Síminn seldur á tæpa 67 milljarða 29. júlí 2005 00:01 "Það liggur alveg ljóst fyrir að eftir þessa sölu getum við gert hluti sem við annars hefðum ekki getað gert á sviði samgöngumála, heilbrigðismála og á sviði atvinnuþróunar og annarra mikilvægra samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær eftir að ljóst var að hæsta tilboð í Símann hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Þrjú tilboð, sem alls sautján fjárfestar stóðu á bak við, bárust í Símann. Voru tilboðin opnuð á Hótel Nordica í gær að viðstöddum bjóðendum og fulltrúum fjölmiðla. Exista, fjárfestingarfélag undir stjórn Lýðs og Ágústs Guðmundssonar, kenndra við Bakkavör, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir, MP Fjárfestingarbanki og félag í eigu Skúla Þorvaldssonar voru með hæsta tilboðið. Hópur undir forystu Burðaráss bauð sextíu milljarða en lægsta tilboð kom frá Atorku Group og fleiri aðilum og hljóðaði upp á 54,7 milljarða. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði að menn hefðu vandað sig vel og ferlið hefði verið gagnsætt og trúverðugt. Hann var ánægður með niðurstöðuna. Síminn yrði að öllum líkindum kominn undir stjórn nýrra eigenda fyrir lok ágúst. "Þetta kom mér ekki beint á óvart. Þetta er mjög viðunandi tilboð og ekki fjarri því sem ýmsir sérfræðingar um markaðinn hafa verið að spá," sagði Geir Haarde fjármálaráðherra. Margir aðilar hefðu verið á bak við tilboðin þótt aðeins þrjú hefðu borist. Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Exista, sagði að þátttaka lífeyrissjóðanna tryggði aðkomu stórs hluta fólks í landinu, en lífeyrissjóðirnir eignast samanlagt 21 prósents eignarhlut. Síðar myndi hlutur KB banka verða seldur almenningi áður en Síminn yrði skráður í Kauphöllina. Hann vildi ekki tilgreina hvenær það yrði né á hvaða kjörum fólki byðist hlutabréf í Símanum. Erlendur vildi ekki svara spurningum varðandi hugsanlegar breytingar á rekstri og yfirstjórn Símans. Allar slíkar yfirlýsingar biðu þangað til nýir eigendur tækju við og rætt hefði verið við starfsfólk. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
"Það liggur alveg ljóst fyrir að eftir þessa sölu getum við gert hluti sem við annars hefðum ekki getað gert á sviði samgöngumála, heilbrigðismála og á sviði atvinnuþróunar og annarra mikilvægra samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær eftir að ljóst var að hæsta tilboð í Símann hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Þrjú tilboð, sem alls sautján fjárfestar stóðu á bak við, bárust í Símann. Voru tilboðin opnuð á Hótel Nordica í gær að viðstöddum bjóðendum og fulltrúum fjölmiðla. Exista, fjárfestingarfélag undir stjórn Lýðs og Ágústs Guðmundssonar, kenndra við Bakkavör, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir, MP Fjárfestingarbanki og félag í eigu Skúla Þorvaldssonar voru með hæsta tilboðið. Hópur undir forystu Burðaráss bauð sextíu milljarða en lægsta tilboð kom frá Atorku Group og fleiri aðilum og hljóðaði upp á 54,7 milljarða. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði að menn hefðu vandað sig vel og ferlið hefði verið gagnsætt og trúverðugt. Hann var ánægður með niðurstöðuna. Síminn yrði að öllum líkindum kominn undir stjórn nýrra eigenda fyrir lok ágúst. "Þetta kom mér ekki beint á óvart. Þetta er mjög viðunandi tilboð og ekki fjarri því sem ýmsir sérfræðingar um markaðinn hafa verið að spá," sagði Geir Haarde fjármálaráðherra. Margir aðilar hefðu verið á bak við tilboðin þótt aðeins þrjú hefðu borist. Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Exista, sagði að þátttaka lífeyrissjóðanna tryggði aðkomu stórs hluta fólks í landinu, en lífeyrissjóðirnir eignast samanlagt 21 prósents eignarhlut. Síðar myndi hlutur KB banka verða seldur almenningi áður en Síminn yrði skráður í Kauphöllina. Hann vildi ekki tilgreina hvenær það yrði né á hvaða kjörum fólki byðist hlutabréf í Símanum. Erlendur vildi ekki svara spurningum varðandi hugsanlegar breytingar á rekstri og yfirstjórn Símans. Allar slíkar yfirlýsingar biðu þangað til nýir eigendur tækju við og rætt hefði verið við starfsfólk.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira