Kári opnaði Nasdaq 13. október 2005 19:33 DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga. Fimm ár voru í gær liðin frá því deCode Genetics fór á Nasdaq í Bandaríkjunum og var forstjóri fyrirtæksins því fenginn til að opna markaðinn formlega. Fyrirtækið var skráð eftir 200 milljón dala útboð sem þá jafngilti sautján milljörðum íslenskra króna og var markaðsgengi fyrirtækisins 61 milljarður íslenskra króna. Eftirspurn var gríðarleg og fengu mun færri en vildu að kaupa. Jákvæðni í garð fyrirtækisins var svo mikil að haft var eftir einum forkólfi íslensks viðskiptalífs að Íslendingar hefðu einfaldlega ekki efni á að vera ekki með. Markaðsvirði fyrirtækisins fór hæst í 90 milljarða króna en síðan kom fallið. Á seinni part ársins 2000 lækkaði gengi fyrirtækisins um helming, úr 20 dölum á hlut í tíu. Botninum náði fyrirtækið síðan í september árið 2002 þegar gengi hlutabréfanna fór niður í 1,66 dali á hlut og hafði verðmæti fyrirtækisins þá lækkað um 90 milljarða íslenskra króna frá því fyrirtækið var skráð. Ekki hafa þó allir tapað á því að fjárfesta í deCode, þetta er jú allt spursmál um rétta tímasetningu. Þeir sem keyptu til að mynda í byrjun árs 2003 og náðu að selja í lok sama árs fengu 350 prósenta ávöxtun. Markaðsverðmæti deCode er í dag 34 milljarðar króna og hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 40% frá áramótum. Fyrirtækið heldur þó áfram að skila tapi og á síðasta ári nam það rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði þó í viðtali við Stöð 2 ekki alls fyrir löngu að aldrei hafi hann verið bjartsýnni um framhald fyrirtækisins og að það hefði í raun aldrei gengið betur. Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga. Fimm ár voru í gær liðin frá því deCode Genetics fór á Nasdaq í Bandaríkjunum og var forstjóri fyrirtæksins því fenginn til að opna markaðinn formlega. Fyrirtækið var skráð eftir 200 milljón dala útboð sem þá jafngilti sautján milljörðum íslenskra króna og var markaðsgengi fyrirtækisins 61 milljarður íslenskra króna. Eftirspurn var gríðarleg og fengu mun færri en vildu að kaupa. Jákvæðni í garð fyrirtækisins var svo mikil að haft var eftir einum forkólfi íslensks viðskiptalífs að Íslendingar hefðu einfaldlega ekki efni á að vera ekki með. Markaðsvirði fyrirtækisins fór hæst í 90 milljarða króna en síðan kom fallið. Á seinni part ársins 2000 lækkaði gengi fyrirtækisins um helming, úr 20 dölum á hlut í tíu. Botninum náði fyrirtækið síðan í september árið 2002 þegar gengi hlutabréfanna fór niður í 1,66 dali á hlut og hafði verðmæti fyrirtækisins þá lækkað um 90 milljarða íslenskra króna frá því fyrirtækið var skráð. Ekki hafa þó allir tapað á því að fjárfesta í deCode, þetta er jú allt spursmál um rétta tímasetningu. Þeir sem keyptu til að mynda í byrjun árs 2003 og náðu að selja í lok sama árs fengu 350 prósenta ávöxtun. Markaðsverðmæti deCode er í dag 34 milljarðar króna og hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 40% frá áramótum. Fyrirtækið heldur þó áfram að skila tapi og á síðasta ári nam það rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði þó í viðtali við Stöð 2 ekki alls fyrir löngu að aldrei hafi hann verið bjartsýnni um framhald fyrirtækisins og að það hefði í raun aldrei gengið betur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira