Íslenski boltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sjá meira