Hækkun á ábyrgð Íbúðalánasjóðs 22. júlí 2005 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að Íbúðalánasjóður hafi átt þátt í að íbúðaverð hafi hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum, með því að fjármagna að hluta til útlánaþenslu bankanna. Hann segir mikilvægast á næstunni að ná sátt um breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Birgir Ísleifur sagðist ekki vera ánægður að sjá að Íbúðalánsjóður hefur fjármagnað að hluta gríðarlega útlánaaukningu bankanna, 50% síðustu tólf mánuði sem stuðlar að aukinni þenslu og á verulegan þátt í hækkun íbúðaverðs og Birgir Ísleifur nefndi hækkanir á bilinu 30-50%. Bankar og sparisjóðir leita stöðugt nýrra leiða til að skerða á einn eða annan hátt húsnæðislán til fólks, án þess að hvika frá gylliboðum í auglýsingum sínum um allt að 80 prósentna lán af markaðsverði húsnæðis. Stöð 2 greindi frá því nýlega að nú væri farið að miða við brunabótamat og hætt væri að leyfa fólkii að kaupa sér viðbótartryggingu, ef matið væri of lágt, sem víða er í eldra húsnæði, sem hinsvegar gengur á háu verði. Í einstaka tilvikum lána bankarnir yfir 80 prósent, en þá eru þeir farnir að færa tekjumörk fólks niður um átta prósent í greiðslumatinu, þannig að maður með hálfa milljón í tekjur, telst í mati bankanna vera með minni tekjur. Í vissum tilvikum er afborgunarþátturinn einnig hækkaður. Samkævmt láni til fjörutíu ára ætti afborgunin að vera 4,270 á mánuði af hverri milljón, en sumir bankar hafa hækkað það upp í 4,417 krónur, eða um fimm prósent. Þá hefur Fréttastofan það dæmi frá Spron, að ef Spron er á fyrsta veðrétti, eru vextir af viðbótarláni Spron tæp 6 prósent, en ef íbúðalánasjóður er á fyrsta veðrétti lánar Spron til viðbótar á aðeins 4,15 prósenta vöxtum. Það eru semsagt mun hærri vextir af viðbótarlánum sjóðsins, ef þau koma á eftir lánum frá honum sjálfum, en Íbúðalánasjóði. Ekki náðist í neinn hjá SPRON fyrir fréttir til að skýra út þennan mun. Innlent Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að Íbúðalánasjóður hafi átt þátt í að íbúðaverð hafi hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum, með því að fjármagna að hluta til útlánaþenslu bankanna. Hann segir mikilvægast á næstunni að ná sátt um breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Birgir Ísleifur sagðist ekki vera ánægður að sjá að Íbúðalánsjóður hefur fjármagnað að hluta gríðarlega útlánaaukningu bankanna, 50% síðustu tólf mánuði sem stuðlar að aukinni þenslu og á verulegan þátt í hækkun íbúðaverðs og Birgir Ísleifur nefndi hækkanir á bilinu 30-50%. Bankar og sparisjóðir leita stöðugt nýrra leiða til að skerða á einn eða annan hátt húsnæðislán til fólks, án þess að hvika frá gylliboðum í auglýsingum sínum um allt að 80 prósentna lán af markaðsverði húsnæðis. Stöð 2 greindi frá því nýlega að nú væri farið að miða við brunabótamat og hætt væri að leyfa fólkii að kaupa sér viðbótartryggingu, ef matið væri of lágt, sem víða er í eldra húsnæði, sem hinsvegar gengur á háu verði. Í einstaka tilvikum lána bankarnir yfir 80 prósent, en þá eru þeir farnir að færa tekjumörk fólks niður um átta prósent í greiðslumatinu, þannig að maður með hálfa milljón í tekjur, telst í mati bankanna vera með minni tekjur. Í vissum tilvikum er afborgunarþátturinn einnig hækkaður. Samkævmt láni til fjörutíu ára ætti afborgunin að vera 4,270 á mánuði af hverri milljón, en sumir bankar hafa hækkað það upp í 4,417 krónur, eða um fimm prósent. Þá hefur Fréttastofan það dæmi frá Spron, að ef Spron er á fyrsta veðrétti, eru vextir af viðbótarláni Spron tæp 6 prósent, en ef íbúðalánasjóður er á fyrsta veðrétti lánar Spron til viðbótar á aðeins 4,15 prósenta vöxtum. Það eru semsagt mun hærri vextir af viðbótarlánum sjóðsins, ef þau koma á eftir lánum frá honum sjálfum, en Íbúðalánasjóði. Ekki náðist í neinn hjá SPRON fyrir fréttir til að skýra út þennan mun.
Innlent Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira