Hefur verið orðaður við Stoke 28. júlí 2005 00:01 Indriði Sigurðsson hefur verið sterklega orðaður við Stoke City að undanförnu en hefur samt ekki hugmynd um hvort Stoke vilji sig. Fréttablaðið heyrði í honum í gær til þess að kanna stöðu mála. Johan Boskamp, sem er fyrrverandi knattspyrnustjóri Genk, tók nýlega við stjórnartaumunum hjá Stoke City og reynir hann nú að styrkja leikmannahóp félagsins fyrir komandi átök. Indriði sjálfur segist ekki hafa fengið það staðfest að Stoke vilji fá hann. „Ég veit ekki til þess að ég sé að fara neitt, enda er ég samningsbundinn Genk. Þjálfari Stoke City horfði á leik hjá mér um daginn gegn Celta Vigo. Ég trúi því varla núna að hann kaupi mig miðað við frammistöðu mína í þeim leik, en þetta var nú bara æfingaleikur. Celta vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu, og við vorum allir svona frekar þungir." Indriði segist vera ánægður hjá Genk, enda eitt stærsta félagið í Belgíu, en neitar því þó ekki að það væri virkilega gaman að spila á Englandi. „Það væri skemmtilegt að spila á Englandi, enda er áhuginn á knattspyrnu gríðarlega mikill þar, og meira að segja í öllum deildum. Stoke City er fínn kostur ef ég skipti um félag á annað borð, en ég hef ekki fengið það staðfest frá neinum að Stoke City hafi áhuga á því að kaupa mig." Undanfarnar vikur hafa leikmenn Genk æft af krafti fyrir komandi tímabil, sem hefst í næsta mánuði. „Það er alltaf svolítið erfitt á þessum tíma þegar leikmenn eru að komast í gott líkamlegt ástand. Maður reynir að komast í sitt besta form og vonandi gengur það vel. Leikmannahópurinn hefur líka verið að styrkjast. Sunday Oliseh, fyrrverandi leikmaður Dortmund, Juventus og Ajax, er til dæmis kominn, og vonandi smellur liðið vel saman fyrir átökin á næsta tímabili." Íslenski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Indriði Sigurðsson hefur verið sterklega orðaður við Stoke City að undanförnu en hefur samt ekki hugmynd um hvort Stoke vilji sig. Fréttablaðið heyrði í honum í gær til þess að kanna stöðu mála. Johan Boskamp, sem er fyrrverandi knattspyrnustjóri Genk, tók nýlega við stjórnartaumunum hjá Stoke City og reynir hann nú að styrkja leikmannahóp félagsins fyrir komandi átök. Indriði sjálfur segist ekki hafa fengið það staðfest að Stoke vilji fá hann. „Ég veit ekki til þess að ég sé að fara neitt, enda er ég samningsbundinn Genk. Þjálfari Stoke City horfði á leik hjá mér um daginn gegn Celta Vigo. Ég trúi því varla núna að hann kaupi mig miðað við frammistöðu mína í þeim leik, en þetta var nú bara æfingaleikur. Celta vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu, og við vorum allir svona frekar þungir." Indriði segist vera ánægður hjá Genk, enda eitt stærsta félagið í Belgíu, en neitar því þó ekki að það væri virkilega gaman að spila á Englandi. „Það væri skemmtilegt að spila á Englandi, enda er áhuginn á knattspyrnu gríðarlega mikill þar, og meira að segja í öllum deildum. Stoke City er fínn kostur ef ég skipti um félag á annað borð, en ég hef ekki fengið það staðfest frá neinum að Stoke City hafi áhuga á því að kaupa mig." Undanfarnar vikur hafa leikmenn Genk æft af krafti fyrir komandi tímabil, sem hefst í næsta mánuði. „Það er alltaf svolítið erfitt á þessum tíma þegar leikmenn eru að komast í gott líkamlegt ástand. Maður reynir að komast í sitt besta form og vonandi gengur það vel. Leikmannahópurinn hefur líka verið að styrkjast. Sunday Oliseh, fyrrverandi leikmaður Dortmund, Juventus og Ajax, er til dæmis kominn, og vonandi smellur liðið vel saman fyrir átökin á næsta tímabili."
Íslenski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira